Fréttablaðið - 14.11.2009, Side 26
26 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR
Hvers vegna ákvaðstu að skrifa
starfssögu þína, frekar en eiginlega
ævisögu?
„Mig langaði ekki að skrifa ævi-
sögu, ég er ekki svoleiðis týpa. Hins
vegar var mér sagt að ég þyrfti að
hengja saman ýmislegt sem ég hef
gert. Mér fannst nú nóg að gert, ég
hef komið svo miklu á vefinn; allir
leiðararnir eru þar frá 1973, veit-
ingarýni, ferðabækur, það sem ég
skrifa fyrir hestamenn og fleira.
En mér var sagt að ég þyrfti að búa
til brú á milli allra þessara hluta. Ég
ætlaði að setja það líka á vefinn, ég
hafði ekki hug á bók. Þetta komst
hins vegar í vindinn og útgefandi
þefaði þetta uppi þannig að þetta
endaði sem bók.“
Hvað stendur upp úr á ferlinum
þegar þú lítur til baka?
„Það er Dagblaðið frá 1975 til
1981. Titill bókarinnar er Frjáls og
óháður, það er sú sigling sem ég hef
verið á með öðru fólki. Á Tíman-
um var fréttastofan frjáls og óháð
blaðra innan um alla Framsóknar-
pólitíkina. Ég kom inn í svoleiðis
ástand og hélt áfram í því á Vísi og
þegar Dagblaðið var stofnað.
Munurinn á Dagblaðinu og DV
var kannski sá að Dagblaðið var
starfsmannafyrirtæki. Við vorum
bara blankir og fátækir en það var
rosa mikil stemning með okkur. DV
var lengst af fínt fyrirtæki fjár-
hagslega en stemningin ekki jafn
fín og á Dagblaðinu; þetta var meira
batterí. Það var heldur ekki sama
stemning úti í bæ. Fólk fór ekki út
á götuvígin fyrir DV, sem það fór
fyrir Dagblaðið. Það er líka nokkuð
sjaldgæft að starfsmenn í bransan-
um stofni fyrirtæki utan um dag-
blað.“
Hverjar eru markverðustu breyt-
ingarnar á fjölmiðlum frá því
þú byrjaðir og þar til þú lést af
störfum?
„Þær eru margar. En vinna blaða-
mannsins er sú sama og áður. Menn
vinna eins núna og fyrir fimm-
tíu árum. Ef menn komust í þessa
frjálsu og óháðu blöðru, sem er talin
algild núna en var ekki þá, er það
raunverulega sama blaðamennsk-
an sem nú er stunduð og var þá.
En umhverfið hefur breyst. Blöð
voru mjög illa prentuð á gömlum og
lélegum prentvélum. Nú eru notuð
hámóðins tæki. Tölvan og netið hafa
haft mikil áhrif á starf blaðamanna.
Það er allt svo þægilegt núna sem
var erfitt í þá daga.“
Losaði um flokkstengslin
Hvernig metur þú þitt framlag til
íslenskrar fjölmiðlunar?
„Ég var þrjóskur í þessu allan
tímann. Ég kom úr Menntaskól-
anum í Reykjavík, sem var dálít-
ið fúll og íhaldssamur; bæði skól-
inn sem stofnun og krakkarnir
líka. Þetta var uppskrúfuð stofnun
fyrir upprennandi lögfræðinga og
presta. Síðan fer ég til Vestur-Berl-
ínar og það var eins og að ganga
á vegg; ég fullorðnaðist á nokkr-
um vikum. Ég kynntist fjölmiðl-
um þar, sem voru kannski ekkert
sérstaklega skemmtilegir en voru
að minnsta kosti frjálsir og óháðir.
Ég hef aldrei bakkað út úr því held-
ur reynt að víkka út þessa blöðru
sem ég lýsti. Á Vísi var til dæmis
laustengt samband við Sjálfstæð-
isflokkinn. Ég eyddi því smám
saman á löngum tíma. Ég varð að
gera það í sátt við menn, sem tókst
þó ekki því ég var rekinn fyrir rest.
Þegar Dagblaðið var stofnað var
enginn kommissar lengur, enginn
flokkur og ekkert vesen; ekki einu
sinni útrásarvíkingur. Þeir sem
áttu blaðið voru bara fátæklingar.
DV var líka laust við flokkstengsl
framan af.
Nú hafa blöðin færst í þá átt að
vera partur af einhverjum stórum
auðugum pakka; þetta eru sam-
steypur, Group-fyrirtæki, sem eiga
fjölmiðla með öðru. Fjölmiðillinn
er ekki lengur meginmálið í eign-
arhaldinu. Þá er alltaf spurningin:
hvaða hagsmunir eru í kringum
þetta? Það getur verið smjörlíki og
það getur verið kók, fragtflutning-
ar eða hvað sem er. Ég sé að vísu
ekki á fjölmiðlunum að þeir séu
mjög háðir þessu en það er alltaf
einhver sálræn sjálfsritskoðun í
gangi, einhver sjálfsefi ef maður er
partur af einhverri stórri heild.
Ég var eiginlega búinn áður en
Group-fyrirtækin komu. Þegar
velgengni DV var sem mest átti ég
stóran hlut í því. Sveinn Eyjólfsson
átti meirihluta. En hann var engin
Group, bara einstaklingur.“
Fjölmiðlar ekki nógu krítískir
Líturðu á þig sem brautryðjanda?
„Ég held ég hafi meira eða minna
siglt inn í eitthvert ástand og verið
heppinn að koma inn í þetta fyrir
fimmtíu árum. Þessi sigling hefði
sjálfsagt orðið þótt mín hefði ekki
notið við. Ég er ekki að segja að
ég hafi verið neinn prímusmótor í
því, en ég barði á veggina sem voru
fyrir.“
Þú lýsir sjálfum þér í bókinni
sem „tortryggnum“ og „miskunnar-
lausum“.
„Ég lít samfélagið tortryggnum
og miskunnarlausum augum. Ég
vildi að blaðamenn áttuðu sig á að
því, að það er alltaf verið að ljúga að
þeim. Þeir yrðu að komast í það hug-
arfar að passa sig og halda í sjálf-
stæði sitt. Ekki beygja sig fyrir við-
urkenndum sjónarmiðum um hvað
sé sómasamlegt, hvað megi gera og
hvað ekki. Við fórum oft út fyrir þau
mörk sem margir aðrir í samfélag-
inu töldu vera sómasamleg, sérstak-
lega seinni árin. Þegar ég var rit-
stjóri með Mikka [Mikael Torfasyni
á DV] vorum við komnir í hálfgerð-
an uppreisnargír. Við vorum ákveð-
inn vettvangur í þjóðfélaginu sem
var í stöðugum átökum við þá sem
þóttust endurspegla samfélagið.
Það er svo margt sem er öðruvísi
en það lítur út fyrir að vera á sléttu
yfirborðinu. Ég held að vandamál
íslenskra fjölmiðla sé frekar að það
er ekki horft nógu krítískum augum
á atburði og persónur; ekki hitt að
menn séu svo neikvæðir út í allt og
alla.“
Fjölmiðlarnir brugðust
Fjölmiðlar njóta almennt lítils
trausts, hvað geta þeir gert til að
bregðast við því? Skiptir eignar-
Hef enga eftirsjá úr starfinu
Frjáls og óháður heitir starfssaga Jónasar Kristjánssonar ritstjóra sem kom út á dögunum. Í samtali við Bergstein Sigurðsson
lítur Jónas yfir farinn veg og horfir fram á við. Hann segir íslenska fjölmiðla hafa brugðist í aðdraganda hrunsins en hafa tekið á
sig rögg eftir það. Fjölmiðlar standi aftur á móti frammi fyrir miklum óvissutímum og ólíklegt sé að allir lifi af.
VIÐ GRÓTTUVITA „Þessi sigling hefði sjálfsagt orðið þótt mín hefði ekki notið við. Ég er ekki að segja að ég hafi verið neinn prímusmótor í því, en ég barði á veggina sem voru fyrir.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ég vildi að blaðamenn áttuðu sig á að því, að það er alltaf
verið að ljúga að þeim. Þeir yrðu að komast í það hugarfar
að passa sig og halda í sjálfstæði sitt. Ekki beygja sig fyrir
viðurkenndum sjónarmiðum um hvað sé sómasamlegt,
hvað megi gera og hvað ekki.