Fréttablaðið - 14.11.2009, Page 70
menning
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ]
nóvember 2009
AÐ TJALDABAKI
Það horfir í mikinn slag um
tíma boðsgestanna í íslensku
menningarlífi á annan í
jólum: þá verður frumsýning
á Oliver í Þjóðleikhúsinu og
tvær nýjar íslenskar kvikmynd-
ir verða frumsýndar: Mamma
Gógó og Bjarnfreðar-
son. Verður úr vöndu
að ráða fyrir þá
sem sitja á öllum
boðslistum og
lítið um
jólahald
þann
daginn.
Þeir sem sáu Þóru Einars-
dóttur glansa í sýningu Óper-
unnar á sunnudaginn var voru
á einu máli um frábæran leik
hennar og söng. Því miður
kemur hún aðeins fram á
einni sýningu og ekki er ljóst
hvort rekstur Óperunnar þolir
fleiri sýningar en auglýstar
hafa verið. Þeir sem vilja
njóta söngs Þóru geta farið á
óratoríu Áskels Mássonar við
texta Thors Vilhjálmssonar
sem flutt verður um næstu
helgi en þar syngur Þóra
aðalhlutverk. Hingað til
lands mun væntan-
leg Hilary Finch,
virtur breskur
gagnrýnandi, til
að heyra frum-
flutning verks
Áskels.
Þór Tulinius leikari er nýkom-
inn frá Svíþjóð þar sem hann
leikstýrði einleik sínum Mann-
tafli eftir sögu Stefans Zweig.
Kominn heim æfði hann upp
dagskrá sína sem frumsýnd
var í vor um hrunið og hún
verður á dagskrá í Iðnó næstu
vikur.
Garðar Thór Cortes og Dís-
ella Lárusdóttir verða með
tónleika í Langholts-
kirkju á mánudags-
kvöld og eru á
dagskrá bæði
veraldleg og
geistleg söng-
lög, klassík
og
nýmeti.
08:00 – 18:00
Vatnaveröld, Sunnubraut 31 – Dótadagur í lauginni
Kl. 10:00 og kl. 12:00 Sjóræningjaleikur. Við hvetjum
yngri kynslóðina til að koma í Vatnaveröld og taka þátt
í sjóræningjaleik í innilauginni.
10:00 – 16:00
Bókasafnið, Hafnargötu 57 – Laugardagar eru fjölskyldu-
dagar á bókasafninu. Kl. 11:00 Sögustund. Í tilefni af
norrænni bókasafnaviku verður Einar Áskell kynntur
og lesin ein saga um piltinn.
14:00 – 16:00
Svartholið í 88 Húsinu, Hafnargötu 88. Hjólabretta-
og línuskautamót.
15:00 – 17:00
Fjörheimar Barnaball fyrir börn á leikskólaaldri
Ásbrú, Keilisbraut 749.
08:00 - 18:00
Vatnaveröld - fjölskyldusundlaug er opin allan daginn.
11:00 – 18:00
Víkingaheimar Víkingabraut 1. Alvöru víkingar taka
á móti börnunum og segja frá. Kl. 12:00 og 16:00 Víkingar
segja sögur um borð í Íslendingi. Kl. 13:00 – 16:00 Smíð-
aðu þitt eigið víkingasverð og klæddu þig upp að víkinga-
sið. Tilboð - tveir fyrir einn. Frítt inn fyrir börn.
12:00 – 15:00
Innileikjagarðurinn verður opinn alla helgina.
Tilvalið fyrir yngstu börnin. Tómstundatorg á Ásbrú,
Keilisbraut 778.
13:00 – 17:00
Skessuhellir við smábátahöfnina í Gróf. Hellirinn er
opinn og Skessan er heima. Kl. 13:00 og 15:00 Vinkona
skessunnar segir tröllasögur og gefur heitt kakó.
13:00 – 17:00
Duushús Duusgötu 2 - 8. Bátasalur: Ratleikur í Bátasafni
Gríms Karlssonar. Dregið úr réttum lausnum. Listasalur:
Pappírsbrot: Lærðu að búa til bát, gogg eða fleira úr papp-
ír. Bíósalur: Hvernig léku afi og amma sér? Leiksmiðja
þar sem sjá má gömul og ný leikföng í gömlum stíl.
11:00
Keflavíkurkirkja – Poppað í kirkjunni.
13:00 – 15:00
Íþróttamiðstöð Akurskóla, Tjarnabraut 5,
Gömlu leikirnir rifjaðir upp.
13:00 – 15:00
Innipútt og golf, Hafnargata 2. Kylfur á staðnum.
14:00
Hjálpræðisherinn á Ásbrú: Einstök hátíð fyrir einstök
börn! Ásbrú, Flugvallarbraut 730, Einar einstaki: Töfra-
sýning með hinum landsþekkta töfrastrák. Samsöngur
með Gospelkrökkum og margar aðrar skemmtilegar upp-
ákomur.
15:00 17:00
Tómstundatorgið á Ásbrú, Keilisbraut 778
Brenniboltamót í skautahöllinni.
Póstkassi skessunnar er opinn fyrir myndir og bréf frá
börnum. Verðlaun verða veitt fyrir skemmtilegasta bréfið
og teikninguna sem birt verða í Víkurfréttum.
Má Skessan geyma snuðið þitt? Skessuna langar að gera
fínt í hellinum sínum og finnst tilvalið að skreyta hann
með litríkum og skemmtilegum snuðum.
Taktu þátt í happdrætti – prentaðu út boðskort skess-
unnar á skessudaga út af nýjum vef hennar: skessan.is,
skilaðu inn í hellinn eða Víkingaheima með nafni þínu og
þú getur tekið þátt í happdrætti.
Sjá nánari dagskrá á skessan.is
Æskilegt er að börn séu í fylgd með fullorðnum.
Skemmtum okkur saman!
Mig langar að bjóða ykkur öllum til hátíðar í
bænum mínum Reykjanesbæ þar sem ég hef nú
komið mér vel fyrir í helli við smábátahöfnina.
Ég hlakka til að sjá ykkur og vona að við get-
um átt notalega stund saman.
Verið velkomin í hellinn minn og ekki vera
hrædd - ég geri engum mein.
Ég hlakka til að sjá ykkur
Skessan í hellinum
fjölskyldan saman