Fréttablaðið - 14.11.2009, Qupperneq 84
56 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR
menning@frettabladid.is
Eftir helgina kemur út plat-
an Ern er vor sál, sem hefur
að geyma söng- og danslög
eftir Ernst Fridolf Back-
man. Barnabarn Ernsts,
söngvarinn Þorbjörn
Björnsson, gekkst fyrir
því á haustdögum að búa
þessi lög til útgáfu og fékk
hann vini sína og félaga úr
tónlistarlífi Berlínarborgar
til aðstoðar.
Ernst, sem er við það að komast á
tíræðisaldur, er mörgum kunnur
sem íþrótta- og félagsmálafröm-
uður en færri vita að hann er auk
þess lipurt tónskáld. „Í mínum
augum er afi minn, Ernst Back-
man, tónlistarmaður með hjart-
að á réttum stað,“ segir Þorbjörn
sem hóaði í vini sína í Berlín til
plötugerðarinnar. Um útsetningar
sá þýski píanistinn Jan Czajkow-
ski. Síðustu ár hefur hann starfað
sem píanóleikari, tónlistarstjóri
og útsetjari í mörgum af stærstu
og virtustu leikhúsum Evrópu.
Á plötunni eru 27 melódísk og
dansvæn alþýðulög upp á gamla
mátann. Ernst samdi lögin við
texta eftir meðal annarra þá
Ómar Ragnarsson, Gísla á Upp-
sölum og Kristleif Jónsson, hinn
afa Þorbjörns. Tónlistin hefur
verið flutt á hljómleikum bæði í
Berlín og á Seyðisfirði og í báðum
tilfellum var ekki þurr hvarmur
í salnum. Um dreifingu sjá 12
Tónar. - drg
ALÞÝÐULÖG Á
GAMLA MÁTANN
ERN ER VOR SÁL Berlínarkvartettinn frá vinstri: Freyja Gunnlaugsdóttir, Þorbjörn
Björnsson, Laura Rajanen og Jan Czajkowski.
Nú er mikið fram undan hjá
tríói rússneska harmóniku-
leikarans Vadims Fyodorov.
Um helgina heldur tríóið
á Ísafjörð þar sem haldnir
verða tónleikar í Hömrum í
dag kl. 17. Á morgun fá svo
Skagamenn að njóta tóna
harmónikusnillingsins en
tónleikarnir þar fara fram
í sal tónlistarskólans og
hefjast einnig kl 17. Tríóið
er um þessar mundir í
óðaönn að fylgja eftir plötu
sinn Papillons Noirs, Svört
fiðrildi, sem kom út fyrr á
þessu ári. Harmónikusnill-
ingurinn Vadim Fyodorov
leiðir tríó sitt í efnisskrá þar sem sveiflunni eru
gerð skil: frönsk musetta- og swing-tónlist, tangó
frá Argentínu og rússnesk
þjóðlög. Tónlistin er útsett
af meðlimum tríósins og
er harmónikan forgrunni.
Þetta er önnur plata
Vadims, en fyrsta plata
hans með tríóinu sínu.
Vadim hefur frá unga aldri
leikið á harmóniku og
unnið til fjölda verðlauna
í keppnum erlendis m.a.
fyrir wum þjóðlögum.
Ásamt Vadim skipa tríóið
ungir og upprennandi
djassspilarar, þeir Gunnar
Hilmarsson á gítar og Leif-
ur Gunnarsson á kontra-
bassa. Á þriðjudag kynna
þeir tónlist sína í bókasafni Seltjarnarnes og 18.
nóvember spila þeir í bókasafni Mosfellsbæjar.
Svört fiðrildi flögra víða í skammdeginu
> Ekki missa af
Suðrænni/norrænni tónlistar-
sprengju í Norræna húsinu í
kvöld. Tónlistarmenn hvaða-
næva að heimsækja Ísland
á köldum nóvemberdögum
og kynda undir með heitum
tónum sem láta engan ósnort-
inn. Takið dansskóna með!
Meðal þeirra sem koma fram
í kvöld á hátíðinni eru DJ Nad
Jee (NO), Dida (GRL), Another
World (DK), Skrå (Álands-
eyjar). Veitingasala verður í
húsinu og geta gestir gætt sér
á framandi veitingum frá fjar-
lægum löndum fyrir tónleika
og milli atriða.
kl. 14 í Þjóðminjasafninu.
Leikminjasafn Íslands og Lista-
háskóli Íslands efna til málstofu um
íslenska leiklistarfræði í fundarsal
Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu.
Eftirtaldir fræðimenn flytja stutt
erindi: Ólafur J. Engilbertsson leik-
myndahönnuður, Ingibjörg Björns-
dóttir listdanskennari, Magnús Þór
Þorbergsson lektor, Jón Viðar Jóns-
son forstöðumaður, Trausti Ólafsson
leiklistarfræðingur. Björn G. Björns-
son leikmyndahöfundur.
J i m C a r r e y
LAUGARDAG OG SUNNUDAG - TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Í TÍMA!
M/ ísl. Tali (3D)
M/ Ensku. Tali (3D)
M/ ísl. Tali (3D)
M/ Ensku. Tali (3D)
M/ ísl. Tali
M/ Ensku. Tali
7