Glettingur - 17.01.1932, Blaðsíða 1

Glettingur - 17.01.1932, Blaðsíða 1
GLETTíNGUR Veðrabriáði. V. árg. Siglunrði, Sunnudaginn 17. jan. 1932 tbl. Bœjarstjórnarbálkur. H.f. Flatsængin, Ldt. Mikla gleði vakti það hjá frið- sömum og guðhræddum sálum, er sú frétt barst út, að Kommúnistar og Sjálfstæðismenn hefðu nú fallizt í faðma og drukkið friðarskál í kaffi og súkkulade hjá Jörgensen. Og þó stóð Andrés úti fyrir póst- húsinu er Sjálfstæðismenn gengu inn. Andrés hefir svo frá sagt, að sér hafi blætt í augu er hann sá þá koma inn um hliðið, og komu þá — ósjáifrátt — fram á varir hans, orð Dantes er hann lætur letruð vera yfir hinu fræga hliði Infernos og ennfr. heilræði Repps: Gaa'aídrig paa Akkord riied Slet- heden. „Varið ykkur piltar", sagði Andrés klökkur. „Hugsið ykkur um einu sinni enn áður en, þið gangið inn um þetta hlið — því betra er að missa bæði British Oil og tóbakið, — já og skóna með, en að bíða tjón á sál sinni. Gangið ekki inn bræður!" En meður þvi, að þetta voru Sjálfs tæð i s menn þóttust þeir sjálfráðir sinna ferða og sinntu ekki Andrési. — Pví var það að fór sem fór. Vor ágæti og ófreski tíðindamað- ur, frá síðasta blaði, Friðbjörn, gat þess við oss, að sýnin er hann sá á Nýársnótt mundi vissulega boða mikil tíðindi og stór. En aldrei datt oss í hug að sá spádómur mundi rætast jafn átakanlega bók- staflega og brátt eins og raun er á orðin nú. Sjá menn nú gjörla í anda nákvæma eftirmynd sýnarinn- ar, er hluthafarnir í h. f. Flatsæng- in, Ldt. fara að fremja sinn póli- tíska concan, í sköflum og molc- viðri stjórnmálanna. Hugsar Glett- ingur sér pörin í dansinum á þessa lund: 1. par er Hertervig og Jörgensen, báðir þaulæfðir kavalerar og er Hertervig daman en er þungur í svifunum, en Jörgensen stinnur fyr- ir og „gaar lige paa". 2. par er Jón Gísla og Hermann Er Hermann daman, en stígur mörg víxlspor, en það jafnar Jóti upp með sinni dæmafáu lipurð og kunnustu í dansmenntinni. Síðastur fer Fanndal og gefur tóninn an.sbr. manninnmeð grmmó- fóninn. En er þessi tíðindi spurðurt um bæinn, að stofnað væri hlutafélag með svo óskyldum náttúrum, laust upp ópi miklu og gný í herbúðum H.f. Míðveldin, Ldt. Var enginn óttalaus í þeim herbúðum næstu nótt og sváfu menn þar illa og höfðu þunga drauma. Var það ráð upptekið að parlimentera við Flat- sængina og freista ef þær fyndist einhver Júdisarlíki, hvað þó eigi varð, L. S. G. Eftir stranga bar- áttu ákváðu þeir foringjarnir Guðm. og Pormóður að láta skeika að sköpuðu og bera sig karlmannlega, en treysta heldur hinu, að skammt mundi endast friðurinn innan hluta- félagsins, þareð samábyrgðin væri ekki in solidum eins og í kaup- félögunum. Og þarna væri, bókstaf- lega talað, tjaldað til einn- ar nætur. Leið svo að hinni miklu úrslitastund, og var víghrollur í mörg- um og bjuggust menn við miklum tiðindum er háð yrði höfuðorustan. En það sáu Miðveldamenn, aðsann- ast mundi um banhalag hinna þau hin frægu orð úr Hamlet: Though this be madness, yetthere's method in it. Enda kom það á daginn eins og síðar mun frá sagt.

x

Glettingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glettingur
https://timarit.is/publication/366

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.