Vikan


Vikan - 10.01.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 10.01.1952, Blaðsíða 4
VIKAN, nr. 2, 1952 Sá á kvöiina, sem á völina. Smásaga eftir Holger Lindh. MARlA opnaði, þegar dyrabjöllunni var hringt. Þorsteinn kom inn. Hann leit á hana dökkum, alvarlegum augum og veitti því þegar athygli, að hún var óróleg. Svipur hennar lýsti innri baráttu, og kinnar hennar voru fölar. „Hvað er að, María?" Hún vætti varirnar, horfði á hendur sínar og fitlaði eirðarleysislega við trú- lofunarhringinn, sem blikaði á vinstra baugfingri. „Eg var að fá bréf. Knútur er að koma aftur. Aðstoðarkennarastarfinu er lokið." Þorsteini brá í brún. „Hvað ætlar þú að gera?" spurði hann snöggt. Hún leit upp og mætti augum hans biðjandi á svip. „Þorsteinn. Hvað get ég gert?" Hann gekk alveg fast að henni og tók um axlir hennar. „Eg elska þig. Elskar þú mig?" „Ég veit það ekki — ef til vill. Eða er þetta aðeins smáskot?" „Þú getur ekki elskað okkur báða jafn mikið," svaraði hann. „Þú hefur sagt, að þú elskir mig. Þá getur þú ekki líka elsk- að Knút — eða hvað?" „Ég vildi óska, að ég gæti svarað neit- andi! En Knútur treystir mér, og hann elskar mig ..." „Hann finnur fljótt aðra." Hún reif sig fljótt lausa með ofsalegu viðbragði og sneri sér frá honum. „Ég hef hegðað mér eins og hugsunar- laust, eigingjarnt fífl gagnvart honum," hrópaði hún. Þorsteini varð mikið um þetta svar hennar, og karlmannlegt andlit hans varð harðneskjulegt. „María." Rödd hans var bitur og harðleg, þegar hann nefndi nafn hennar. Hún svaraði ekki, en gekk að gluggan- um, þar sem hún stóð þögul, niðursokkin í hugsanir sínar og augu hennar hvörfl- uðu ráðleysislega yfir umhverfið. Svipur Þorsteins varð mildari, þegar hann virti fyrir sér grannan, liðlega vaxinn líkama hennar. Hann gekk til hennar, en gætti þess, að snerta hana ekki. „María," sagði hann lágum rómi. „Þú getur staðið augliti til auglitis við hann án þess að blygðast þín. Þú hefur ekki svik- ið hann né brugðizt honum á nokkurn hátt. Ekki í eitt einasta skipti hefur þú leyft mér að kyssa þig. En þú verður að taka tillit til þinna breyttu tilfinninga! Litla stúlkan mín! Skilur þú ekki, að þú verður að slíta öllu sambandi við hann! Þú elskar mig, ekki hann." Hún sneri sér að honum, og á ungu and- liti hennar var alvöru svipur. „Þú hefur rétt fyrir þér . . ." „Ástin mín!" Unga stúlkan hélt höndunum fyrir framan sig og gekk nokkur skref til hlið- ar, þegar hann ætlaði að taka hana í faðm sér. Hann hristi höfuðið, ringlaður og undrandi, og hrópaði: „Hvað meinar þú, María?" „Þorsteinn, hlustaðu á mig," svaraði hún rólega. „Þú greipst fram í fyrir mér. Þú hefur rétt fyrir þér í því, að ég hef ekki svikið hann; en hvað hef ég gert í hjarta mínu?" Þorsteinn forðaðist að mæta augum hennar. „Þú hefur sagt, að þú elskaðir mig. Mér er sama um allt annað. Þú átt líka ekkert meira að gefa Knúti. Þess vegna verður þú að slíta trúlofun ykkar." „Er þér alveg sama um það, að Knútur er einn af vinum þínum?" „Vináttan verður að víkja fyrir ástinni," svaraði hann. Hún dró andann djúpt og lagði hönd- ina á handlegg hans. „Þorsteinn. Eg get ekki talað meira um þetta núna. Ég — ég þoli það ekki. Viltu vera svo góður að lofa mér að vera í næði. Ég þarfnast einveru." Þorsteinn beit á vör og varð að stilla sig til að halda aftur af orðunum, sem láu á vörum hans. Hann hneigði sig þögull, sneri sér við til að fara, þá greip hún skyndilega í hand- legg hans, og hann sneri sér að henni. Nú var hún í faðmi hans og þrýsti andliti sínu að brjósti hans í djúpri örvilnun, og hendur hennar héldu í axlir hans krampa- kenndu taki. Þorsteinn stóð grafkyrr, þó að hann þráði ekkert heitar en að kyssa hana — kyssa burtu leifarnar af mót- stöðu hennar og sýna henni, hvað hún ætti að gera. Hann hafði orðið hrifinn af Maríu við fyrstu sýn. En þá var hún sjálf ástfangin af Knút, sem var aðlaðandi, ungur mað- ur, mjög glæsilegur, og hafði tök á að hrífa flesta, sem hann kynntist, vegna þess hve hann var skemmtilegur, f jörleg- ur og félagslyndur. Þorsteinn var einn af þeim fáu, sem þekkti Knút fullkomlega, og hann vissi, að Knútur var bak við skeí glæsimennzkunnar, fremur eigingjarn, sjálfsánægður og óáreiðanlegur. Hann hafði álitið, að tilfinningar Knúts gagn- vart Maríu yrðu eins hverfular og öll önnur skot hans, en honum til undrunar trúlofuðust þau, svo að um tíma leit svo út, að Knútur hefði orðið raunverulega ástfanginn. Þorsteinn hafði unnið vináttu Maríu, en hann sýndi hvorki í orðum né gjörðum, hvernig tilfinningum hans var háttað. Ótal sinnum reyndist honum það erfitt að láta sem ekkert væri, þegar hún kom til hans í fullri vinsemd og stakk hendinni undir handlegg hans. Hann reyndi að fá ,!ii"'""Niii......iiMiii.Miiinmmii'iini VEIZTU -? iiriiniiiim......(.......iinijr^ 1 1. Hákarlinn er beinlaus. ífr hverju er = i beinagrind hákarlanna? | 2. Hver sagði þessi orð: „Allillt er slíkt | að vita um svo göfgan mann, að slíkt | illmenni skal hafa honum að bana orðið ..." I hvaða tilefni eru þau | sögð, og hvar standa þau? 3. Hver er eðlisþyngd blýs? 4. Hvenær var kvikmyndin upp fundin og | hverjir gerðu það? 1 5. Hvað eru margir þumlungar í fetinu? | | 6. Hvað heitir Stalin fullu nafni? | 7. Hvað er langt frá Reykjavík til Akur- I eyrar ? | i 8. Hvað er vindur ? 1 | 9. Hvar fœddist Jóhanna frá Örk? 10. Hvaða ríki liggja að Frakklandi? Sjá svör á bls. 14. | ''imiuiii..........iiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiii........i...............i.......iiiiniiiiH......v" Mannlýsing úr íslenzku fornriti: „Sá sveinn var snemma vænn og gervi- legur, stilltur vel, orðvís, langsær, vin- fastur og hófsmaður um allt hluti." Hver var þessi maður og hvar er lýs- ingin ? (Sjá svar á bls. 14). áhuga fyrir öðrum stúlkum, verða ást- fanginn í þeim og gleyma Maríu, en ekk- ert dugði. Þá hafði Knútur, sem var kennari, fengið aðstoðarkennarastöðu í smábæ úti á landi. Það var aðeins fyrir nokkurra mánaða tíma, en hann var samt sem áður hræddur um, að Maríu mundi leiðast í Kaupmannahöfn. Hvað var þá eðlilegra, en að það kæmi í hlut Þor- steins, sem var vinur beggja, að sjá um, að María sæti ekki alltof mikið heima og léti sér leiðast. Það byrjaði með því, að þau fóru í kvikmynda- hús saman. Síðan drukku þau te heima hjá henni, spjölluðu ofurlítið saman, reyktu og höfðu bæði ánægju af. Smám saman fundu þau hjá sér þörf til að hitt- ast. Stundum fóru þau saman á dansleiki. Og án þess að þau gerðu sér það fyllilega Ijóst, breyttist afstaða þeirra hvors til annars, þangað til þeim varð það ljóst, að þau voru orðin ástfangin hvort af öðru. María viðurkenndi strax fyrir sjálfri sér og Þorsteini, að þannig væri málunum komið, en hún hélt honum samt í hæfi- legri fjarlægð og vildi ekki láta kyssa sig. — Og hún vildi ekki halda áfram að fara út á kvöldin með honum. Þorsteinn lofaði henni að vera í friði í heila viku, til þess að hún fengi næði til að átta sig. Þegar hann að lokum heimsótti hana, tók hún honum sem vini ekki sem unn- usta. Auðvitað gat hann ekki þolað þetta og reyndi að faðma hana og kyssa til að eyða mótþróa hennar, en hún var föst fyr- ir. En hann mat tryggð hennar þrátt fyrir allt, og skildi það vel, að hún gat ekki gleymt því, að hún væri trúlofuð Knút. Hún setti þau skilyrði, ef þau ættu að geta umgengist hvort annað framvegis, að þau væru vinir og ekkert annað. Hann var neyddur til að fallast á þetta, þegar honum skildist, að ákvörðun hennar var óhagganleg. Eftir það forðaðist hann að fylgja henni upp í íbúðina og flýtti sér að kveðja við hliðið. 1 heila viku hafði hann ekki haft geð í sér til að síma til hennar og hafði held- ur ekki á neinn, annan hátt reynt að hitta hana. Mörgum sinnum hafði hann lagt höndina á símtólið, og hann hafði verið ákveðinn í að síma til hennar, þegar hon- um fannst, að hann gæti ekki þolað leng- ur einveruna, en alltaf skipti hann um skoðun. í hvert skipti, sem síminn hringdi, hélt hann, að nú væri María að hringja, og hjarta hans barðist ótt, þegar hann svar- aði. En alltaf varð hann fyrir vonbrigð- um. Það var aldrei mjúk, þægileg rödd Maríu, sem hljómaði gegnum símann, því miður. En að lokum hringdi hún. Hann heyrði það á raddblæ hennar, að hún var í æstu skapi. Þegar hún bað hann að hafa tal af sér, hikaði hann ofurlítið, áður en hann svaraði: „Já, auðvitað, það vil ég gjarna." Og nú stóð hann þarna og vafði hana örmum. Hún þrýsti sér að honum, en fói allan tímann anditið. En svo sleppti hún skyndilega og sneri sér frá honum. Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.