Vikan


Vikan - 14.06.1951, Blaðsíða 10

Vikan - 14.06.1951, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 23, 1951 r----------------- • HEIIVIILIÐ • — Matseðillinn Horn: 60 gr. smjörlxki; 500 gr. hveiti; 3 tsk. sykur; 3 tsk. gerduft; 1 peli mjólk. Smjöriíkinu núið saman við hveitið með íblönduðu lyftiduftinu og sykr- inum. Vætt í með mjólkinni og deig- ið hnoðað saman. Flatt út í kringl- ótta köku á stærð við disk. Kakan skorin í 4—8 þríhyrninga og þeir vafðir upp frá breiðari endanum og hoi-nið látið vera ofan á. Sett á smurða plötu. Hornin smurð með mjólk og bökuð við góðan hita. Borð- ist sundurskorin og smurð annað hvort með smjöri eða sultutaui. Litlar tvíbökur: 250 gr. smjörlíki; 600 gr. hveiti; 2 tsk. lyftiduft; 200 gr sykur; 1 egg; 1 dl. súr rjómi (eða mjólk); kardemommur. Öllu því þurra blandað saman og vætt í með egginu og rjómanum og deigið hnoðað saman og það elt i litl- ar bollur, sem er í'aðað á smurða plötu og bakaðar ljósbrúnar. Bollurn- ar skornar sundur með beittum hníf og þurrkaðar við vægan hita. Skonsur: 200 gr. smjörliki; 750 gr. hveiti; 65 gr. sykur; 2 egg; 2 tsk. lyfti- duft; iy2 peli mjólk. Hveitið sigtað og öllu því þurra blandað saman við og smjörinu nú- ið saman við. Þá er vætt í með egg- inu og mjólkinni og hnoðað úr þessu deig. Deiginu er síðan skipt í sex jafna parta og þeir flattir út og sett- ir á velsmurða plötu og bakað við jafnan hita í ca. 15 mínútur. 5 min- útum áður en kökurnar eru teknar út úr ofninum eru þær smurðar með mjólk. Borðist með tei eða kaffi. HÚSRÁÐ Ef yður hættir við að fá andnegl- ur, ættuð þér að núa volgri olíu eða feitu kremi á hverju kvöldi á fing- urna kringum neglurnar. Ef þér eigið slitna þvottaskinns- hanzka, sem þér eruð hættar að nota, ættuð þér að reyna eftirfar- andi: Klippið hanzkana niður i ræm- ur og dragið allar ræmurnar upp á baðmullarþráð. Þannig að þær myndi nokkurskonar svamp, sem er sér- staklega vel til þess fallinn að fága með honum gluggarúður. Kvikmyndaleikkonan, Frances Rafferty, hefur yndi af sundi og iðkar það daglega. Hér sjést hún njóta sumarblíðunnar á Kaliforníuströndinni. (Hún hefur meðal annars leikið í kvikmyndinni „Dragon Seed“). IVIóðurmálið mitt góða Fjögur síðustu árin hefur und- irritaður glatt þau fullnaðar- prófsbörn, sem skarað hafa fram úr í skriflegri íslendsku í vorprófunum. Sjö börn fengu verðlaun í fyrra, þrjú þeirra fyrstu verðlaun. Enn er ekki farið að veita verðlaun úr Verðlaunasjóði fullnaðarprófs- barna í Reykjavík; hefur undir- ritaður lagt fram aurana, svo að hægt væri að leggja vexti sjóðsins við höfuðstólinn. Þrjár ágætustu prófritgerðir fullnað- arprófsbarna fá verðlaun í vor. Undirrituðum þykir miklu skifta, að orðskipun sé í góðu lagi, setningaskipim, . setning greinarmerkja, allur frágangur auk sjálf innihaldsins. Hér er sýnishorn prófritgerð- ar, sem dæmd voru fyrstu verð- laun í fyrra. 15. 5 ’51. Helga Guðrún Henckell, Landakots- skólanum. Skemmtilegur dagur. Það var glaða sólskin, þegar ég vaknaði um morguninn. Ég flýtti mér í fötin, því að í dag átti að smala fénu og rýja. Sigga frænka mín og ég áttum að smala Króka- dælina og aila leið upp að Hádegis- þúfu, ef það væru nokkrar kindur þar. Sigga skipaði mér að fara upp á hádegisþúfu og taka allar kindur með mér, sem á leið minni yrðu, og reka svo allt fram í stekkjatún. Jæja, ég lagði af stað full ofurkapps. Þarna voru nokkrar kindur, sem ég varð að taka með mér. Það versta var bara að kindurnar virtust á öðru máli. Fyrst litu þær ofur hæðn- islega á mig, eins og þær vildu segja: ,,Þú heldur líklega að þú get- ir náð okkur, en þar skjátlast þér illilega. Reyndu bara.“ Og til þess að sanna orð sín, tóku þær á rás. Ég elti þær góða stund, en allt í einu vissi ég ekkert fyrr en ég lá á maganum á jörðinni. Það hafði at- vikast þannig: að ég hafði stigið ofan í djúpa holu og misst jafnvægið. Þegar ég leit upp, sá ég kindurnar standa spölkorn frá mér og horfa glottandi á mig. Ég þaut upp bál- vond. Svona skildi þeim ekki takast að leika á mig aftur. Ég hljóp nú fyrir þær og rak þær til baka upp að Hádegisþúfu. Voru kindurnar nú spakar mjög og virtust vel vita til hvers ég ætlaðist af þeim. Þegar við vorum komnar upp að Hádegisþúfu, sá ég Siggu koma með hóp af kind- um. Hún slóst í hópinn, og rákum við þær svo í sameiningu upp í stekkjatún. Loftur frændi og strák- arnir voru þegar komnir og farn- ir að borða. Þá fann ég fyrst hvað ég var orðin svöng. Ég gleypti i mig matinn með mikilli græðgi. Var svo farið að rýja. Við kepptumst við allt til kvölds, en þá vorum við búin. Rákum við þá skepnurnar fram að Þjórsá og fórum svo heim. Næsta dag var ég að sálast úr harðsperr- um, en mér þótti þetta nú samt skemmtilegur dagur. Salmiaksspiritus, spritt, bletta- vatn og fleiri vökvar gufa upp i gegnum hinn gljúpa korktappa, en hægt er að koma í veg fyrir upp- gufunina með að dýfa tappanum í glæolíu (parafin) áður en hann er settur í flöskustútinn. Á þennan hátt mypdast himna, sem gerir tappann loftþéttan. Ef kertavax hefur dropið nið- ur á gljáfægð húsgögn megið þér ekki skafa það burtj heldur eigið þér að strjúka það burt með baðmull vættri í olíu. Þannig fer kertavaxið strax af og gljáhúðin rispast ekki. Eins og gengur — Hjónabandsharmleikur í kvikmyndahúsi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.