Fréttablaðið - 14.11.2009, Page 92
64 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 10 - 18
VERIÐ VELKOMIN OG NJÓTIÐ FRÁBÆRS ÚTSÝNIS OG GÓÐRA VEITINGA Í VEITINGASAL PERLUNNAR
Sími: 561-4114
Frá 30. október til 22. nóvember
Í FULLUM GANGI Í PERLUNNI
G Í F U R L E G T Ú R VA L A F Ö L L U M T E G U N D U M
T Ó N L I S TA R O G D V D M Y N D U M
Tónlist: ★★★
Adopt a Monkey
Caterpillarmen
Spriklandi ferskir og
proggaðir áðí
Caterpillarmen, fjórir Reykvíkingar
sem stofnuðu bandið í ársbyrjun, eru
spriklandi ferskir á þessari fyrstu tæplega
40 mínútna plötu sinni. Að megninu til
sækja þeir í dragsítt progg 8. áratugar-
ins, en að auki minna þeir stundum á
sýrupopp Syds Barret á upphafstímabili
Pink Floyd; Zappa og Beefheart kíkja við
og stundum keyra þeir miskunnarlaust
á riffum eins og rokkaðir Stoner-gaurar.
Þeir blanda þessu öllu í graut og tæta þetta til og frá enda lögin löng og
kaflarnir margir.
Bandið er köggulþétt og spilagleðin auðheyrð. Allir eru færir á hljóðfærin
sín. Það er lítið um útúrspeisuð áhrifahljóð eða effektapedalapot, heldur
keyrt á næsta þurru sándi. Platan hljómar eins og strákarnir hafi mokað
henni út í ærslum. Þeir eru í svo miklu stuði að þeir eru strax byrjaðir á
næstu plötu. Svona gæti þetta eflaust gengið eins lengi og ærslin lifa.
Vissulega vantar þá ærslagrautinn fókus. Lagasmíðarnar eru ekki mjög eftir-
minnilegar og það er lítið um melódískt grip. Kannski hafa strákarnir engan
áhuga á slíku en ég væri
samt meira en lítið spennt-
ur fyrir að heyra poppaðra
efni frá þeim. Þá fyrst gæti
skrattinn hitt ömmu sína.
Dr. Gunni
Niðurstaða: Köggulþétt
tilraunarokk í ærslagrauti
Sögur hafa verið á kreiki í nokk-
urn tíma um að Lindsay greyið
Lohan sé orðin blönk. Fox News
flutti fréttir af því að leikkonan
unga hafi neitað að greiða fyrir
drykki sem hún fékk sér á öldur-
húsi í Los Angeles.
Lohan mætti brosandi á hinn
vinsæla skemmtistað Crown
Bar og drakk þar nægju sína
en þegar þjónustustúlkan vildi
að hún boraði reikninginn neit-
aði leikkonan að borga og sagði
starfsstúlkunni þess í stað að
setja þetta á reikn-
ing Twilight-leik-
arans Kellan
Lutz. „Lindsay
benti á Kellan
Lutz og sagði
þjónustustúlk-
unni að setja
drykkina á
hans reikning.
Hún yfirgaf
staðinn stuttu
seinna,“ sagði
sjónarvottur í
viðtali við Fox.
Borgar ekki
drykkina
BLÖNK Lindsay
Lohan neitaði
að borga fyrir
drykkina sína.
Ray Romano, sem Íslendingar
þekkja úr sjónvarpsþáttunum
Everybody Loves Raymond,
snýr aftur á skjáinn í desem-
ber í þáttunum Men of a Certain
Age. Þar leikur hann fráskil-
inn verslunareigenda og tveggja
barna föður sem reynir að fóta
sig í nýjum aðstæðum. Þættirnir
verða alvarlegri og dramatískari
en Everybody loves Raymond og
nú er eftir að sjá hvort þeir falli í
kramið og hvort þeir verði sýndir
í íslensku sjónvarpi.
Alvarlegri Ray
SNÝR AFTUR Fráskilinn Ray Romano.
Veitingahúsagestir í Reykjavík
fengu óvæntan glaðning á fimmtu-
dagskvöld þegar vaskir sveinar
komu færandi hendi með jólabjór-
inn frá Tuborg. Sveinarnir gáfu
gestum vertshúsanna að smakka
og þáðu þeir mjöðinn með þökkum
eins og sjá má á meðfylgjandi
myndum.
Julebryg frá Tuborg hefur átt
miklum vinsældum að fagna í Dan-
mörku síðasta aldarfjórðunginn og
er í dag söluhæsti jólabjórinn þar í
landi. - ag
Gáfu veitingahúsa-
gestum jólabjór
BLÁKLÆDDIR SVEINAR Veitingahúsagestir í Reykjavík voru spenntir að fá að smakka jólabjórinn frá Tuborg.
MYND / SIGURJÓN RAGNAR SIGURJÓNSSON
SKÁL! Sveinarnir gáfu gestum vertshús-
anna að smakka og þáðu þeir mjöðinn
með þökkum.
MYND / SIGURJÓN RAGNAR SIGURJÓNSSON