Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2009, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 14.11.2009, Qupperneq 52
 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR4 Jól er gamalt orð. Í færeysku er notað orðið jól, í dönsku, norsku og sænsku jul. Í norsku er jol upprunalegra, en jul er tekið að láni úr dönsku. Orðið juhla, „hátíð“, er fornt töku- orð í finnsku úr nor- rænu og sýnir háan aldur orðsins. www.visindavef- ur.is „Þetta er ljúf fjölskyldustund þar sem fjölskyldunni gefst færi á að kynna sér perlurnar svona í aðdraganda jólanna,“ segir Sigþrúður Gunnarsdóttir, útgáfustjóri barna- og unglingabóka Forlagsins, sem stendur fyrir barnabókahátíð á Kjarvalsstöðum á morgun. Þar verður boðið upp á fjölbreytta fjölskyldudagskrá fyrir þá sem vilja kynna sér nýjustu barna- og unglingabækur frá forlaginu. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi kynning er haldin, til að vekja athygli á starfi höfunda sem skrifa fyrir yngri lesendur. Að sögn Sigþrúðar verða þrjátíu bækur kynntar á hátíðinni auk þess sem höfundar nokkurra, þar á meðal Sigrún Eldjárn, Áslaug Jónsdóttir og Gerður Kristný Guðjónsdóttir, lesa upp úr verkum sínum. Hátíðin hefst á Kjarvalsstöðum klukkan 13 og stendur yfir til klukkan 16. - rve Fjölbreytt dagskrá fyrir fjölskylduna BARNABÓKAHÁTÍÐ FORLAGSINS VERÐUR HALDIN Á KJARVALSSTÖÐUM Á MORGUN. Vinkonurnar Sólveig Hildur Björns- dóttir og Þórunn Rakel Gylfadóttir halda jólamarkað að danskri fyrir- mynd á heimili Sólveigar að Berg- staðastræti 65 um helgina. Þær hafa skreytt íbúðina með vörum sem þær bjóða til sölu og bjóða fólki að koma og tína niður það sem því finnst áhugavert. Sólveig og Þórunn hanna og fram- leiða að eigin sögn ýmiss konar flipp- að handverk, sem oftar en ekki er úr notuðum efnivið. Má þar nefna gaml- ar gardínur, dúka, leður, leikföng og annað sem þeim hefur áskotnast. „Það má segja að við leggjum upp úr því að gera nýtt úr gömlu en í því fel- ast bæði hagkvæmnis- og umhverf- issjónarmið,“ segir Sólveig. „Við ákváðum í ljósi kreppunnar að stíga taktinn með þjóðfélaginu og nýta gamalt,“ bætir Þórunn við. Vinkonurnar tóku þátt í hand- verkshátíðinni á Hrafnagili í Eyja- firði í sumar og ákváðu í kjölfarið að halda jólamarkað. Þær hafa setið við síðan en hvorug er með beina handverksmenntun. Sólveig er verk- efnastjóri hjá Rauða krossinum en Þórunn sjúkraþjálfari. „Við höfum báðar áhuga á hönnun og arkitektúr en fórum út í að læra eitthvað trygg- ara. Þetta blundar hins vegar alltaf í okkur og að undanförnu höfum við leyft sköpunargáfunni að blómstra,“ segir Þórunn og bendir á að sambýl- ismaður Sólveigar sé eigandi Hand- verkshússins í Bolholti, sem gefi þeim einnig innblástur. Þórunn bjó í Danmörku um fimm ára skeið en þar er mikið um flóa- og jólamarkaði. „Þeir eru gjarn- an haldnir í heimahúsum og bjóða margir nágrönnum, kunningjum og vinum. Við ákváðum að ganga skrefinu lengra og opna húsið fyrir almenningi.“ Sólveig býr í bjartri íbúð og ákváðu hún og Þórunn að hengja munina upp þannig að fólk gæti séð í huga sér hvern- ig þeir gætu nýst. „Við höfum til dæmis gert töskur úr gömlum gardínuefnum, lúff- ur úr íslensku lambaskinni, jólaskraut úr gömlum leik- föngum, skartgripi og hár- spennur,“ segir Sólveig og bætir því við að þar sem stofnkostnaðurinn sé lítill hafi þær getað stillt verð- inu í hóf. „Við sjáum svo hvert þetta leiðir okkur en vonum að markaður- inn geti veitt öðrum í sömu hugleiðingum innblástur, “ segir Þórunn. Þær Þórunn og Sól- veig hafa haft gaman af ferlinu en hvernig skyldu þær hafa kynnst? „Ég þjálfaði Sólveigu í frjálsum á sínum tíma en svo erum við líka að ala upp sama unglinginn,“ upplýsir Þór- unn, sem er fyrrverandi sambýliskona sambýlis- manns Sólveigar. „Fólki finnst þetta svolítið sér- stakt en í okkar tilfelli var ekki undan þessu komist. Við erum svo miklar orkubombur saman og er markaðurinn, sem einkennist af léttri klikkun og spuna, afsprengi af þeirri orku sem verður til á milli okkar.“ Markaðurinn verður opinn milli 13 og 18 laugardag og sunnudag og er íbúð Sólvegar á annarri hæð. vera@frettabladid.is Markaður að dönskum sið Sólveig Hildur Björnsdóttir og Þórunn Rakel Gylfadóttir stíga taktinn með þjóðfélaginu og halda jóla- markað á heimili Sólveigar um helgina. Þar verður boðið upp á flippað handverk úr notuðum efnivið. Sólveig og Þórunn hafa þekkst lengi en svo vill til að þær eru að ala upp sama ungl- inginn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þórunn kynntist mörkuðum í heimahúsum þegar hún bjó í Danmörku. Hér má sjá stelpupils úr gömlum gardínum. Þessi taska er úr gömlum efnisbútum og öðru sem Sólveigu og Þórunni hefur áskotnast. Aðventuferð í Bása 27.-29. nóv. Aðventuferð jeppadeildar 5.-6. des. Áramótaferð Útivistar 30. des.-2. jan. Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Miðvikudaga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.