Vikan


Vikan - 14.06.1951, Blaðsíða 12

Vikan - 14.06.1951, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 23, 1951 Hún skammaði hann ekkert. Aðeins eitt skammaryrði fyrirfannst í öllu bréfinu, en ef tekið var tillit til stolts Víólu, sagði þetta eina crð meira en nóg. Hún skrifaði, að hún mundi aldrei á ævi sinni giftast svona fyllibyttu. Og hann skildi, að henni var alvara; að í hennar augum væri hann vesall og fyrirlitlegur; að á þessari stundu hefði hugur hennar gagn- tekizt af þakklæti til guðs, fyrir að hafa opnað augu sín i tima. Hér voru engar vangaveltur, ekkert kák, eða kjánaleg æsingaryrði, því síður að sæist blettur eftir tár. Enda sviptust stoðirnar undir hinni veiku von Sanda burt við lesturinn. Hvert orð var hugsað, hver setning hnitmiðuð og allt bréf- ið bar vott um, að stúlkunni var fyllsta alvara, hún hafði tekið ákvörðun, og ákvörðun hennar var slík, að heldur vildi hann detta dauður nið- ur en reyna að stíga eitt skref til sátta. Sandi riðaði, og rétti fram hendurnar í blindni. Rósa greip hann og leiddi hann að stól. Hann hafði fallið í öngvit. Hún hljóp aftur upp og kom niður með fulla flösku af konjaki. Hún braut af henni stútinn á aringrindinni. Svo hellti hún í glas dálitlum slurk og lét hann súpa á. öngvitið rann af honum. Og svo varð hann bálreiður við Víólu. Hann æddi um, hrakyrti hana, hótaði henni öllu illu. Hálftíma síðar þaut hann út úr stofunni og slangraðist upp stigann. Hann kom niður aftur með leðurkistu í ann- arri hendi og frakka í hinni. „Verið þér sælar,“ sagði hann. ,,Ég er farinn. Ég ætla þangað, sem ég á heima, til helvitís. Það skal hún fá síðar að vita.“ Rósa hafði ekki gert ráð fyrir svona mikill asi yrði á honum, en hún gat ekki reist skorð- ur við ákvörðun hans. „Nú fer ég — — fyllibyttan heldur að heim- an.“ Hún fylltist örvæntingu og brast í grát — ekkaþrunginn grát — andlit hennar afskræmd- ist, varir hennar urðu sollnar, nef hennar rautt. Sandi gekk til hennar og tók utan um hana. „Nei, heyrið mig nú, Rósa, þér megið ekki gráta mín vegna. Enginn lætur sig afdrif fylli- byttunnar neinu varða. Svona, svona . . .“ Hún hjúfraði sig upp að honum. „Sandi, ég afber þetta ekki. Þér megið ekki fara á þennan hátt . . Hún hafði gleymt þeirri sök, sem hún átti í óhamingju hans. Aðeins þrjú orð rúmuðust nú í huga hennar: ég elska hann, ég elska hann. Hann strauk henni um kinnina utan við sig af örvilnun. „Góða Rósa, verið þér ekki að gráta. Af hverju takið þér svona nærri yður, hvað af mér verð- ur ?“ „Ég elska þig, Sandi,“ snökkti hún. Hann hopaði frá henni og horfði á hana. „Þér elskið mig? Mig, fyllibyttuna, sem þér hafið setið hjá í allt kvöld? Æ, vinan mín, vinan mín . . .“ „Leyfið mér að fara með yður,“ sagði hún biðjandi. „Nei.“ „Ójú, Sandi!“ Hún vafði höndunum um háls honum, kyssti hann á brennheitt andlitið, þrýsti sér upp að honum. „Ég veit, að þú elskar mig ekki, en . . . ég . . . ég elska þig. Leyfðu mér að koma líka -— ég á peninga — við getum farið til útlanda, burt úr þessu vonda landi.“ Hann reyndi að hugsa skýrar, meðan hún hékk svona utan i honum. Að lokum sagði hann seinlega: „Jæja, þá það. Þú ert tíu sinni meiri mann- eskja en Víóla. Komdu þá — kannski get ég ein- hvern tíma lært að elska þig.“ 38. KAFLI. Morgun einn síðast í október árið 1894 skein sólin glatt inn í herbergi uppi á efstu hæð í ódýru hóteli við Ferjugötu í París. Geislar henn- ar féllu á andlit gamals manns, sem lá i rúm- inu og svaf. Maðurinn var rjóður í kinnum, andlitið frítt; og slétt hárið léði honum virðulegt, græsku- laust yfirbragð. Á náttborðinu, sem stóð fast við rúmið, lá stórt silfurúr með digri keðju, auk þess leður- mappa með teygju utan um, hálft glas af vatni og bréf, sem hafði verið brotið upp. Á stólnum lá klæðnaður mannsins nosturslega brotinn saman: grófgerð, blárauð jakkaföt úr tvíti; á stólbakinu hékk hrein skyrta með stöf- unum J. D. saumuðum á hálsmálið. Skórnir hans voru ekki þarna, efalaust hefur hann afhent þjóninum þá i gærkvöldi, svo að þeir yrðu burst- aðir. Allt í einu hrökk hann upp af blundinum. Hann opnaði lítil, blá augun og leit undrandi kringum sig eins og hann kannaðist ekki við sig. Svo mundi hann eftir, hvar hann var staddur og hvers vegna, og hann seildist eftir úrinu á náttborðinu. „Klukkan er níu!“ hrópaði hann upp yfir sig á ensku. „Drottinn minn, ég verð þá að flýta mér.“ Hann steig fram úr, þvoði sér og hraðaði í fötin. Hann kom frá Englandi daginn áður, hafði sofið í tíu tíma, var svangur og minntist nú eggsins, flesksins og kaffisins, sem ætíð beið hans heima, þegar hann kom á fætur. Þjónn kom með lítið egg í beygluðum bikar og kaffigutl, sem hann var í vandræðum með að koma niður. Nokkru síðar voru dyrnar opnaðar, og lítill, svartleitur maður kom inn. „Eruð þér Dingle?“ spurði maðurinn. Hinn kinkaði kolli og vísaði aðkomumanni til sætis. Sharrow lávarður hafði sent ráðsmanninn, Jón Dingle, til Parísar til að hitta þennan mann, en hann hét Oktaf Lúasó. Dingle fékk bi'éf frá hon- um skömmu eftir komu sina í gær. Það lá á svefnborðinu hjá honum í nótt. Með fullri virðingu fyrir Sharrow lávarði leit Jón einkaspæjara heldur illu auga, honum fannst starf þeirra auðvirðilegt. Hann lét samt ekki á neinu bera við aðkomumann. ,,Jæja,“ sagði hann, þegar hann hafði lokið við að borða, „er ekki bezt við tökum til starfa." „Jú.“ Þeir gengu út á götuna. „Jæja, leysið frá skjóðunni. Hafið þér fundið hann?" spurði Jón Dingle. „Nei. Ég er búinn að leita í tvo daga. Margir hittu hann fyrir ári — já, fyrir tveimur, fjór- um, sex árum þekktu hann margir — en nú —- nú virðist hann gersamlega horfinn." „Hann er einhvers staðar hér,“ sagði gamli maðurinn. „Og við skulum finna hann.“ Þeir héldu áfram göngunni, námu svo staðar fyrir utan veitingahús og fóru þar inn. Oktaf pantaði absint. „Ég er með bréfin," sagði hann. „Aðalatriðin veit ég. Þau eru þessi: Fyrir tíu árum hljóp hann að heiman í reiði. Næstu sex árin frétti móðir hans af honum öðru hvoru.“ „Ekki öðru hvoru, heldur reglulega. Á hverju sumri fór bróðir hans til hans og dvaldist hjá honum í sex vikur einhvers staðar í Frakklandi. Hann ferðaðist til Austurlanda. Var heilt ár við veiðar í Afríku. Fyrir átta mánuðum hefðum við getað haft upp á honum á stuttum tíma.“ „Ég skil. -Fyrir átta mánuðum hætti hann að skrifa — síðan hefur ekkert' til hans spurzt." „Alveg rétt.“ „Hvernig maður er þetta ?“ „Hann var réttlátur fram úr öllum máta, já, það var Sandi ætíð.“ Mynd til vinstri: Ibúarnir á Yap (eyja í Kyrrahafinu fyrir sunnan Japan og austan við Eilips- eyjar) nota tilhöggna steina sem peninga. Velefnaðir menn þar á eyjunni láta stóran „pening". standa fyrir utan heimili sín til þess að láta aðra fyllast lotningu fyrir auðæfum þeirra. Mynd að ofan til hægri: Hirð Solimans mikla Tyrkjasoldáns var kristin (1494—1566). Mynd að neðan til hægri: Hvar fanríSt unicorn (nykur) fuglinn? —í Bolivíu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.