Fréttablaðið - 14.11.2009, Side 19

Fréttablaðið - 14.11.2009, Side 19
LAUGARDAGUR 14. nóvember 2009 19 UMRÆÐAN Grímur Atlason skrifar um skattamál Þorbjörg Helga Vigfús-dóttir borgarful l- trúi skrifaði um skatta í Fréttablaðið í vikunni. Þar kemur nú lítið nýtt fram þegar kemur að skattaum- ræðu. Klisjurnar eru þarna allar: vinnuletjandi, meiri skattsvik og „minnka umsvif“ hagkerfisins (hvað sem það nú þýðir). Hægri- menn hafa löngum talið skatta af hinu illa. Frjálshyggjufélag- ið kallar þannig skattatillögur ríkisstjórnarinnar „tilræði“ við landsmenn. Þessar þrepaskiptu til- lögur ríkisstjórnarinn- ar kallar Þorbjörg skatt- píningu sem muni dýpka kreppuna. Hvergi er nefnt hvað þetta raunverulega þýðir fyrir skattborgara þessa lands enda virðist það ekki vera áhugamál hægrimanna að upplýsa fólk. Þjóðarbúið fór nærri því á hausinn og því þarf að stoppa upp í 170 milljarða gat. Rétt um 32 þúsund króna viðbótarskattur á þann sem hefur milljón í mán- aðarlaun og 17 þúsund krónur á þann sem hefur 600 þúsund eru banatilræðin sem hrópað er yfir. Það er líka vert að halda því til haga að þeir sem hafa minna en 300 þúsund krónur greiða minna en áður ef breytingarnar ná fram að ganga. Þorbjörg lýkur greiningu sinni svona: „Líklega er skattpíning- in ekki búin enn. Ríkisstjórnin íhugar að heimila sveitarstjórn- um að hækka útsvarið til að nýta „ónýtta tekjustofna“. Ónýtt- ir tekjustofnar er annað nota- legt nafn sem vinstri menn nota um aukna skattheimtu af íbúum sveitarfélaga. Í dag er hámarks- prósenta útsvars, sem er 13,03%, nýtt af mörgum sveitarfélögum en hækkun hennar ef af verður bætist við þær hækkanir sem nú standa til hjá ríkisstjórninni. Mikilvægt er að allir skilji hvaða stefna er tekin og þá skiptir máli að kalla hlutina sínum réttu nöfnum.“ Já, það er svo sannarlega mikil vægt að allir skilji málin. Það væri t.d. ekki óásættanleg krafa að borgarfulltrúar vissu að hámarksprósenta útsvars er 13,28% en ekki 13,03%. Skattar eru ekki klám og þeir eru ekki af hinu illa. Það má þannig benda á að vinnuþreyttir Íslendingar skila minni framlegð en skattpíndir Danir. Velferðarsamfélög verða ekki til með græðgisvæðingu og hinu svokallaða frelsi. Við erum búin að ganga þá leið og hún skil- aði okkur efnahagshruni á heims- mælikvarða. Þorbjörg Helga og vinir hennar í frjálshyggjufélaginu trúa á mark- aðinn og lausnir hans. Þau trúa líka á einkavinavæðingu og að þeirra vinir séu best til þess fallnir að fara með fjöregg þjóðarinnar. Við sjáum hvert það leiddi okkur, nú er kominn tími fyrir aðrar leiðir, leið- ir félagshyggju og velferðar. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð. Af meintu brjálæði og píningu Skattar eru ekki klám og þeir eru ekki af hinu illa. Það má þannig benda á að vinnu- þreyttir Íslendingar skila minni framlegð en skattpíndir Danir. GRÍMUR ATLASON UMRÆÐAN Kristinn H. Gunnarsson skrifar um skatta Óhjákvæmilegt er að hækka skatta og draga úr útgjöld- um. Eðlilega skiptir miklu máli hvernig sköttunum er jafnað niður. Þá er nauðsynlegt að hafa í huga að byrði beinna skatta hefur síðustu 15 ár þyngst meira á lágar tekjur en háar. Ójöfnuður í þjóðfélag- inu hefur auk- ist. Hjá þeim sem hafa 20% lægstu tekj- urnar hefur skattbyrðin hækkað þrisvar sinnum meira en meðaltalinu nemur. Hið gagnstæða gild- ir um 15% tekjuhæsta hópinn, þar hefur skattbyrðin lækkað. Hækkunin hjá tekjulága hópn- um er um 14-15% af tekjum, frá engum sköttum upp í umtals- verða. Lækkunin hjá tekjuháa hópnum er mikil, mest hjá 1% tekjuhæsta hópnum. Skattbyrði hans var 35% af tekjum árið 1993 en aðeins 13% árið 2007. Þessar upplýsingar er að finna í gögnum sem Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands hefur birt. Þetta hefur gerst vegna þriggja ástæðna. Persónuaf- sláttur hefur lækkað að raun- gildi með árunum og sífellt lægri tekjur bera skatt. Hátekjuskattur var lagður af og almenn skattprósenta hefur lækkað. Hátekjufólk fær þess vegna fleiri krónur í skatta- lækkun en þeir sem lágar tekjur hafa. Í þriðja lagi er tekjuskatt- ur á fjármagn mun lægri en á laun og á síðustu árum hefur vaxandi hlutur tekna einstakl- inga verið af fjármagni. Fjár- magnstekjurnar dreifast eink- um á tekjuháa fólkið og eru stór hluti heildartekna þess hóps. Nú þarf að snúa þróuninni við og auka jöfnuðinn í þjóðfé- laginu. Hækkun skatta þarf að færast upp eftir tekjustigan- um og hlífa þeim sem eru með lágar tekjur. Það verður helst gert með almennri hækkun skattprósentu, því að endur- vekja hátekjuþrepið og því að hækka skatt á fjármagn. Taka á upp sérstakan persónuafslátt til lágtekjufólks, sem lækkar skattbyrðina svo að hún verði ekki meiri en meðaltalshækkun skattbyrðarinnar frá 1993. Vísa ég til frumvarps um sérstak- an persónuafslátt sem ég flutti ásamt fleirum á Alþingi fyrir tveimur árum. Það á ekki að leggja þyngri byrðar á lágtekju- fólk en aðra. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Sérstakur persónu- afsláttur KRISTINN H. GUNNARSSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.