Fréttablaðið - 14.11.2009, Page 42

Fréttablaðið - 14.11.2009, Page 42
42 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR Þ etta er mitt persónulega val,“ segir Einar Falur. „Þegar ég var beðinn um að setja saman yfirlitssýningu yfir íslenska ljósmyndara valdi ég að skoða ljósmyndara sem hafa haft afgerandi áhrif á ljósmyndun hér á landi. Þetta er allt fólk sem hafði og hefur ljós- myndun að ævistarfi og hefur markað djúp spor í ljósmyndasöguna.“ Ljósmyndararnir eru: Sigfús Eymunds- son, Nicoline Waywadt, Magnús Ólafsson, Pétur Brynjólfsson, Sigríður Zoëga, Jón Kaldal, Ólafur Magnússon, Vigfús Sigur- geirsson, Ólafur K. Magnússon, Guðmundur Ingólfsson, Sigurgeir Sigurjónsson, Ragnar Axelsson og Páll Stefánsson. „Ég hef verið að kenna ljósmyndasögu og hef oft gripið til líkingamáls úr íþróttum,“ segir Einar Falur. „Ég vildi velja íslenska ljósmyndalandsliðið og ætlaði því fyrst að hafa þetta ellefu ljósmyndara, eins og í fót- boltaliði. Þegar til kom fjölgaði þeim í þrett- án af því enginn vildi vera á varamanna- bekknum.“ Sýningin spannar ljósmyndir frá 1866 fram á okkar dag. „Þarna eru splunkunýjar myndir teknar eftir hrun sem sýna breytta ásýnd Reykjavíkur. Af þessum þrettán ljós- myndurum eru níu látnir en fjórir starfa enn. Ég valdi að hafa þetta fólk fætt fyrir 1960 til að búa ekki til óþægilegan núning við fólk á mínum aldri.“ Sýningin var fyrst opnuð á Listasafninu á Akureyri. Í tengslum við sýninguna kemur út vegleg bók sem bókaútgáfan Sögur gefur út með ljósmyndunum á sýningunni og texta eftir Einar Fal. Á morgun, sunnudag- inn 15. nóvember, verður Einar Falur með sýningarstjóraspjall um sýninguna. - drg Ljósmyndaralandsliðið Í Hafnarborg í Hafnarfirði stendur nú yfir ljósmyndasýningin Úrvalið. Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari valdi myndirnar á sýninguna og þær eru einnig komnar út á bók. Einar Falur valdi fimm myndir af rúmlega eitt hundrað á sýningunni og deilir með lesendum Fréttablaðsins. MITT PERSÓNULEGA VAL Einar Falur Ingólfsson, sýningarstjóri Úrvalsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Reykjavík séð frá Skólavörðunni, 1877. Þjóðminjasafn Íslands. „Þetta er í senn óvenju- leg, falleg og upplýsandi ljósmynd. Tekin ofan úr Skólavörðunni sem skólapiltar hlóðu á 19. öld, niður þennan beina veg sem nú er Skólavörðustígurinn og er fangelsið þarna efsta húsið, annars bara urð og grjót. Í fjarska sjáum við Örfirisey og höfnina, þar er búið að fylla mikið upp eins og sjá má. Sigfús var brautryðj- andinn í íslenskri ljós- myndun og framúrskar- andi fagmaður. Hann rak góða ljósmyndastofu að Lækjargötu 2, í hús- inu sem brann í fyrra, þar sem allnokkrir arf- takar hans lærðu fagið, en hann var líka frum- kvöðull í töku staða- og landslagsmynda og eftir hann liggja margar ómetanlegar perlur, eins og þessi.“ SIGFÚS EYMUNDSSON (1837-1911)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.