Fréttablaðið - 14.11.2009, Side 34

Fréttablaðið - 14.11.2009, Side 34
34 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR FRAMHALD Á SÍÐU 36 KÝPUR Síðan 1974 hefur Kýpur verið tvískipt eyja. Öðru megin búa Grikkir, hinu megin Tyrkir. Gríski hlutinn hefur nú gengið í Evrópusambandið og sameiningarviðræður við tyrkneska hlutann hafa síðan þokast örlítið áfram. NORDICPHOTOS/AFP Þ ótt Berlínarmúrinn sé fallinn er víða að finna áþekk mann- virki, ýmist múra eða víggirð- ingar sem með strangri örygg- isgæslu koma í veg fyrir ferðir fólks milli tveggja svæða. Nýjasta fyrirbærið af þessu tagi og eitt hið umdeildasta er aðskilnaðarmúrinn, sem Ísra- elsmenn hafa reist meðfram landamærum hernumdu svæðanna á Vesturbakkanum þar sem Palestínumenn búa. Sá múr er orðinn 703 kílómetra langur, sums staðar allt að átta metra hár og með- fram honum er víða 60 metra breitt svæði þar sem allar mannaferðir eru bannaðar. Einna umdeildastur er þessi múr vegna þess að hann er reistur Palestínumegin vopna- hléslínunnar frá 1949 og víða eru stórir krók- ar á legu hans inn á hernumdu svæðin til að ná utan um helstu landtökubyggðir Ísraela. Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur komist að þeirri niðurstöðu að múrinn verði að teljast ólöglegur. Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt Ísraela til þess að rífa niður múrinn. Ísraelskir landtökumenn eru margir hverj- ir ósáttir við múrinn, þótt á öðrum forsend- um sé: Þeir hörðustu telja hann nefnilega eyðileggja möguleika Ísraela til þess að sölsa undir sig enn stærra svæði, enda telja þeir Ísraela eiga tilkall til allra þeirra svæða sem Palestínumenn hafa þó getað búið á til þessa. ÍSRAELSMÚRINN Árið 2002 hófust Ísraelar handa við að reisa aðskilnaðarmúr milli Ísraels og Vesturbakkans, sem nú er orðinn 703 kílómetra langur. Að mestu er múrinn reistur handan landamæranna inni á landsvæði Palestínumanna. NORDICPHOTOS/AFP Aðskilnaðarmúrar eru víða um heim Í vikunni fagnaði heimsbyggðin með Þjóðverjum falli Berlínar- múrsins fyrir tuttugu árum. Enn standa þó víða um heim aðskilnaðarmúrar af sama tagi og Berlínarmúrinn. Guðsteinn Bjarnason tók saman myndir og fróðleik um nokkra þá helstu. KÓREA Milli Norður- og Suður-Kóreu stendur enn síðasti kaldastríðsmúrinn, meira en hálfri öld eftir að Kóreustríðinu lauk með aðskilnaði ríkjanna. Ströng gæsla er á landamærunum, en sunnan megin hafa stjórnvöld sums staðar útbúið útsýnisstaði til að kíkja norður yfir. NORDICPHOTOS/AFP
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.