Fréttablaðið - 14.11.2009, Síða 102

Fréttablaðið - 14.11.2009, Síða 102
74 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Nú er stundin loks runnin upp fyrir evrópsku þjóðirnar átta sem geta enn unnið sér inn farseð- il á lokakeppni HM í Suður-Afr- íku næsta sumar með því að vinna samanlagt í tveimur umspilsleikj- um. Stórþjóðir í fótboltanum á borð við Frakkland og Portúgal eru þar á meðal en Frakkar mæta Írum í Dyflinni í kvöld og Portúgal fær Bosníu í heimsókn. Írland hefur ekki unnið sér inn þátttökurétt á lokakeppni stór- móts síðan árið 2002 en Frakk- ar aftur á móti tekið þátt í öllum lokakeppnum HM síðan árið 1994 þegar þeir komust ekki á HM í Bandaríkjunum. Írar eru aftur á móti fullir sjálfstrausts fyrir leikina og eru nú leiddir áfram af hinum reynda þjálfara Giovanni Trapattoni. „Við erum með nokkra leikmenn sem eru mjög leiknir með boltann en Frakkar eiga enn fleiri slíka. Þetta snýst hins vegar um meira en bara leikni. Þetta er ekkert leik- hús, þetta er fótbolti,“ útskýrði hinn litríki Trapattoni í gær. Ljóst er að pressan fyrir leikina er á Frökkum og landsliðsþjálf- arinn Raymond Domenech hjá Frakklandi hefur átt undir högg að sækja, ekki bara út af gengi liðs- ins innan vallar heldur einnig utan vallar þar sem honum er gefið að sök að hafa átt í illdeilum við leik- mennina Thierry Henry og Karim Benzema. Cristiano Ronaldo er óleikfær fyrir leikina mikilvægu gegn Bosníu en nú þegar endanlega ligg- ur fyrir að hann verði ekki með geta Portúgalar farið að einbeita sér að undirbúningi fyrir leikina án allrar fjölmiðlaathyglinnar í kringum stórstjörnuna. - óþ Fyrri umspilsleikirnir um laust sæti á lokakeppni HM 2010 fara fram í dag: Frakkar mæta Írum í Dyflinni ALLT UNDIR Stjörnum prýtt lið Frakka á fyrir höndum erfiðan leik gegn Írum á Croke Park-leikvanginum í Dyflinni í kvöld. NORDIC PHOTOS/AFP UMSPILSLEIKIR FYRIR HM Rússland-Slóvenía kl. 16 Grikkland-Úkraína kl. 18 Írland-Frakkland kl. 20 Portúgal-Bosnía kl. 20.30 Seinni leikirnir fara fram á miðvikudag. FÓTBOLTI Erkifjendurnir Egypta- land og Alsír mætast í algjörum úrslitaleik í C-riðli undankeppni HM 2010 í Afríku í Kaíró í Egypt- landi í kvöld. Alsírbúar eru með pálmann í höndunum og mega í sjálfu sér við því að tapa leiknum með einu marki þar sem þeir hafa þriggja stiga forskot á Egypta auk þess að vera með hagstæðari markatölu. Andrúmsloftið fyrir leikinn er á suðupunkti en í fyrradag meiddust þrír leikmenn landsliðs Alsír þegar steinum var grýtt í liðsrútu þess og því má búast við að öryggisverðir á alþjóðaleik- vanginum í Kaíró hafi í nógu að snúast í kvöld. Hassan Shehata, landsliðsþjálf- ari Egyptalands, er vongóður fyrir leikinn þrátt fyrir að verk- efnið sé krefjandi. „Við höfum þurft að glíma við mun erfiðari stöðu gegn betri andstæðingum þannig að við vitum að við getum sigrast á þessari raun.“ - óþ Undankeppni HM í Afríku: Allt á suðu- punkti í Kairó BRJÁLUÐ STEMNING Búast má við því að upp úr sjóði á alþjóðaleikvanginum í Kaíró í kvöld. NORDIC PHOTOS/AFP HNEFALEIKAR Freddie Roach hnefaleikaþjálfari er sannfærð- ur um að skjólstæðingur sinn Manny „Pac-Man“ Pacquiao muni vinna WBO-titilbardaga sinn í veltivigt gegn núverandi meistaranum Miguel Cotto. „Ég ber mikla virðingu fyrir Cotto en hann verður pottþétt rotaður í þessum bardaga. Manny hefur aldrei verið í betra formi en hann er nú og hraði hans og fótavinna er skuggaleg,“ segir Roach. Veðbankar eru á sama máli og Roach en þrátt fyrir að Cotto sé núverandi WBO-veltivigtar- meistari er Pacquiao talinn mun sigurstranglegri. Bardaginn fer fram í MGM Grand Garden-höll- inni í Las Vegas í Bandaríkjun- um aðfaranótt sunnudags og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. - óþ Þjálfarinn Freddie Roach: Cotto verður pottþétt rotaður 1. Ertekkjað djókí mér 2. Pöddulagið 3. Eldlagið 4. Stelpurokk 5. Ég heyri raddir 6. Lommér að sjá 7. Voodooman 8. Englaregn 9. Spiladósalagið 10. Stattu - Sittu 11. Þeir sem Guðirnir elska 12. Allt í kringum 13. Maður 14. Næturlagið 15. Sofðu vært 16. Brúðkaupslagið 20 ára afmælistónleikar Aukatónleikar í Íslensku Óperunni miðvikudaginn 18. nóvember kl. 20 1. Stúlkan 2. Tryllt 3. Í tígullaga dal 4. Gleym mér ei 5. Eilíf ró 6. Díra da da da da da 7. Ég geri allt sem þú vilt 8. Ég vil brenna 9. Rússinn 10. Ljósið ert þú 11. Nætur-galin 12. Stopp 13. Karneval lífsins 14. Fæ aldrei nóg af þér 15. Lestin 16. Sameiginlegt 17. Betra en nokkuð annað Tvö ný lög: Ert ekkjað djókí mér Gleym mér ei Todmobile í 20 ár 19 TÓNLISTARMYNDB0ND OG TÓNLEIKABROT Á DVD 2xCD 1xDVD
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.