Fréttablaðið - 14.11.2009, Síða 34
34 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR
FRAMHALD Á SÍÐU 36
KÝPUR Síðan 1974 hefur Kýpur verið tvískipt eyja. Öðru megin búa Grikkir, hinu megin Tyrkir. Gríski hlutinn
hefur nú gengið í Evrópusambandið og sameiningarviðræður við tyrkneska hlutann hafa síðan þokast
örlítið áfram. NORDICPHOTOS/AFP
Þ
ótt Berlínarmúrinn sé fallinn
er víða að finna áþekk mann-
virki, ýmist múra eða víggirð-
ingar sem með strangri örygg-
isgæslu koma í veg fyrir ferðir
fólks milli tveggja svæða.
Nýjasta fyrirbærið af þessu tagi og eitt hið
umdeildasta er aðskilnaðarmúrinn, sem Ísra-
elsmenn hafa reist meðfram landamærum
hernumdu svæðanna á Vesturbakkanum þar
sem Palestínumenn búa.
Sá múr er orðinn 703 kílómetra langur,
sums staðar allt að átta metra hár og með-
fram honum er víða 60 metra breitt svæði
þar sem allar mannaferðir eru bannaðar.
Einna umdeildastur er þessi múr vegna
þess að hann er reistur Palestínumegin vopna-
hléslínunnar frá 1949 og víða eru stórir krók-
ar á legu hans inn á hernumdu svæðin til að ná
utan um helstu landtökubyggðir Ísraela.
Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur komist að
þeirri niðurstöðu að múrinn verði að teljast
ólöglegur. Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt
Ísraela til þess að rífa niður múrinn.
Ísraelskir landtökumenn eru margir hverj-
ir ósáttir við múrinn, þótt á öðrum forsend-
um sé: Þeir hörðustu telja hann nefnilega
eyðileggja möguleika Ísraela til þess að
sölsa undir sig enn stærra svæði, enda telja
þeir Ísraela eiga tilkall til allra þeirra svæða
sem Palestínumenn hafa þó getað búið á til
þessa.
ÍSRAELSMÚRINN Árið 2002 hófust Ísraelar handa við að reisa aðskilnaðarmúr milli Ísraels og Vesturbakkans, sem nú er orðinn 703 kílómetra langur. Að mestu er múrinn reistur handan landamæranna inni á landsvæði
Palestínumanna. NORDICPHOTOS/AFP
Aðskilnaðarmúrar
eru víða um heim
Í vikunni fagnaði heimsbyggðin með Þjóðverjum falli Berlínar-
múrsins fyrir tuttugu árum. Enn standa þó víða um heim
aðskilnaðarmúrar af sama tagi og Berlínarmúrinn. Guðsteinn
Bjarnason tók saman myndir og fróðleik um nokkra þá helstu.
KÓREA Milli Norður- og Suður-Kóreu stendur enn síðasti kaldastríðsmúrinn, meira en hálfri öld eftir að
Kóreustríðinu lauk með aðskilnaði ríkjanna. Ströng gæsla er á landamærunum, en sunnan megin hafa
stjórnvöld sums staðar útbúið útsýnisstaði til að kíkja norður yfir. NORDICPHOTOS/AFP