Fréttablaðið - 14.11.2009, Qupperneq 97
LAUGARDAGUR 14. nóvember 2009 69
„Það er verið að finna leið til
að ná hugmyndum frá 1.500
manns. Þú labbar ekki út í búð
og kaupir tölvukerfi til að taka
við þeim gögnum og birta þau á
skjá á meðan á fundinum stend-
ur og hafa niðurstöðu í lok fund-
ar,“ segir tölvunarfræðingurinn
Finnur Pálmi Magnússon.
Þjóðfundur hefst í Laugar-
dalshöll í dag. Þar hittast 1.500
manns, fólk valið af handa-
hófi úr þjóðskrá, ásamt ýmsum
embættismönnum.
Finnur er í forsvari fyrir hóp
tölvusnillinga sem hönnuðu
kerfi til að taka við hugmyndun-
um sem koma fram á fundinum
og setja þær fram á skiljanleg-
an hátt. Verkefnið er gríðarlega
umfangsmikið og Finnur játar að
það sé upplýsingastórvirki.
Finnur auglýsti meðal annars
eftir sjálfboðaliðum í verkefn-
ið á vefsíðunni Twitter. Hópur-
inn hittist svo og hannaði kerfið
sem Finnur forritaði. „Við hitt-
umst sex eðalnördar í upphafi og
hönnuðum skjámyndir og annað,“
segir hann. „Það er nýsköpun
í þessu, við vorum meðal ann-
ars að búa til viðmót sem leyfir
hlaupurum í salnum að stimpla
inn upplýsingar sem koma fram
á auðveldan hátt.“
Hlaupararnir sem Finnur talar
um taka við miðum frá þátttak-
endum Þjóðfundarins. 162 borð
verða í salnum og níu manns við
hvert borð.
Þeir fara svo með miðana upp
að tölvum, sem staðsettar verða
í salnum, slá inn númer á mið-
anum og upplýsingarnar sem
hann geymir. Gögnin safnast
svo saman og verður svo varpað
upp á vegg og birtast í rauntíma
á vefsíðunni www.thjodfund-
ur2009.is. Þannig getur þjóðin
fylgst með.
- afb
Upplýsingastórvirki á Þjóðfundi
TÖLVUSNILLINGUR Finnur og félagar
hafa hannað gríðarlega umfangsmikið
tölvukerfi sem vinnur úr upplýsingunum
á Þjóðfundi í Laugardalshöll.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Chuck Berry er af fyrstu kynslóð
rokkara og hefur haft gríðarleg
áhrif á rokksöguna. Hann er
fyrir löngu búinn að stinga alla
samtímamenn af, þeir eru flest-
ir dánir eða sestir í helgan stein.
Chuck, sem orðinn er 83 ára, er
hins vegar enn í fullu fjöri. Hann
spilar mánaðarlega á Blueberry
Hill í St. Louis auk þess að fara
í langa túra. Um þessar mundir
er hann á tónleikaferðalagi um
Bretland og er víðast að verða
uppselt. Chuck er með hljómsveit
með sér. Í því eru tvö barna hans;
Ingrid Berry sem syngur og blæs
í munnhörpu og Charles E. Berry
Jr., sem spilar á gítar. Chuck
tekur enn „andasporið“ (duck
walk) þegar vel liggur á honum.
Chuck Berry
enn á fullu
GOÐSÖGN Chuck gamli Berry er enn í
fullu fjöri eins og myndin sýnir.
Rokkekkjan Courtney Love er oft
í fréttum og þá mest fyrir eitt-
hvað annað en tónlist. Hún var
síðast á ferðinni með sólóplötuna
America‘s Sweetheart árið 2004
og gekk sú plata ekki vel. Um
nokkurt skeið hafa borist fréttir
af nýrri sólóplötu, Nobody‘s
Daughter. Courtney hefur nú
ákveðið að platan komi út undir
hljómsveitarnafninu Hole, þótt
enginn annar úr þeirri hljómsveit
sé viðriðinn nýja efnið. Kannski
ákvað Courtney þetta vegna þess
að síðast gekk henni vel í músík-
inni með síðustu Hole-plötu, Cele-
brity Skin, árið 1998. Nýja platan
á að koma út snemma á næsta ári.
Vill frekar
vera Hola
NÝ PLATA EFTIR ÁRAMÓT Courtney Love
er Hole.
Áhugaverðir fyrirlestrar
og önnur fræðsla fyrir alla
áhugamenn um snjósleða
Eftirtalin fyrirtæki verða á staðnum og kynna vörur sínar:
Sjóvá AMG Aukaraf Garmin Ísland Össur
Spenna í loftinu ...
... á sleðamessu í Sporthúsinu
sunnudaginn 15. nóvember, Dalsmára 9–11, Kópavogi
DAGSKRÁ:
Kl. 10:30 Húsið opnar
Kl. 11:00 Snjóflóðaleit og félagabjörgun
Snjóflóðasérfræðingurinn Árni Jónsson, félagi í Hjálparsveit Skáta
Kópavogi
Kl. 12:00–13:00 Hádegishlé
Myndasýning á skjávarpa
Fyrirlestraröð eftir hádegi:
Ofkæling á fjöllum
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamaðurinn Guðmundur Guðjónsson,
félagi í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík
Fyrirlestur frá Sjóvá Forvarnahúsi
Einar Guðmundsson
Er sleðinn í lagi fyrir ferðina?
Vélsleðakappinn Halldór Jóhannesson
Sprungur og svelgir á jöklum
Þór Kjartansson, Sleðaflokki Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík
Kynningu lokið