Vikan


Vikan - 14.06.1951, Blaðsíða 13

Vikan - 14.06.1951, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 23, 1951 13 Tortíming herja Faraós. Og þú skalt elska Drottinn, Guð þinn, af öilu hjarta þinu og af allri sálu þinni og af öllum mætti þínum. (V. bók Móse 6:5). Gullkornið Bibliumyndir 1. mynd: Þegar Egiptalands kon- ungi var sagt, að fólkið væri flúið, varð' hugur Paraós og þjóna hans mótsnúinn fólkinu og þeir sögðu: Hví höfum við gert þetta að sleppa Israel úr þjónustu vorri? 2. mynd: En Móse rétti út hönd sína yfir hafið og Drottinn lét hvass- an austanvind blása alla nóttina og bægja sjónum burt og gjörði hafið að þurrlendi og vötnin klofnuðu. 3. mynd: Og Móse rétt hönd sím út yfir hafið og sjórinn fell aftur undir morguninn í fai’veg sinn . . . Og vötnin féllu að 'og huldu vagnana og riddarana, allan liðsafla Faraós, sem eftir þeim hafði farið út í haf- ið . . . 4. mynd: Eg kveð í dag bæði himin og jörð til vitnis móti yður, að ég hefi lagt fyrir þig lífið og dauðann, blessunina og bölvunina; veldu þá lifið, til þess að þú og niðjar þinir megi lifa, með því að elska Drottinn Guð þinn . . . FERÐAFÉLAG ÍSLAIMDS Sumarstarfsemin Feröimar: Starfsemi Ferðafélags Islands er í fullu fjöri, þótt aðstæður séu í ýmsu breyttar frá því á fyrri starfsárum þess. Það á enn skilið að heita og vera: Félag allra landsmanna. Verður nú sem áður um að ræða langar sumarleyfisferðir, allt upp í 13 daga og stuttar ferðir um helgar, 1—12% dag. Lengri ferðirnar eru á- ætlaðar 14 og féliu og falla á tíma- bilið 12. maí til 25. ágúst. Allar verða þær farnar til einkennilegra og fag- urra staða, bæði i byggð og i öræfum. Má t. d. nefna staði og leiðir eins og: Breiðafjörð, Barðaströnd, Vest- firði, Isafjarðardjúp, norðurleiðina til Mývatnssveitar, Dettifoss, Ás- byrgi, Axarfjörð, Fljótsdalshérað og Austfirði, inn í Ódáðahraun, til Öskju og Herðubreiðar, Hvítárvatns, Kerlingarfjalla og Hveravalla, Kjal- veg norður, hinn nýja veg norður í Húnavatnssýslu, austur á Siðu, Öræfi og Hornafjörð, tvær ferðir landveg hringinn í kring um land, sem eru 8 daga ferðir. Stuttu ferðirnar um helgar eru mjög skemmtilegar og hægt er að kynnast ótrúlega mörg- um fögrum stöðum, án þess að eyða tíma af sumarfríinu. Ferðafélagið á nú sjö vönduð sælu- hús á fjöllum uppi: I Hvítárnesi (28 legupláss og rúmstæði), í Kerlingar- fjöllum (16 rúmstæði), á Hveravöll- um (32 rúmstæði), hermannaskála í Brunnum við Kaldadalsveg (10 bedd- ar), í Þjófadölum (8 rúmstæði), við Hagavatn (12 rúmstæði), og í jökul- rönd Snæfellsjökuls (i 800 metra hæð) var byggður ágætur skáli sum- arið 1946 (rúmstæði og legupláss fyrir um. 20). Eldstæði er i húsunum, hitunartæki, rúmstæði og dýnur. 1 öllum húsunum er félagsmönnum heimil gisting eftir reglum sem þar eru birtar. Árbókin: Árbækur Ferðafélags Islands eru ákaflega vinsæl rit. Hjá gjaldkera félagsins, Kristjáni • Ó. Skagfjörð, Túngötu 5, Reykjavík, fást nú þess- ir árgangar, aðrir eru gersamlega þrotnir: 1942 Kerlingarfjöll, 1944 Fljótsdalshérað, 1945 Hekla, 1946 Skagafjörður, 1947 Dalasýsla, 1948 Vestmannaeyjar, 1949 Norður-lsa- fjarðarsýsla, 1950 Borgarf jarðar- sýsla (Sunnan Skarðsheiðar). Ár- bækurnar 1928, 1929 og 1930 hafa verið ljósprentaðar og eru nú tilbún- ar til afhendingar og mun það verða mjög mörgum fagnaðarefni. Árbókin 1951 er um Vestur-lsa- f jarðarsýslu. 1 formála hennar segir: ,, . . . Aðalhöfundur þessarar bókar er Kristján G. Þorvaldsson á Suður- eyri. Hann er Súgfirðingur að ætt og uppeldi, maður mai’gfróður og lang- minnugur, ihugull og vandvirkur. Stuðnings hefur hann notið mai’gra staðkunnugra manna í öðrum byggð- ai’lögum. Auk þess hefur Óskar lækti- ir Einarsson ritað um Ingjaldssand og Þói’ður bóndi Njálsson, á Auðkúlu, lýsingu Auðkúluhi-epps. Myndir yfir aðalköflum eru teiknaðar af Kristni og Arbok 1951. Péturssyni málara. Er hann Dýrfiið- ingur að ætt, og má ætla, að mörgum þyki fróðlegt að sjá, hvernig hann minnist æskustöðva sinna. Ljósmynd- ir eru flestar eftir Pál Jónsson, sem gerði sérstaka ferð um héraðið til þess að taka myndir að beiðni félags- stjórnar. Auk þess eru myndir eftir Þorstein Jósepsson, Kristján Skag- fjörð og Guðmund Einarsson frá Miðdal . . . Næsta árbók mun að lík- indum fjalla um Strandasýslu. Er þá lokið að lýsa Vestfjörðum nema Barðastrandarsýslu. Hefur Guðmund- ur Þorláksson cand mag. lofað að rita hana í nálægri framtíð. Enn- fremur eru fengnir höfundar að eftir- töldum svæðum: Þorsteinn Þorsteins- son sýslumaður mun rita um Mýra- sýslu, Gísli Gestsson bankafulltrúi um Árnessýslu, Stefán Einarsson prófessor, Baltimore, um Austfirði og Guðmundur Einarsson mynd- höggvari um Suðurjökla. Þessi Ár- bók F. I. er hin 24. í röðinni. 1 fram- kvæmd hefur Árbókin orðið að Is- landslýsingu, sem nú þegar nær yfir mestan hluta landsins . . .“. Margar ágætar ljósmyndir eru í þessari Árbók eins og hinum fyrri. Getraun Islendingasagnaútgáfunnar Framh. af bls. 3. Karlamagnús saga I—III ib. kr. 130.00, ób. kr. 100.00 Fornaldarsögur Norðurlanda I—-IV ib. kr. 215.00, ób. kr. 165.00. Um leið og fólk tekur þátt í þessari skemmtilegu getraun og á von á vinning, ef það stendur sig vel, hressir það upp á þekk- ingu sína á sígildustu ritum vorum og það eitt út af fyrir sig er mikilsverður vinningur. Svar við mannlýsingar- spurniiigunni á bls. 4: Kveldúlfur, í Egils sögu Skallagrímssonar. ............ » Hreinar léreftstuskur keyptar Steindórsprent h.f.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.