Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 14. nóvember 2009 17 FÉLAGSMÁL Umræða um málefni Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) rataði inn á borð borgar- ráðs á fimmtudag. Líkt og Frétta- blaðið hefur greint frá var fjár- málastjóri sambandsins staddur á nektarstað í Sviss með greiðslu- kort sambandsins. Borgarráð áréttaði í ályktun það ákvæði mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar sem skuld- bindur borgaryfirvöld til að vinna gegn klámvæðingu og vændi. KSÍ væri mikilvægur samstarfsaðili um íþróttir, uppeldi og forvarn- ir. Borgarráð hvetur sambandið til að marka sér skýra stefnu um þessi mál. - kóp KSÍ hvatt til stefnumörkunar: Borgarráð ályktar um KSÍ GRÆNLAND Grænlandsjökull hopar nú á meiri hraða en undanfarin ár. Hann hefur því jafnframt meiri áhrif á hækkun sjávar- borðs. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birtist í tímaritinu Science. Vísindamenn notuðu veður- athuganir, gervihnattamyndir og líkön af hegðun jökla til þess að greina stærðarþróun jökulsins á ársgrundvelli. Niðurstöðurnar gefa til kynna að undanfarið hafi jökullinn hopað mun hraðar og sjávarborð að sama skapi hækkað meira. Ef jökullinn hyrfi með öllu myndi sjávarborð jarðar hækka um sjö metra. - þeb Ný rannsókn á Grænlandi: Jökullinn hopar hraðar en áður REYKJAVÍK Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista, segir það ábyrgðarleysi að ætla að skuld- setja Orkuveitu Reykjavíkur enn frekar. Fyrirhugaðar lántökur séu ósjálfbær- ar og óarðbær- ar og komandi kynslóðir muni þurfa að standa undir skuldunum. Þetta kom fram í bókun Ólafs á borg- arráðsfundi á fimmtudag. Þar var lagt fram bréf frá forstjóra Orkuveitunnar þar sem óskað var staðfestingar á tíu milljarða hlutafjárútboði. Því var vísað til borgarstjórnar. Borg- arráð óskaði eftir minnisblaði um fjárhagslega stöðu fyrirtækisins, fjárfestingaráform og umsögn um áhrif nýs lánshæfismats. - kóp Ólafur F. Magnússon: Segir Orkuveitu of skuldsetta ÓLAFUR F. MAGNÚSSON DÓMSMÁL Héraðsdómur hefur stað- fest ákvörðun dómsmálaráðuneyt- isins um að framselja karlmann frá Srí Lanka til Þýskalands. Framsalið er til fullnustu refsi- dómi sem maðurinn hlaut í Þýska- landi fyrir sérstaklega hættu- lega líkamsárás. Hann er búinn að afplána hluta refsingar. Hann hefur dvalið hér á landi í sumar, en framsalsbeiðni kom fram undir haust. Maðurinn hlaut dóm hér á landi í júní. Þá var hann dæmdur í eins mánaðar fangelsi fyrir skjalafals, eftir að hann kom hingað á fölsuðum skilríkjum. - jss Karlmaður frá Srí Lanka: Skal framseldur RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Borgarráð ályktaði um málefni fjármálastjóra KSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMGÖNGUR Strætó bs. mun skila 200 milljóna króna hagnaði í ár, ef fram heldur sem horfir. Það er algjör viðsnúningur frá rekstri síðustu ára og í fyrsta sinn síðan 2004 sem fyrirtækið skilar hagnaði. Miklar breytingar urðu á kerfi vagnanna í febrúar í sparnað- arskyni. Þá var ferðum fækkað, leiðum breytt og ferðir aflagð- ar á ákveðnum tímum. Þessar aðgerðir spöruðu fyrirtækinu 150 milljónir og með öðrum aðhalds- aðgerðum tókst að spara um fimmtíu milljónir í viðbót. Með því og fjárframlagi eigenda var fjárþörf fyrirtækisins fullnægt, en í fyrra fóru forsvarsmenn þess fram á 300 milljóna króna aukaframlag. Eigendurnir, sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu, samþykktu 100 milljóna króna framlag. Borgarráð samþykkti á fundi sínum að veita fyrirtækinu tæp- lega sextíu milljónir króna. Það er lokagreiðslan af þeim sem sveitarfélögin samþykktu að setja í reksturinn. Í nóvember þarf fyrirtækið að greiða 100 millj- óna króna lán og verður framlag eigendanna nýtt til þess. Reynir Jónsson, forstjóri Strætó, segir gott að hafa borð fyrir báru á næsta ári, sem verði erfitt. Trauðla verði lengra stigið í að minnka þjónustustigið. - kóp Borgarráð samþykkir fjárframlög til Strætó vegna uppgreiðslu láns: Strætó skilar hagnaði í ár REYNIR JÓNSSON Forstjórinn segir stefna í 200 milljóna króna afgang í ár sem nýtist félaginu vel á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í FYLGD MEÐ FORSETA Ekki er allt sem sýnist á þessari mynd, því þessi unga kona stillti sér upp á vaxmyndasafni í kínversku borginni Sjanghaí við hliðina á eftirmynd Baracks Obama. NORDICPHOTOS/AFP www.tskoli.is Mótaðu framtíðina Hvort sem markið er sett á frekara nám eftir framhaldsskóla eða starfsréttindi er Tækniskólinn eftirsóknarverður til að bæta við sig þekkingu og færni. Við bjóðum f jölbreytt og hagnýtt nám í einum öf lugasta framhaldsskóla landsins. Byggingatækniskólinn • Grunnnám tréiðna • Húsasmíði • Húsgagnasmíði • Málaraiðn • Múriðn • Tækniteiknun • Veggfóðrun og dúkalagnir Fjölmenningarskólinn • Almenn námsbraut nýbúa • Starfsnám Hársnyrtiskólinn • Hársnyrtibraut Hönnunar- og handverksskólinn • Fataiðn • Fatatæknir • Gull- og silfursmíði • Keramikhönnun • Listnámsbraut • Mótun Raftækniskóli • Grunnnám raf iðna • Rafeindavirkjun • Rafveituvirkjun • Rafvélavirkjun • Rafvirkjun • Símsmíði Skipstjórnarskólinn • Skipstjórnarskólinn Tæknimenntaskólinn • Almenn braut • Náttúrufræðibraut • Stúdentsbraut með flugnámi • Stúdentspróf af list- og starfsbraut Upplýsingatækniskólinn • Ljósmyndun • Margmiðlunarskólinn • Tölvubraut • Upplýsinga- og ölmiðlabraut Véltækniskólinn • Véltækniskólinn Núna er rétti tíminn til að skrá sig á www.tskoli.is Umsóknarfrestur í dagskóla er til 20. nóvember og í kvöld- og f jarnámi til 4. janúar. Aðstoð við innritun er 17. desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.