Vikan


Vikan - 10.01.1952, Blaðsíða 1

Vikan - 10.01.1952, Blaðsíða 1
16 síður Verð 2,50 Nr. 2, 10. janúar 1952 A Vatnajökli um vetur eftir Jón Eyþórsson. Vikan hefur beðið mig að „skrifa eitt- hvað um Vatnajökul í sambandi við mynd- ir þær, er hér birtast jafnhliða.“ Allar eru þær í sambandi við Fransk-íslenzka leið- angurinn, sem dvalist um sex vikna skeið á jöklinum í mars—apríl 1951. Ferðin var fyrst og fremst til þess gerð að mæla þykkt jökulíssins. Það hafði að vísu verið reynt en aldrei tekizt áður. Rannsóknar- ráð ríkisins kostaði förina að mestu, en Grænlandsleiðangur P. E. Victors lagði til mælingatæki, tvo menn og tvo skriðbíla. Hefðu bílarnir ekki verið, hefði þetta ferðalag verið óhugsandi. Mælingatækin eru þung, og auk þess er ekki unnt að „liggja úti“ á Vatnajökli um hávetur án þess að vera vel búinn. Farangurinn verð- ur því þyngri en svo, að mönnum sé kleift. að draga hann á sleða af eigin rammleik. Við lögðum upp á jökulinn af Breiða- merkursandi, nokkru austar en Breiðá, hið forna býli Kára Sölmundarsonar, mun hafa staðið. Það fór í jökul um 1700, en bæjarstæðið mun nú nýkomið undan jökli, þótt hvergi sjáist þess stað fyrir aur og jökulurðum. Breiðamerkurjökull er greið- fær, hvergi mjög brattur og lítt sprung- inn. Að minnsta kosti voru allar sprung- ur huldar hörðum snjó þar, sem við fór- um. Um 20 km. frá jökuljaðri rísa Esju- f jöll upp úr jökulbreiðunni. Þau eru hrika- lega fögur, einangruð og dularfull, óska- land útilegumanna. Þar hefur þjóðtrúin valið beitilönd fyrir villifé og hreindýra- hjarðir. Að vísu er furðumikill sumar- gróður í þessu ísaldarlandi, jafnvel mýra- gróður, en skammt mundi hann endast sem bithagi. Maður, sem lifði fram á þriðja tug þessarar aldar kvaðst oft hafa komið í Esjufjöll á yngri árum. Hefðu þar verið hjarðir hreindýra, en ekki hefði verið heiglum hent að eiga í höggi við útildgu- mennina! Úr Esjufjöllum héldum við beint norð- ur yfir Norðlingalægð og niður Brúarjökul. Lítið sáum við á þeirri leið sakir dimm- viðris, og snjór djúpur og laus á neðan- verðum Brúarjökli. Þykkt jökulsins var mæld með 5 km. millibili. Yfirborð jök- ulsins í Norðlingalægð er 1400 m. en fjall- ið undir honum virðist aðeins rúmir 800 m. yfir sjávarmál. Norðlingalægð er ný- nefni, en það er dregið af því, að norð- lendingar muni hafa farið þessa leið suður yfir jökul fyrr á öldum, er þeir sóttu sjó úr Suðursveit. Aðrir fóru hjá Snæfelli og yfir í Hornaf jörð. Er sá jökulvegur styttri og greiðfærari. Framhald á bls. 3. Efri myndin: Grettistak úr glærum ís sunnan undir Esjufjöllum. Við lækjarsytru uppi í hömr- unum myndast geysimiklir svellbunkar. Stundum brotna þeir frá berginu af þunga sínum, sundr- ast og velta niður á jafnsléttu. 1 sólskini sindra þeir í grænum eða bláum litum. Neðri mynd: Skriðbílar á Skeiðarársandi. Hvannadalshnúkur í baksýn á miðri myndinni, en Skaftafellsjökull t. v. og Svínafellsjökull t. h. Ljósm.: Árni Stefánsson.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.