Fréttablaðið - 14.11.2009, Síða 82
BAKÞANKAR
Atli Fannar
Bjarkason
54 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Í vikunni las ég sorglega frétt um að ein-hleypir karlmenn séu í miklum meirihluta
á Íslandi. Um 46 prósent íslenskra karl-
manna eru á lausu, en aðeins um 35 prósent
af kvenþjóðinni. Íslenskir karlmenn eru
nokkrum þúsundum fleiri en konurnar, sem
þýðir að gríðarlegur fjöldi einhleypra karla
ráfar eymdarlega um göturnar á degi hverj-
um. En hvernig stendur á þessu?
KANNSKI eru íslenskar konur búnar að
fá nóg. Kannski leita þær í auknum mæli
út fyrir landsteinana í von um ást og
umhyggju. Hvað útskýrir það? Jú, kannski
er íslenski karlmaðurinn loksins að súpa
seyðið af áralangri og vel heppnaðri mark-
aðssetningu um að íslenskar konur séu
fallegustu konur heims.
EKKI ætla ég að rengja það – íslenskar
konur eru upp til hópa megaskutlur. En
markaðssetningin er búin að búa til
afgangsstærð úr íslenskum karlmönn-
um. Þegar erlendir fjölmiðlar birta
lærðar greinar um fegurð íslensku
konunnar er hvergi minnst á
atgervi íslenska karlmannsins
– hvað þá útlit. Við erum ekkert í
augum heimsins.
NÚ VIRÐIST markaðssetningin
vera byrjuð að skila tölfræðilegum
árangri. Útlendingar eru ekki þeir einu
sem telja að íslenska konan sé sú glæsileg-
asta – heldur trúa þær því sjálfar. Íslenska
konan er orðin svo góð með sig að hún sækir
ást til útlanda. Líklegast þykir mér að suð-
rænir sjarmörar með nöfn eins og Juan og
Fernando séu að stela kvenfólkinu okkar,
enda erfitt að keppa við menn sem eru súkk-
ulaðibrúnir frá náttúrunnar hendi og leggja
sig ekki í lífshættu til að bæta næpuhvítan
húðlitinn.
HVAÐ ER TIL RÁÐA? Við þurfum að fá
stelpurnar til að trúa að við séum betri en
ofurmennin úr suðri. Við þurfum að hefja
öfluga markaðssetningu sem byggir á nýjum
gildum. Ekki getum við sagst vera sterkast-
ir – það er ekkert töff lengur. Við getum ekki
heldur sagst vera ríkastir – af augljósum
ástæðum. Við þurfum eitthvað annað: Við
þurfum að verða fyndnustu karlmenn heims.
FLESTAR KONUR eru sammála því að karl-
maður sem kemur þeim til að hlæja er lík-
legri en aðrir til að fá að liggja með þeim í
suður-evrópskum faðmlögum. Þess vegna
þurfum við að koma öllum erlendum konum
sem við hittum til að hlæja. Með samstilltu
átaki munu konur um allan heim spyrja hver
aðra: „Did you know that Icelandic men are
the funniest men in the world?“ Þetta skapar
afbrýðisemi hjá íslensku konunni, sigurinn
verður okkar og skökku hlutföllin leiðrétt-
ast.
Vandamál íslenskra karla
Þetta árið skipuleggja
heldri dömurnar Jóla-
keppni ellilífeyrisþega!
Nei hvur and-
skotinn! Engin
stórbreyting þetta
árið sumsé?
Nei þetta var svo flott,
þú manst það vel!
Hver
getur
gleymt
því?
Sigurvegarinn í ár fer heim
með hinn heilaga gral
ellilífeyrisþeganna:
„Gyllta
krummafótinn“!
Ojoj!
Ætlarðu
að
keppa?
Nja, ég var
ekki farin að
hugsa út í
það!
Við verðum
að búa
til pláss í
hillunni!
Kringlan
Bílastæði
Ég er með
lausa tönn!
Ég líka! Mín er
lausari. Ekki lengi.
Ég náði
minni úr.
Ég líka. Ég held að það sé að
fara að líða yfir mig.
Ha! Ég er
þegar dott-
inn út!
Palli, þú mátt vita að
þú getur beðið okkur
um hvað sem er.
Hvað sem
er? Já.
Hugsa sér,
hvað sem er.
Vá.
Viljið þið láta
mig í friði hér
eftir?
Allt
annað en
það.
Eins gott að það er komin
kreppa og jólaörtröðin er minni
en í fyrra!
FULLT AF AUKA VINNINGUM:
EYEPET LEIKIR · DJ HERO LEIKIR
TÖLVULEIKIR · PEPSI · DVD MYNDIR OG FLEIRA
AðALVINNINGUR
VILTU VINNA
EINTAK?
+
SENDU SMS SKEYTIÐ EST PEV
Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
Skemmtilegasti og frumlegasti
tölvuleikur ársins!
Taktu völdin í tónlistinni í
einhverjum harðasta tónlistarleik ársins!
KOMNIRÍ ELKO
Vinningar afhentir í ELKO Lindum. 199 kr/skeytið.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. Leik lýkur 27.11.09