Fréttablaðið - 14.11.2009, Síða 32
32 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR
Ofurfæðutegundir innihalda meiri næringu
en aðrar fæðutegundir. Margar þeirra er hægt
að nálgast í heilsubúðum hér á landi en þó
ekki allar. Virkni sumra þeirra er svo mikil að
þær hafa verið flokkaðar með náttúrulyfjum í
innflutningi til landsins.
Úlfaber
Fáar berjategundir innihalda eins mikið magn
næringarefna og úlfaber, eða goji-ber. Berin
hafa verið ræktuð í Asíu í fimm þúsund ár,
enda innihalda þau flest nauðsynleg næringar-
efni; mikið magn andoxunarefna, C-vítamína,
karótíns, B- og E-vítamína. Berin gefa mikla
orku og draga úr þreytueinkennum. Fleiri góða
eiginleika hafa berin; þau auka meðal annars
kyngetuna, bæta sjónina og styrkja ónæmis-
kerfið.
Kakóbaunin
Margar konur og sumir karlar hafa fyrir
löngu komist að þeirri niðurstöðu að
eitthvað í súkkulaði geri manni gott.
Þetta „eitthvað“ mun vera kakóbaunin,
sem sögð er best geymda leyndarmál
matarsögunnar, hvorki meira né minna. Hún
styrkir kransæðakerfið og þar með hjartað. Hún
er sögð vera besta leið náttúrunnar til þyngdar-
taps og aukinnar orku. Kakóbaunin er full af
andoxunarefnum, magnesíum, járni, krómi,
sinki, C-vítamínum og Omega 6-fitusýrum.
Maca-rótin
Maca-rótin hefur verið ræktuð í hæstu hæðum
Andesfjalla í meira en 2.000 ár. Þar hefur hún
verið notuð sem náttúrulegt lyf gegn ófrjósemi.
Duft úr maca-rótinni er fullt af vítamínum,
stein- og snefilefnum, ensímum og amínósýr-
um. Til viðbótar við ófrjósemi hefur það meðal
annars verið notað við minnisleysi, krónískri
þreytu, þunglyndi, vannæringu, tíðaverkjum
og fleiri algengum kvillum. Það er mjög
orkugefandi og eykur einbeitingu og úthald.
Býflugnaafurðir
Býflugnaafurðir eru með
næringarríkari fæðuteg-
undum. Hreint hunang er
fullt af steinefnum, and-
oxunarefnum og ensím-
um. Rannsóknir á blóma-
frjókornum (bee pollen)
sýna að þau innihalda svo
hátt magn andoxunarefna
að þau eru sögð stuðla
að langlífi. Þá muni hunangið einnig búa
yfir eiginleikum sem auka frjósemi. Það auki
jafnframt kraft, úthald og orku.
Spírúlína
Spírúlína er ákveðin tegund af blágrænum
ferskvatnsþörungum sem innihalda fjöldann
allan af næringarefnum og steinefnum, meira
en nokkur önnur þekkt planta, korn eða jurt.
Hún er rík af blaðgrænu, sem eykur hæfni
blóðrauðans til að flytja meira súrefni. Hún
hjálpar til við að efla ónæmiskerfið, lækka
kólesteról og taka upp steinefni.
Blágrænir þörungar
Blágrænir þörungar sem safnað er í ferskvatni
eru með samþjappaðri næringarefnum en völ
er á og þeir eru að auki mjög auðmeltir. Í þeim
eru mikilvægar amínósýrur, blaðgræna, beta
karotín og B-12 vítamín. Þeir eru sagðir virka
vel á fjölda kvilla, þar á meðal húðvandamál,
offitu, þunglyndi og hæga meltingu.
Plöntusvif
Plöntusvif eru smásæjar plöntur, eða lífverur
sem líkjast plöntum, og fljóta í sjónum. Þær
mynda undirstöðu fæðukeðjunnar. Rannsóknir
benda til þess að plöntu-
svif innihalda einmitt þau
næringarefni sem nauðsynleg
eru til að nýskapa og viðhalda
frumum. Þau nýtast mannslík-
amanum 100 prósent. Það er
ótrúlegt í ljósi þess að í holl-
ustu fæðutegundum er jafnan
um helmingur ómeltanlegur
eða nýtileg næring.
Aloe Vera
Aloe Vera-plantan
hefur verið þekkt fyrir
lækningamátt sinn frá
örófi alda. Safinn í plönt-
unni inniheldur A-, C- og
E-vítamín, fjölda steinefna og
andoxunarefna. Þá hefur hún
hefur meðal annars reynst góð við maga-
sári, harðlífi, gyllinæð, kláða í endaþarmi og
ristilbólgum.
Hún stuðlar að bættum efnaskiptum,
eykur orkuframleiðslu líkamans og bætir
meltinguna.
Hampfræ
Hampur er talinn með ríkustu næringarupp-
sprettum jarðarinnar. Hampfræin innihalda
allar nauðsynlegar amínósýrur og fitusýrur sem
líkaminn þarf á að halda. Engin náttúruleg
fæða er próteinríkari en hampur nema þör-
ungar og plöntusvif. Þá inniheldur hampfræið
mikið magn lesitíns, sem meðal annars byggir
upp heilafrumur og styrkir lifrina.
Kókoshnetur
Kókosvatn er fitulaust og hitaeiningasnautt en
inniheldur fjölda efna sem eru góð fyrir bein
og taugar, til dæmis bæði kalk og magnesíum.
Samsetning kókosvatnsins er svo lík samsetn-
ingu blóðs að um aldir hefur það beinlínis
verið notað við blóðgjafir á ýmsum menning-
arsvæðum. Meðal góðra eiginleika kókoshnet-
unnar eru að hún bætir meltinguna og byggir
upp ónæmiskerfið. Þá inniheldur hún kraftmikil
andoxunarefni.
M
á ekki bjóða þér að
smakka þetta súkku-
laði, þú átt eftir að
verða svo hamingju-
söm!“ segir David
Wolfe og brýtur
vænan bita af súkkulaði. Hann er einn
eftirsóttasti fyrirlesari heims og var
staddur hér á landi í síðustu viku, ein-
mitt í þeim erindagjörðum að kenna
Íslendingum að borða ofurfæði. Það
eru fæðutegundir sem innihalda mun
meiri næringu en sú fæða sem flestir
innbyrða frá degi til dags.
David segir satt, súkkulaðið er
flauelsmjúkt og minnir frekar á sviss-
neskt gæðasúkkulaði en heilsufæði.
Ekki er laust við að birti yfir dimm-
um nóvembermorgninum. Súkkulaðið
er hans eigin afurð og inniheldur
kaldpressaða kókosolíu og kakób-
aunina óunna, með aðferð sem hann
segir að hafi áður verið notuð í súkk-
ulaðigerð. „Allt súkkulaði er gert úr
kjarna kakóbaunarinnar. En þegar
þú eldar hana eða ristar eyðileggur
þú omega 6 fitusýrurnar í henni. Við
komumst að þessu fyrir tilviljun því við
komum að iðnaðinum út frá sjónarmiði
hráfæðisins.“
Hráfæði matgæðingsins
David segir þetta einmitt framtíðina í
matvælaiðnaðinum – að nálgast hann
út frá heimi hráfæðisins annars vegar
og matgæðingsins hins vegar. Hann
trúir því að með því að bæta ofurfæði
inn í mataræði sitt geti fólk viðhaldið
heilsunni, hamingjunni og fullkominni
þyngd fyrir lífstíð.
Hann trúir því að fólk eigi að inn-
byrða ofurfæðið, sem eru í reynd
læknandi fæðutegundir, dagsdaglega.
Þó eigi ekki bara að skella þeim í sig,
heldur njóta þeirra líka. „Heilsufæði
er eitt en heilsufæði matgæðingsins
er eitthvað allt annað. Það er lykillinn
að þessu. Megrunarbækur segja okkur
að við eigum að búa yfir viljastyrkn-
um til að borða eitthvað sem er vont á
bragðið. En ef maturinn er ekki góður
þá heldur þú átakið ekki út. Um leið og
þér er farið að finnast maturinn betri
á bragðið en það sem þú varst að borða
áður og finnur hvað það gerir þér gott
þá verður ekki aftur snúið.“
Bættu því við
Menntun Davids er vægast sagt skraut-
leg. Hann er með gráður í stjórnmála-
fræði, umhverfis- og vélaverkfræði,
lögfræði og meistarapróf í næringar-
fræði. Foreldrar hans eru báðir lækn-
ar. Í æsku fór hann daglega í húsvitjan-
ir með föður sínum og lærði sitt hvað
um heim læknavísindanna. Það er því
ekki auðvelt að rökræða við hann, og
sérstaklega ekki um næringarþörf, en
það má samt reyna. Hvað með okkur
sem getum ekki lifað án blóðugs kjöts-
ins, ostsins, smjörsins og allra hinna
mjólkurvaranna. „Í fyrsta lagi verð ég
að svara því þannig að auðvitað þarf
enginn að borða kjöt. Heilu menning-
arsamfélögin eru til í heiminum sem
snerta ekki á því. Meðalkjötætan borð-
ar um fimm sinnum meira kjöt en for-
feður okkar gerðu fyrir 200 árum.
Kjötneysla er helsta ástæða of fitu,
nýrnasjúkdóma og hjartasjúkdóma í
heiminum í dag. Ég segi fólki að borða
það sem það vill, en reyna samt að koma
mataræðinu í eðlilegra jafnvægi.“
Áhrif eftirspurnar
Ekki þarf að skoða listann yfir ofur-
fæðið lengi til að sjá að Íslendingum
gæti reynst erfitt að borða það dags-
daglega. Fæstar tegundirnar vaxa á
Íslandi og það kostar sitt að færa sig
Allir ættu að borða súkkulaði
Bandaríkjamaðurinn David Wolfe er einn helsti sérfræðingur heims á sviði hráfæðis. Hann ferðast nú um heiminn og vekur at-
hygli fólks á svokölluðu ofurfæði – fæðutegundum sem lækna samhliða því að seðja. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir gæddi sér á
meinhollu súkkulaði með Wolfe og samstarfskonu hans og óopinberum hráfæðissérfræðingi Íslands, Sólveigu Eiríksdóttur.
SKÁL Í GRÆNU „Allir verða að innbyrða eitthvað grænt á hverjum einasta degi,“ segir hráfæðisgúrúinn David Wolfe og bætir við: „Og þá er ég
ekki að tala um græna tilbúna orkudrykki.“ Hér er Wolfe með Sólveigu Eiríksdóttur, vinkonu sinni og samstarfskonu hér á landi.
TÍU HELSTU OFURFÆÐUTEGUNDIRNAR
alfarið yfir í heilsufæði. Hvað eigum
við þá til bragðs að taka? „Í fyrsta lagi
ættu allir að bæta því inn í mataræði
sitt sem er hollt og styrkir sjálfbæran
landbúnað. Ekkert hefur meiri áhrif á
umhverfi okkar en landbúnaður. Með
því að borða öðruvísi mat og skapa
eftirspurn eftir öðruvísi mat breytum
við landbúnaði. Í dag eru einfaldar upp-
skerur eins og korn og hrísgrjón lang-
stærstar. Uppskerurnar sem eru bestar
fyrir okkur eru hvorki einfaldar og það
er ekki auðvelt að rækta þær heldur. En
með því að auka eftirspurnina gerum
við þessar vörur almennari og á end-
anum geta allir haft ráð á henni. Verðið
á heilsuvörum hefur lækkað á undan-
förnum árum. En við viljum fá verðið
enn þá neðar og það er á réttri leið.“
Skýrari hugur
Áður fyrr borðaði David allan mat eins
og flestir í kringum hann. Átján ára
hætti hann að borða mjólkurvörur og
fáeinum árum síðar var hann kominn
alveg út í hráfæðið. Hann segir margt
hafa breyst til hins betra með því.
Bæði sé hann í mun betra líkamlegu
formi en áður. Þá sé hugur hans allt-
af skýr og hann finni aldrei til þreytu
eða doða.
Skýringuna segir David felast í því
að fæðið sé einfalt, náttúrulegt og
ósnert og líklega það sem manneskj-
um var upphaflega ætlað að borða.
„Staðreyndin er sú að það er lífsnauð-
synlegt að bæta hráfæði við mataræð-
ið. Rannsóknir á dýrum hafa sýnt að
þegar þau fá ekki hráfæði deyja þau
út á innan við þremur kynslóðum. Við
mannfólkið erum bara komin svo langt
út af sporinu að maður eins og ég get
haft lifibrauð af því að fara um heim-
inn og segja fólki að það verði að borða
hráfæði. Ég ætti ekki að þurfa að segja
nokkrum manni það.“
Meðalkjöt-
ætan borðar
um fimm
sinnum
meira kjöt
en forfeður
okkar gerðu
fyrir 200
árum.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N