Fréttablaðið - 14.11.2009, Side 50
DUGNAÐARDAGATAL má fá
og hlaða niður af jólavef Vísis. Þar
geta foreldrar hjálpað Sveinka við að
fylgjast með hvernig börnin haga sér.
„Hjá mér eru engin jól nema
rödd Mahaliu Jackson fylli húsið.
Þannig hefur þetta verið síðan ég
man eftir mér. Jólaplatan henn-
ar var sett á fóninn rétt eftir
klukkan sex, spiluð yfir matn-
um og látin rúlla allt kvöldið.
Margir aðrir hafa svipaða sögu
að segja,“ segir Esther Jökuls-
dóttir söngkona, sem heldur
jólatónleika til heiðurs Mahaliu
Jackson ásamt góðum hópi tón-
listarmanna í Laugarneskirkju
hinn 17. desember næstkomandi.
Mahalia Jackson gaf út sígildu
jólaplötuna Silent Night, Holy
Night árið 1950, og syngur Est-
her lög af plötunni ásamt fleiri
gospellögum úr sama ranni.
Þetta er í þriðja sinn sem Est-
her heldur slíka tónleika, en
þeir voru haldnir í Fríkirkjunni
í Hafnarfirði. „Fyrir tónleika
númer tvö stakk Gunnar Gunn-
arsson, sem spilar á Hammond-
orgel á tónleikunum, upp á því að
við færum yfir í Laugarneskirkju
því þar er einn besti Hammond
landsins. Þetta er frekar hrá tón-
list og við gerum dálítið út á að
hafa þetta eins raunverulegt og
hægt er, eins og þetta var í baptis-
takirkjunum í gamla daga,“ segir
Esther. Ásamt henni og Gunnari
leika Aðalheiður Þorsteinsdóttir
á píanó, Helgi Egilsson á kontra-
bassa og Erik Qvick á trommur.
Karlatríó sem skipað er Skarp-
héðni Hjartarsyni, Erni Arnars-
syni og Benedikt Ingólfssyni er
einnig með í för.
Esther stundaði nám við tón-
listarskóla FÍH áður en hún
útskrifaðist úr klassísku söng-
námi í Barcelona árið 2003. Hún
hefur sungið mikinn blús í gegn-
um tíðina. „Mahalia Jackson er
ekki svo langt frá blúsnum. Hún
hefur ótrúlega rödd og gefur allt í
sönginn. Á stundum er eins og hún
sé hreinlega grátandi, því söng-
urinn kemur beint frá hjartanu,“
segir Esther, sem þessa dagana
vinnur að plötu með tónlist eftir
bróður sinn, Hlyn Jökulsson, sem
hún vonast til að komi út snemma
á næsta ári.
Hægt er að panta miða á tón-
leikana í Laugarneskirkju á
vefslóðinni http://mahalia.free-
webpage.org/ kjartan@frettabladid.is
Jólin koma með Mahaliu
Esther Jökulsdóttir söngkona heldur jólatónleika til heiðurs Mahaliu Jackson í Laugarneskirkju í desem-
ber. Hún segir jólin ekki geta hafist hjá sér fyrr en jólaplötu Mahaliu frá 1950 sé skellt á fóninn.
Esther er mikill aðdáandi Mahaliu Jackson og segir hana hafa verið mikla baráttu-
konu fyrir mannréttindum, auk þess að búa yfir ótrúlegri söngrödd.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Bonito ehf. Friendtex,
Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is
LAGERHREINSUN
Aðeins
þessi verð:
1.000.-
2.000.-
3.000.-
4.000.-
5.000.-
Opið í dag laugardag 11-16
Við minnum einnig á Friendtex
bangsarnir til styrktar leitarstöð
Krabbameinsfélagsinns eru
seldir hjá okkur
Ullarjakki, jakkar, peysur, kjólar,
túnikur, buxur, bolir og skór.
Nú er hægt að gera dúndur
góð kaup.
Ath. Þetta eru ekki vörur úr haustlista 2009.
Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til
að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf-
urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa.
SENDUM Í PÓSTKRÖFU.
SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR
Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.
Heilsuvörumarkaður
Sölufulltrúi:
Jóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is
sími 512 5473
Fimmtudaga
Patti Húsgögn
Landsins mesta úrval af sófasettum
íslen
sk fr
amle
iðsla
Boston-lux NICE
man-8356 3+1+1
Roma boston-lux
Tungusófar
Sófasett
Stakir sófar
Hornsófar
íslen
sk fr
amle
iðsla
íslen
sk fr
amle
iðsla
íslen
sk fr
amle
iðsla
Bonn
149.900 k
r
verð áð
ur 399.9
00 kr
P-8185
íslen
sk fr
amle
iðsla
299.900 k
r
íslen
sk fr
amle
iðsla
verð áð
ur 469.0
00 kr
man-87-leður bogasófi
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16