Fréttablaðið - 14.11.2009, Page 104

Fréttablaðið - 14.11.2009, Page 104
76 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Íslenska karlalandslið- ið er komið til Lúxemborgar þar sem það mætir heimamönnum í vináttulandsleik í dag. Talsverðar breytingar eru á hópnum frá því í leiknum gegn Íran um síðustu helgi. Tíu nýir leikmenn eru komnir í hópinn og eru allir sterkustu leikmenn lands- ins í hópnum að þessu sinni fyrir utan Hermann Hreiðarsson, sem er meiddur. „Það er ansi mikil breyting á hópnum en það er mjög gott að fá alla þá leikmenn sem við sótt- umst eftir,“ segir Ólafur Jóhann- esson landsliðsþjálfari. Hann vill ekki gera mikið úr því að lið Lúx- emborgar sé lið sem Ísland eigi að vinna. „Við eigum náttúrlega ekki að vinna neitt frekar en önnur lið. Við getum aftur á móti sagt að ef við spilum okkur besta leik og þeir sinn besta eigum við að vinna. Það þarf að hafa fyrir öllum hlutum en að sjálfsögðu förum við í leikinn til þess að vinna.“ Ólafur nýtir þessa vináttuleiki til þess að halda áfram að vinna í þeim hlutum sem hann lagði upp með er hann tók við liðinu. „Því fleiri leiki sem við spil- um, þeim mun betri verðum við. Þess vegna erum við að spila og nauðsynlegt er að nýta alla daga til þess að spila. Það verður ekk- ert óvænt í kortunum hjá okkur í þessum leik,“ segir Ólafur. Allir leikmenn skiluðu sér heil- ir til Lúxemborgar og Ólafur segir að eina áhyggjuefnið sé Gunnleif- ur Gunnleifsson markvörður, sem glími við meiðsli í ökkla. Ólafur segir samt ekkert vera öruggt um hvort Gunnleifur eða Árni Gaut- ur Arason muni standa á milli stanganna í leiknum. „Við erum að fara yfir það hvernig þeir spila en eflaust reyni ég á einhverjum tímapunkti að fara upp með liðið og setja pressu á þá. Það fer allt eftir því hvern- ig leikurinn þróast,“ segir Ólafur Jóhannesson en hann náði tveim æfingum með liðið fyrir leikinn. henry@frettabladid.is Eigum að vinna þennan leik ef við spilum vel Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari vill ekki vera með neinar hástemmdar yfirlýsingar fyrir vináttulandsleikinn gegn Lúxemborg í dag. Miklar breytingar eru á hópnum frá því í Teheran en tíu nýir leikmenn koma inn í hópinn. Á FERÐ OG FLUGI Ólafur Jóhannesson og lærisveinar hans eru í Lúxemborg og mæta heimamönnum í vináttulandsleik í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Meiðsli Franks Lamp- ard, leikmanns Chelsea og enska landsliðsins, reyndust minni en í fyrstu var óttast. Hann meiddist á læri á æfingu með enska lands- liðinu og flaug heim frá Katar í gær. Upphaflega var óttast að hann yrði frá í allt að átta vikur en nú er ljóst að hann þarf aðeins að hvíla í þrjár. „Þetta á ekki að taka lengri tíma,“ sagði Fabio Capello, lands- liðsþjálfari Englands, sem hefur misst marga menn úr hópnum fyrir leikinn gegn Brasilíu á morgun. Fregnir herma að rekja megi meiðsli Lampards til slæmrar aðstöðu í flugvélinni sem fór með liðið til Katar. Margir leikmenn ku hafa kvartað yfir verkjum í vöðvum þegar liðið lenti. Enska landsliðið leigði vél sem er ætluð fyrir styttri flug og þægindin voru því ekki þau sömu. Capello var samt ekki að kvarta. „Ég skil ekki vandamálið. Við flugum með þessari vél til Tríni- dad, sem og til Kasakstans. Þá meiddist enginn og við unnum báða leiki,“ sagði Capello. - hbg Meiðsli Englendinga: Lampard frá í þrjár vikur FRANK LAMPARD Missir af næstu leikj- um Chelsea. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Flestir voru á því að Portúgalinn Nani hefði skotið sig hraustlega í fótinn með ummæl- um sínum um Sir Alex Ferguson fyrr í vikunni. Þá sagði Nani frá reiðiköstum stjórans og gagn- rýndi hann fyrir að hamla þróun sinni sem knattspyrnumaður. Menn hafa áður sagt minna um stjórann skapstóra og fengið að kenna á því. „Ég ræði oft við stjórann um frammistöðu mína. Ég virði ákvarðanir Fergusons en ég vil samt fá að spila meira,“ sagði Nani og reyndi að klóra í bakkann. „Það sem gerist í fótbolta á heima í búningsklefanum. Þegar Cristiano fór bjóst ég við því að spila meira. Ég vildi fá stærra hlutverk en þjálfarinn velur liðið. Ég vildi fá tækifæri gegn Chel- sea en það kom ekki. Maður verð- ur að taka á mótlætinu og ég á ekki í neinum vandræðum með þjálfarann.” Ítalskir fjölmiðlar greindu svo frá því í gær að bæði Juventus og AC Milan biðu spennt eftir fram- haldi þessa máls en bæði eru talin vilja fá hann í sínar raðir í janúarglugganum. - hbg Portúgalinn Nani: Orðaður við Juve og Milan NANI Gæti lent í frystikistu Fergusons. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar auglýsir:Styrkir til að efla rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála Landsvirkjun er orkufyrirtæki sem leggur grunn að nútíma lífsgæðum. Fyrirtækið stefnir að því að verða öflugt á alþjóðavettvangi og starfar af ábyrgð í anda sjálfbærrar þróunar. Landsvirkjun er helsti raforkuframleiðandi á Íslandi og í forystu fyrir byggingu orkuvera sem hafa verið meðal stærstu framkvæmda á landinu. Landsvirkjun styðst við fjölbreytt rannsóknarstarf á sviði náttúruvísinda, verkfræði og orkumála, og rekur umfangsmikla fjármálastarfsemi á alþjóðamarkaði. Hjá Landsvirkjun og dótturfélögum starfa rúmlega 200 manns með fjöl- breytta menntun. Landsvirkjun vill vera í fararbroddi í framsækinni stjórnun og leggur áherslu á jafnrétti og tækifæri til starfsþróunar. Markmið sjóðsins er að veita styrki til námsmanna og rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Styrkveitingar sjóðsins miða að því að gera fjárframlög Landsvirkjunar til rannsókna skilvirkari og sýnilegri, og tryggja að þær rannsóknir sem sjóðurinn styrkir samrýmist umhverfisstefnu Landsvirkjunar. Auglýst er eftir umsóknum um námsstyrki og verkefnastyrki. Styrkir til nemenda í meistara- eða doktors- námi: Styrkir til efnilegra nemenda sem áforma eða stunda meistara- eða doktorsnám á sviði umhverfis- eða orkumála. Styrkir til rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála: Almenn rannsóknarverkefni á sviði umhverfis- og orkumála. Styrkir eru veittir til hluta þess kostnaðar sem hlýst af vinnu sérfræðinga, þátttöku meistara- og doktorsnema, og öðrum útgjöldum. Að þessu sinni eru í heild allt að 50 m.kr. til ráðstöfunar, allt að 40 m.kr. til rannsóknarverkefna á sviði umhverfis- og orkumála, og allt að 10 m.kr. til styrkja fyrir 10–15 nemendur í meistara- og doktorsnámi. Umsækjendur þurfa að leggja fram lýsingu á rannsóknarverkefni sínu, og rökstuðning fyrir því að verkefnið tengist markmiðum sjóðsins. Tengingar við umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um þau gögn sem fylgja eiga umsókn er að finna á vefsíðu Landsvirkjunar, www.lv.is. Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skila rafrænt á netfang sjóðsins: orkurannsoknasjodur@lv.is. Fyrirspurnir má senda á netfangið orkurannsoknasjodur@lv.is. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2010. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trún- aðarmál. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 9 19 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.