Vikan


Vikan - 14.06.1951, Blaðsíða 14

Vikan - 14.06.1951, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 23, 1951 Augnatillit hans mun ætíð fylgja mér Framhald af bls. Jf. kröggum og varð því að láta húsið af hendi. En þá var Eyvind lítill drengur. Eftir heimkomuna greip hann eitt kvöld þrá eftir því, að sjá bernskuheimili sitt. Þessi löngun kom skyndilega. Hann hafði dirfzt að fara inn í forgarð- inn. Svo gekk hann að glugga á stofu þeirri, er hann hafði leikið sér í, sem barn. Að því loknu gekk hann að hliðinu og í þeirri andrá heyrði hann skotið. Þessi játning vakti undarlegar tilfinn- ingar hjá Ullu. Henni hafði aldrei geðjazt vel að skrauthýsi þessu. Það hafði ætíð hvílt einhver ömurleika og leiðindablær yfir hinum dimmu stofum hússins. Eng- in hamingja hafði getað þrifizt þar. Að- eins eitt hefði verið fullnægjandi á heim- ilinu. Það voru hinar miklu tekjur. Og mátti sjá að í húsi þessu bjó efnað fólk. Ekkert vantaði til þess að íbúum hússins mætti líða vel. En einhver ókyrrð var þar viðurloða. Ekki vantaði heimboð og gildi. Margir gestir komu, sem háværir voru, og klingdu oft vínblönduglösum. Um nætur rifust foreldrarnir. Þá kom skilnaðurinn. Faðir hennar hélt heimboðunum áfram. Hann vildi hafa fólk umhverfis sig. En þessir gestir voru í raun og veru ekki vin- ir hans. Hann jók vínneyzluna og tók fleiri vindla úr kassanum. Að lokum greip hann skammbyssuna. Það var mjög merkilegt að Eyvind skyldi hafa búið í þessu húsi og faðir hans varð að fara þaðan. Eyvind kom til þess að athuga bernskuheimili sitt. I garð- inum hitti hann stúlku, er hann nú hafði heitið eiginorði. Oluf Vehring opnaði augun og leit á dóttur sína. Ofurlítið líf kom í augu hans. Nei. Henni hafði missýnzt. Ulla stóð á fætur og lagði arminn um axlir hans. Hún mælti: „Pabbi, horfðu á mig. Líður þér ekki vel? Miklu betur?“ Hann gerði enga tilraun til þess að brosa. Titringurinn í munnvikjunum var ekki ánægju- eða gleðimerki. Hann benti til að hann stafaði af ótta, óyfirstíganlegum ótta, eða angist. Já, líkami hans hafði yfirstigið veikind- in. En hvað var að segja um sálina ? Hann bar það með sér, að búast mátti við því á hverri stundu, að hann gerði aðra sjálfs- morðstilraun. „Pabbi,“ sagði Ulla með hægð en þó á- kveðin: „Viltu ekki segja mér allt af létta? Ég vil gjarnan hjálpa þér.“ Hann horfði lengi á hana. Svo sagði hann: „Jú, ég ætla að segja þér það, þrátt fyr- ir það, að þú munt ekki trúa því. Augna- tillit hans mun œtíö fylgja mér. Ég mun ávallt sjá hann fyrir hugskotsaugum mín- um.“ Ulla hugsaði: Hvað meinar hann. Það var eins og hann skylfi af kulda. Hún sá eftir að hafa komið honum til þess að segja þetta. Hann hélt áfram máli sínu: „Ég hef aldrei trúað á neitt, Ulla. Ég hef ætíð trúað því að aðalatriðið í þessu lífi væri það, að sigra, vinna, græða og miða allt við þetta líf. Ég trúði ekki á hið ósýnilega. Ég trúði því ekki að hinir dánu og horfnu fengju aftur líf. Ég hef spilað á fölsk spil, vitandi vits. Ég hef grætt — stórgrætt. En nú er hann kominn aftur og ég fæ ekki frið fyrir honum. Þú trúir 577. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. tímalengd. — C>. sýnilegur. — 9. eymd. — 10. hugur. —■ 11. á fiski. — 13. viðræður. — 15. deilur. — 17. þras. — 18. engin. —- 20. aurasál. — 24. tala, þgf. — 25. vill stjórna. — 27. leyfi. — 29. þyrluðust. — 31. skotrar. — 32. hjálpar- sögn. — 33. flík. — 35. skemmd. —• 37. manns- nafn. —- 40. fiskur. — 41. mannsnafn. — 43. aula. -—- 46. uppskipun. — 48. líffæri. — 49. á fæti. —■ 50. gimsteinn. — 51. húsdýr. — 52. beint. Lóörétt skýring: ■ 1. innan sjónarsviðs.— 2. sýnir ástleitni. — 3. op. — 4. tota. — 5. heiti á lögun. — 6. nánd. — 7. á bragðið. — 8. spakir. —, 12. auðfarin. — 14. óþokki. — 16. ófreskjur. — 19. hlíft. — nafn. — 38. þjóðarkenning. —- 39. flúruð. — 42. 21. innmatur. — 22. ögn.— 23. land. — 26. iðn- atviksorð. — 44. brúka. — 45. forskeyti. — 47. aðarmaður. — 28. gáfu í skyn. — 29. mjög mikil. biblíunafn. — 30. flík. — 31. dæld. — 34. dýr. — 36. manns- Lausn á 576. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. lúka. — 4. fráfærunni. — 12. ung. — 14. blóra. — 15. foldin. — 17. krufning. — 19 sátan. — 21. núi. — 22. skækill. — 24. hrana. — 26. kal. — 27. naglrekna. — 30. efna. — 32. rag. — 33. lo. — 34. yfir. — 35. argað. — 36. róar. — 38. ti. — 39. tíu. — 41. aska. — 42. siggharka. — 45. kag. — 46. marra. '— 47. óað- gert. — 48. lím. — 49. krama. — 51. erfingja. — 53. blekið. — 55. Díana. — 57. lit. — 58. karl- anginn. —- 59. maur. Lóðrétt: 1. loftskeyti. — 2. kulsælni. — 3. and. — 5. rb. — 6. álka. — 7. fórn. — 8. æru. — 9. raforka. — 10. neinna. —■ 11. Ingi. — 13. gis- in. — 16. nálarauga. — 18. núa. — 20. tlg. — 23. kaffi. —i 24. herðakamb. — 25. angra. — 28. ligna. — 29. foragtaður. — 31. artir. — 33. lakar. — 37. óskekkta. — 40. ígrunda. — 42. samför. — 43. róa. — 44. aðall. — 46. MlR. — 48. leik. — 49. kjag. — 50. rani. — 52. gín. — 54. eim. — 56. an. þessu ekki. Þú munt segja að taugar mín- ar séu bilaðar. En ég veit að þetta er stað- reynd. Allt kemur aftur. Allt hefnir sín. Ekkert hverfur. Öll sár rifria upp og vilja læknast af þeim, sem olli þeim.“ Ulla hlustaði og horfði á föður sinn. Rödd hans var ólík því er hún átti að venj- ast. Hún var nú ekki skipandi og yfirlætis- leg. Röddin var lág og hrjúf. Hún sá að hrukkur voru komnar í andlit hans, er var náhvítt. „Hvern áttu við?“ spurði Ulla með eftir- væntingu. Hann hreyfði höfuðið og sagði: Þeir eru margir er ég gæti sagt frá. Hann er ekki sá eini, sem ég hef lagt að velli fjárhagslega. Ég lét sem ég væri vin- ur hans. Þess vegna er hann nú kominn aftur til þess að tala við mig, eða bara horfa á mig. Tillit hans mun fylgja mér — alltaf — þar til hann hefur komið mér fyrir ættemisstapa. Ulla mælti: „Hvað gerðirðu á hluta hans, pabbi?“ „Féfletti hann. Tældi hann til þess að undirrita skuldbindingar, sem urðu hon- um ofviða. Ég tók allt af honum. Við bú- um í húsinu hans, Ulla. Hann skaut sig. Ég sá hann kvöldið, sem ég---------. Hann stóð úti í garðinum og starði inn um gluggann. Hann leit út eins og þegar hann var ungur, og við vorum beztu vinir.“ „Pabbi! Hvað hét hann?“ „Það gildir einu.“ „Segðu mér hvað hann hét.“ „Gunnar Hald.“ Ulla hneig aftur á bak í stólnum og lok- aði augunum. Að augnabliki liðnu laut hún fram, og tók í hönd föður síns.“ „Það var ekki hann, sem kom um kvöld- ið. Það var Eyvind, sonur hans. Hann kom til þess að sjá bernskuheimili sitt. Sá dauði kom ekki.“ „Þú lýgur þessu, Ulla, til þess að losa mig við angistina.“ „Nei, pabbi. Eyvind Hald, situr hér frammi. Við kynntumst þetta ógleyman- lega kvöld, þegar þú------. Ég elska hann og ætla að giftast honum. Má ég kalla á hann?“ „Já, kallaðu á hann,“ svaraði faðir henn- ar. Ulla fór og sótti Eyvind. Hún hafði mikinn hjartslátt. Oluf Vehring starði lengi á unga mann- inn og dóttur sína, er stóðu frammi fyrir honum með hönd í hönd. Þá mælti hann: „Góði guð, viltu lofa mér að lifa enn um stund til þess að ég geti unnið að því, að þessir elskendur geti orðið hamingjusamir ? Ég mun bæta fyrir afbrot mín, og gera reikningskil.“ Svör við „Veistu —?“ á bls. 4: 1. Sem klukkuturn dómkirkjunnar í Pisa. 2. Einriði, sá sem riður eirm (Þórsheiti í fomu máli). 3. 50 sinnum minna en jörðin. 4. Mestizar, af hvítum mönnum og' rauðum; Múlattar, af hvítum mönnum og svörtum; Zambóar, af rauðum mönnum og svörtum. 5. Tryggve T.ie, norskur. 6. Abessiníu. 7. Enska, töluð af 260 miljónum manna. 8. 1 Iran (gömlu Persíu). 9. Uppgötvun rafsegulmagnsins. 10. Nei.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.