Glettingur - 11.05.1932, Síða 1

Glettingur - 11.05.1932, Síða 1
GLETTINGUR Siglufirði, Miðvikuda^inn 1L. maí 1932 4. tbl. Síðustu afrek bæjarstjórnar. Ár 1932, hinn 9. dag maímán- aðar var 342. fundur bæjarstjórnar- innar í Sigló háður í „Kvennfélag- inu“. Á dagskrá var aðallega: Sveinn, Hafiiði og Brynjólfur, Por- móður og Guðnnindur. Allt eru þetta mætir menn og miklir fyrir sér, hver uppá sinn máta, og því ærinn starfi að disputera þeirra mannkosti og meta þá til verðs. sérstaklega þegar þar við bætist smávegis athugasemdir um per- sónugildi hinna bæjarfulltrúanna (Porm. og Guðm. voru á dagskrá) og leita uppi snögga bletti á gáfum þeirra- og tókst þetta altsaman fuið- anlega vel eftir ástæðum. Gh tting- ur sat fundinn eins og hans er vandi og hlýddi á spakleg orð fuli- trúanna. Stóð Glettingur vel að vígi, sérstaklega seinni hluta fundar- ins. því hann brá sér um stund á Bíó til að horfa á Siðferðispostul- ana þar. Var gott til samanburðar þegar hann kom aftur í þingsalinn, og hlýddi á hina kjörnu siðferðis- postula og fulltrúa bæjarins. En það er nú svona, að það gelur orð- ið örðugt að dæma og gera upp á milli hlutverkanna, • þegar horft er og hlýtt á tvö bíóin sarna kvöldið. Enda er það sannast mála, að vér treystum oss eigi að gera þar upp á milli. Pví í báðurn stöðunum var leikið af snilld. Núviljum vér hér með nota tækifærið til að „agiíera" fyrir báðum með því, að benda þeim mikla fjölda, er sat fundinn, á það, að nauðsynlegt er fyrir þá að horfa á Siðíerðispostulana í Bíó næst þegar þeir verða sýndir, til þess að gera samanburð á leik hvorra tveggja, og vita svo hvort ekki fer fieirum en oss á þá lund, að illt sé að gera upp,á milli leik- endanna á báðum stöðum. Og eitt er víst og sem vér ætlum að s!á föstu, að mórallinn sem báðar sýn- ingarnar skilja eftir í hugskotinu, mun verða nauðalíkur, enda þótt siít sé á hvoru sviði. Fyrst eftir að fundur var settur gerðist fátt sögulegt, eins og von var; það var einungis forleikur. Menn höfðu mætt sæmilega íil að hli.sla á snillingana, sem setiust há- tignarlega í sæti sín, snússuðu sig eða skrouðii eða tóku það í vörina iippá sænsku, ræsktu sig eins og venja er hjá ræðumömium sem ætla sé. að briliiera. Pó var sam- þykkt mililsvert tVumvarp til laga fyrir gufuskip þess efnis, að þau mega ekki gera neinn hávaða að næturlagi meðan skikkanlegir borg- arar eru í svefni. Sérstaklega er þeim stranglega bannað að pípa frá miðmunda máttmala og allt lil miðs ‘morguns. En senniiega mega sildar- bræðslurnar fremja sitt vanalega trio næturlangt. Og ekki minnumst vér, að minnst væri á í frumvarp- inu ketti eða ballfólk sem oft er með gleðskap um nætur kring um hús og á götum út. Lætur oft litlu lægra í því og með likum hætti, en i gufuskipunum. Er þessi þáttur var á enda kljáður, hófst hin vanalega borgarastyrjöld milli stórveldanna, hafnarsjóðsins og bæjarstjórnarinnar Fór þá heldur að harðna á daln- um. Urða deilur strangar milli ló- getans og Jóns í hafnarnefndinni um ölvun dómara einhvers, sem ekki hafði verið alveg ryklaus er hann kvað upp dóm. Bar Jón fyrir sig Tim-'tnn þessu til söununar, en fógeti bar af sinni stétt og fórst það riddaralega. Er þessum skylmingum hafði farið fram um hríð, datt einhverj- um fulltrúa í hug, að ræðumenn mundu vera komnir út fyrir mál- efnið, en þá voru þeir til umræðu Hafliði, Brynjólfur og Sveinn. Var nú r;*:tt um, að þeim er eventuelt hlyti hnossið að verða hafnarvörð- ur til aðstoðar, væri skylt að vera bindismaður — á vín — skildist oss. Elcki var Jón í hafnarnefndinni ánægður með þetta eins og ekki var von, og kom því með tiliögu þess efnis, að viðkomandi skyldi vera reglumaður í stað þess að vera bindismaður. Er með því að full- trúunum hefir sennilega þótt það ofraun einum manni að vera hvort tveggja, var sú tillaga drepin, er

x

Glettingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glettingur
https://timarit.is/publication/366

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.