Vikan


Vikan - 10.01.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 10.01.1952, Blaðsíða 2
VIKAN, nr. 2, 1952 PÓSTURINN Kæra Vika mín! Viltu vera svo góð að segja mér eitthvað um Larry Parks, sem lék í myndinni urn Al Jolson. Helzt langar mig til þess að fá að vita heimilis- fang hans. — Ég vona að þetta bréf lendi ekki í rusla- körfunni. Sigga. Svar: Larry Parks er amerisk- ur og byrjaði leik- feril sinn við Group Theatre í New York, lék þá m. a. í „Mætti gullsins" eftir Larry Parks' Clifford Odets. Síðan 1941 hefur hann einungis leik- ið í kvikmyndum, sérstaklega í dans- og söngvamyndum eða róman- tískum íburðarmyndum. Orðstírs gat hann sér fyrst í „Sögunni af Jolson" (The Jolson Story). Frá þvi hefur hann leikið yfir 40 hlutverk. Hann er brúnn á. hár og brúneygður. Las til læknis áður en hann lagði út á leikbrautina. Heimilisfang hans þekkjum við því miður ekki. Kæra Vika! Vildurðu gjöra svo vel, að segja mér eitthvað um Perry Como. Einnig langar mig til að vita eitt- hvað um Jane Powell. Og að síðustu langar mig til að vita hvort þú gæt- ir gefið mér heimilisfang einhvers dagblaðs eða vikublaðs í Færeyjum, og einnig heimilisfang einhverrar bókabúðar þar. Fyrst ég er byrjaður að skrifa þér þá vil ég þakka þér kærlega fyrir allar þær ánægjustundir, sem þú hef- ur veitt mér. Ég vona að þú svarir þessum spurningum greiðlega fyrir mig. Með þakklæti fyrir hin væntanlegu svör. Aðdáandi Færeyja. Svar: Við höfum ekki upplýsingar um Perry Como. Jane Powell er frá Portland, Oregon, í Bandaríkjunum og heitir réttu nafni Suzanne Burce. Hár hennar er dökkjarpt og augmi blá. Hún hóf að syngja fyrir börn, í útvarp, þegar hún var átta ára .(MHilHllliiiiiiiiiiiilMiiiliiiMmiiiimiiiiiimiiiiiiiiimNMil v, Tímaritið SAMTÍÐIN | Flytur snjallar sögur, fróðlegar | | greinar, bráðsmellnar skopsögur, E | iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. = 5 10 hefti árlega fyrir aðeins 35 kr. § I Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. 1 I Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. | | FRÍMERKJASKIPTI | Sendið mér 100 íslenzk frí- merki. Ég sendi yður um hæl 200 erlend frímerki. Guniiar H. Steingrímsson Nökkvavogi 25 — Reykjavík gömul. Við höfum ekki mynd af henni. Dimmalætting er blað í Thors- havn í Færeyjum og hér er eitt nafn bókaverzlunar þar: H. N. Jakobsens Boghandel, Thorshavn. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Jón Þorvaldsson (við stúlkur 17—19 ára), Ingólfsstræti 41, Hnífsdal. Margeir Ásgeirsson (við stúlkur 17 —20 ára), Stekkjagötu 40, Hnífs- dal. Guðmundur Helgason (17—20 ára), Strandgötu 36, Hnífsdal. Rakel Árnadóttir (við pilta 15—17 ára) og Ásthildur Guðmundsdóttir (við pilta 15—17 ára), Strandgötu 17, Hnífs- dal. Helga Hannesdóttir (við pilta 17—20 ára), Hækingsdal, Kjós. Helga Bjarnadóttir (við pilta 16—19 ára), Laxárnesi, Kjós. Herdís Jónsdóttir (við pilta 14—17 ára), Þóra Jónsdóttir (við pilta 13—15 ára), Björg Jónsdóttir (við pilta 13—15 ára), allar að Blönduhóli, Kjós. Inga Magnúsdóttir (pilta 18—21 árs), Túngötu 38, Reykjavík. Guðbrandur Hannesson (stúlkur 13— 16 ára), Reynisvöllum, Kjós. Ólafur Þór Ólafsson (við stúlkur 13—16 ára), Valdastöðum, Kjós. Miss Joan Williams (22 ára), 2, Ox- ford Road, West Hartlepool, County Durham, England. Miss Sheila Nicholson (19 ára), 9, Eest Víew, Holme Hill, Easington Colliery, County Durham, England. Ólöf Magnúsdóttir (við pilta eða stúlkur 16—18 ára), Merkigerði 4, Akranesi. Erna Hafnes (við pilta eða stúlkur 16—18 ára), Akursbraut 22, Akra- nesi. Nanna Sigþórsdóttir (við pilta og stúlkur 15—17 ára), Tunguhaga, Völlum, Suður-Múlasýslu. Lóa Óladóttir (við pilt eða- stúlku 17—19 ára), Thorax — Kirugisk Afd. Rigshospitalet, Köbenhavn, Danmark. Aðalheiður Jónsdóttir (við pilta 19 —24 ára, æskilegt að mynd fylgi bréfi), Húsmæðraskólanum, Varmalandi, Borgarfirði. Sæunn Þorleifsdóttir (við pilta 19— 24 ára, æskilegt að mynd fylgi bréfi), Húsmæðraskólanum, Varmalandi, Borgarfirði. Emma Kristjánsdóttir (við pilta eða stúlkur 16—20 ára), Helgafells- braut 10, Vestmannaeyjum. Elín Aðalsteinsdóttir (við pilta eða stúlkur 16—20 ára), Faxastíg 12, Vestmannaeyjum. Rósa Helgadóttir (við pilta eða stúlk- ur 15—20 ára), Vesturhúsum, Vestmannaeyjum. Guðrún S. Jóhannsdóttir (við pilt eða stúlku 17—20 ára), Möðruvalla- stræti 6, Akureyri. Unnur Magnúsdóttir '(við pilta 17— 19 ára), Reykjarvík, um Kaldrana- nes, Strandasýslu. Frigga Ingibergsdóttir (við pilta 17 —20 ára), Munaðarnesi, Norður- firði, Strandasýslu. Ásta Ástvaldsdóttir (við pilta eða stúlkur 13—15 ára, æskilegt að mynd fýlgi bréfi), Suðurgötu 30, Akranesi. Jónas Jónsson (við stúlkur 16—21 árs, mynd fylgi), Guðmundur Jónsson (við stúlkur 16 —21 ára, mynd fylgi), Óskar Jónsson (við stúlkur 16—21 árs, mynd fylgi) og Þórey Jönsdóttir (við pilta 15—20 ára, mynd fylgi). Öll til heimilis- að Þorvaldsstöðum, Breiðdal, S.- Múlasýslu. Ágúst H. Sveinsson (við stúlkur 15 —17 ára), Syðra-Velli, Gaulverja- bæjarhreppi, Arnessýslu. Elín Gunnarsdóttir, Sigfús Gunnarsson og Halldór Gunnarsson óska eftir bréfa- samböndum (tóku ekki fram ald- ur), öll til heimilis að Gilsfjarðar- múla, um Króksfjarðarnes, Barða- strandasýslu. Gullna hliðið i Þjóðleikhúsinu Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er efalítið vinsælast hérlendis allra islenzkra leikrita. Þegar tjöld voru dregin upp í Þjóð- leikhúsinu annan jóladág siðastliðinn, var þegar búið að sýna það hér í bæ 101 sinni, í Iðnó, fyrst veturinn 1941 (66 sinnum), síðar haustið 1948 (35 sinnum).. Og þegar leikritið kom út í bókarformi hjá Þorsteini M. Jóns- syni, Akureyri 1941, seldist það upp á stuttum tíma. Undir hlutverkaskrá í leikskránni stendur: Drög: Þjóð- saga og gamlir sálmar. Vafalaust er að finna í þessum orðum rök fyrir vinsældum leikritsins, auk þess, að skáldinu hefur heppnast að færa það í léttan búning, skáldlegan og þjóð- legan í senn. Jón og kerling hans eru háíslenzkt fólk: hún óhvikul i þrautseigju sinni eins og hálendis- gróður, hann grár og grófur eins og drangur, og stór í smæð sinni. Lárus Pálsson var leikstjóri, eins og fyrr í Iðnó, og neytti mjög hins stóra sviðs, enda voru leiktjöld í þrem seinni þáttunum harla ólík því, sem áður var: víðsýnin meiri og Ijós- tækni beitt til aukinna áhrifa. Sömu leikarar voru í aðalhlutverkum sem áður: Arndís Björnsdóttir (kerling), Brynjólfur Jóhannesson (Jóri) og Lárus Pálsson (óvinurinn). Auk þeirra er fjöldi minni hlutverka, sem of langt yrði upp að telja. Tónlist var flutt eftir Pál Isólfs- son. Það gerðu meðilar úr Sinfóníu- hljómsveit, en stjórnandi var dr. Victor Urbancic. Listagóð leiktjöld voru máluð af Lárusi Ingólfssyni og Magnúsi Pálssyni. Leiksviðsstjóri var Yngvi Thorkelsson, en Ijósameistari Hallgrímur Bachmann. Vikivaka. samdi og æfði Sigríður Valgeirs- dóttir. E. E. H. Úti fyrir Gullna hliðinu: Brynjólf- ur Jóhannesson sem Jón, Arndís Björnsdóttir sem kerlingin, Lárus Pálsson sem óvinurinn. (Ur 4. þætti). Herdís Þorvaldsdóttir sem Helga, Arndís Björnsdóttir sem kerlingin og Haraldur Björnsson sem bóndinn. (Ur 3. þætti Gullna hliðsins). Utgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.