Fréttablaðið - 14.11.2009, Page 90
62 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR
folk@frettabladid.is
HJÁ NÝJA OFNINUM Kristinn Vagnsson hjá nýja, sérinnflutta tandoori-ofninum
ásamt yfirkokkinum Samuel Kamran Gill. Þeir hyggjast bjóða upp á holla og
ódýra indverska rétti á nýja staðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Opnar Tandoori-
stað í bankaútibúi
„Það er búið að blunda í mér í mörg
ár að gera þetta,“ segir Kristinn
Vagnsson sem opnar í dag veitinga-
staðinn Tandoori ásamt eiginkonu
sinni Guðnýju Sigurðardóttir. Stað-
urinn er í Skeifunni 11, þar sem
SPRON var áður til húsa og verð-
ur hluti af innréttingunum þaðan
nýttur á nýja staðnum.
Kristinn er lærður matreiðslu-
meistari og markaðshagfræðingur.
Þrátt fyrir að veitingastaðurinn sé í
fyrrverandi bankaútibúi er Kristinn
ekki fyrrverandi bankamaður, held-
ur bjó hann í Danmörku í nokkur ár
þar sem hann var yfirkokkur á veit-
ingastaðnum Dronning Louise. Eftir
það hefur starfaði hann sem sölu- og
framkvæmdastjóri hjá innflutnings-
fyrirtækjum. „Þarna sameina ég
matreiðsluna og markaðsmenntunina
í eitt,“ segir Kristinn, sem telur
að þörfin fyrir nýja staðinn sé vel
fyrir hendi. „Það er til staður sem
heitir Saffran en þau þar eru meira
í írönskum og írökskum mat.
Ég er meira með ekta indverskan
mat og þá stemningu sem þar er. Ég
er búinn að ráða þarlenda kokka og
þetta verður mjög kósí stemning.“
Yfirmatreiðslumeistari staðarins
er Samuel Kamran Gill, sem hefur
margra ára reynslu af indverskri og
pakistanskri matargerð.
Hjarta Tandoori er stór og sérinn-
fluttur tandoori-ofn sem er hægt að
hita allt upp í 400°. Verð aðalrétta
er á bilinu 890 til 1.590, sem Krist-
inn telur að sé vel samkeppnishæft
við aðra indverska staði hér á landi.
Bætir hann við að hollustan verði í
fyrirrúmi á veitingastaðnum. - fb
„Þessi plata er frábrugðin mínum
fyrri og öðrum íslenskum rappplöt-
um að mörgu leyti,“ segir Steve Samp-
ling um plötuna Milljón mismunandi
manns, sem hann leggur nú lokahönd
á. „Þetta er fyrsta íslenska rapp-„kons-
eptplatan“ og hún skartar rjómanum
af röppurum íslands.“
Platan verður þriðja plata Steves
Sampling – eða Stefáns Ólafssonar,
eins og hann heitir – en áður gerði
hann eina plötu undir nafninu Mezz-
ías MC. Nýja platan kemur út 4.
desember og verður hún í boði ókeypis
á síðunni coxbutter.com – en þar má fá
hauga af ólgandi íslensku rappi og allt
algjörlega ókeypis.
Platan er útskriftarverkefni Stefáns
úr hljóðtækninámi hjá Stúdíó Sýrlandi.
Hann gerir músíkina en fékk níu rapp-
ara til að sjá um rappið. „Þeir skipta á
milli sín lögunum, sem saman mynda
sögu sem á sér stað á langri nótt í
Reykjavík,“ segir hann. „Hver rapp-
ari túlkar sömu söguhetjuna, bara
í mismunandi andlegu ástandi og á
mismunandi tíma sólarhringsins. Ég
skrifaði grófan söguþráð og deildi
honum á milli listamannanna ásamt
laginu. Menn gerðu þetta hver í sínu
lagi en heildarmyndin gengur fárán-
lega vel upp.“ Meðal þeirra rappara
sem taka þátt eru þungavigtarmenn
á rappsenunni á borð við Didda Fel
& Birki úr Forgotten Lores, Gnúsa
Yones e.þ.s. Magse, oftast kenndan
við Subterranean, G. Maris og Marlon
Pollock.
„Það eru hittarar á plötunni og
maður hendir eflaust einhverju í
útvarpsstöðvarnar. Hipphopp er þó
aldrei spilað í útvarpi á Íslandi svo ég
býst ekki við neinu,“ segir Stefán. - drg
Fyrsta íslenska rapp-„konseptplatan“
SKARTAR RJÓMANUM Steve Sampling gerir
plötuna Milljón mismunandi manns.
FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
Icefitness 2009 fer fram í dag.
Keppnin er haldin í Íþrótta-
húsinu við Sunnubraut og hefst
klukkan 16, en meðal þeirra sem
keppa eru Ásdís Þorgilsdótt-
ir, Eva Lind Ómarsdóttir, Jakob
Már Jónharðsson, Vikar Karl
Sigurjónsson og Íslandsmeistari
síðustu tveggja ára, Sævar Ingi
Borgarsson.
Icefitness er keppni í fitness
þar sem reynir á alhliða form
keppenda; styrk, úthald, snerpu,
tækni og samræmi í vöðvaupp-
byggingu. Í kvennaflokki er
keppt í hraðaþraut, armbeygj-
um, fitnessgreip og samanburði
og í karlaflokki er keppt í hraða-
þraut, upphífum, dýfum og
samanburði.
Keppnin var haldin fyrir
fullu húsi í Reykjanesbæ í fyrra
og vonast skipuleggjendur til
að sem flestir leggi leið sína í
Íþróttahúsið við Sunnubraut í
dag.
Icefitness
2009 í dag
KEPPT Í FITNESS Icefitness fer fram í
Reykjanesbæ í dag, en í keppninni
reynir á alhliða form keppenda.
> AFSÖKUNARBEIÐNI
Fatafellan, sem á að hafa
haldið við eiginmann söng-
konunnar Fergie, hefur nú
beðið hana afsökunar skyldi
hún hafa sært hana. Hún
vill þó ekki meina að hún
hafi gert neitt af sér þar
sem Fergie er enn ham-
ingjusamlega gift. Góð af-
sökunarbeðni það.
Johnny Depp og Nicolas Cage eru
gamlir vinir og hefur Depp látið
þau orð falla að hann eigi Cage
margt að þakka því það var hann
sem kom honum af stað í leiklist-
inni. Depp og Cage kynntust fyrst
í gegnum fyrrverandi eiginkonu
Depps, sem þá var blankur og
atvinnulaus gítarleikari. „Ég hitti
umboðsmann Nicks stuttu eftir
okkar fyrsta fund og hann redd-
aði mér prufu fyrir kvikmyndina
Nightmare On Elm Street. Ég
fékk hlutverkið,“ sagði Depp.
Nú þegar Cage stendur frammi
fyrir gjaldþroti á Depp að hafa
hringt í gamla vin sinn og boðið
fram aðstoð sína. „Johnny hefur
aldrei gleymt þessu greiða. Þegar
hann heyrði af fjárhagserfiðleik-
um Nicks þá vildi hann hjálpa.
Hann hringdi í hann og sagði
honum að hann mundi aðstoða
hann ef hann vildi. En Nick hefur
ekki þegið aðstoð hans
enn,“ var haft eftir
heimildarmanni.
Depp hjálpar
Cage í veseni
VINUR Í RAUN Johnny
Depp er vinur vina
sinna. Hann
hefur boðið
Nicolas
Cage
aðstoð
sína.