Fréttablaðið - 14.11.2009, Side 65

Fréttablaðið - 14.11.2009, Side 65
7 MENNING Styrktartónleikar Caritas með Kristjáni Jóhannssyni tenór og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sópran verða á morgun í Kristskirkju í Landakoti og hefjast kl. 16. Er það í sextánda sinn sem tónleikar fyrir styrktarsjóðinn Caritas eru haldnir. Þeir hafa hljómað hafa reglulega í Kristskirkju við Landakot frá árinu 1994. Í ár mun allur ágóði tónleikanna renna til Mæðrastyrksnefndar. Margir af helstu listamönnum þjóðarinnar leggja þessu þarfa málefni lið. Efnisskrá tónleikanna er glæsileg og fluttar verða skærustu perlur tónbókmenntanna ásamt einsöngvurum, strengjasveit og kórum. Caritas-tónleikarnir marka upphaf aðventunnar fyrir marga og fjölmargir gestir koma ár eftir ár á þessa eftirsóttu tónleika, njóta fagurra lista og leggja góðu málefni lið. Kristján Jóhannsson og Diddú færa okkur aðventuna ásamt Rúnari Guð- mundssyni, tenór, fiðlungunum Guðnýju Guð- mundsdóttur, Ara Þór Vilhjálmssyni og Helgu Þórarinsdóttur, Gunnari Kvaran, selló, Hávarði Tryggvasyni, kontrabassa, Einari Jóhannessyni, klarinetta, Eiríki Erni Pálssyni, trompet, Hilmari Erni Agnarssyni, orgel, Vox Feminae og stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Miðasala er á midi.is og við innganginn. Styrktartónleikar Caritas á morgun Kristján Jóhannsson er tekinn að syngja mikið hér eftir heimkomu í haust. Sigrún Hjálmtýsdóttir verður helsta kvenröddin í Landakotskirkju á morgun. Gerður Gunnarsdóttur fiðluleik- ari og Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanóleikari halda tónleika í Salnum á morgun í Tíbrárröð- inni. Á efnisskrá eru sónötur eftir Mozart, Beethoven og Brahms. Gerður stundaði tónlistarnám við Tónskóla Sigursveins og fram- haldsnám í Köln og Amsterdam. Hún lauk „Konzertexamen“ frá Tónlistarháskólanum í Köln árið 1991 og hefur frá 1992 starfað sem 3. konsertmeistari í Sinfóníu- og óperuhljómsveit Kölnarborgar. Anna brautskráðist frá Tónlistar skólanum og stundaði nám við Guildhall í London. Sam- starf hennar og Sigrúnar Hjálm- týsdóttur hefur staðið síðan á námsárunum í London. Hún var tilnefnd til Íslensku tónlistar- verðlaunanna 2004 sem flytjandi ársins og fékk þau 2009 fyrir flutning á „Tuttugu tillit til Jesú- barnsins“ eftir Olivier Messiaen í fyrra en hljóðritun þess kom út í vor. Gerður og Anna spila Gerður og Anna Guðný. Anna Jónsdóttir sópran og Sophie Schoonjans hörpuleikari. Á morgun verða tónleikar í Laugarneskirkju þar sem Anna Jónsdóttir sópran, Sophie Schoonjas hörpuleikari og selló- leikarinn Örnólfur Kristjánsson flytja tónlist eftir þennan sautj- ándu aldar meistara. Henry Purcell fæddist 1659 og lést 1695. Á fáum árum afkastaði hann óhemju magni tónverka, sönglaga og kórverka, auk óperu og leikhústónlistar. Þremenningarnair hafa sett saman dagskrá af sönglögum hans til minningar um þennan afkastamikla en skammlífa snilling. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og er aðgangur ókeypis en frjáls framlög þegin. Henry Purcell í 350 ár H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.