Vikan


Vikan - 10.01.1952, Qupperneq 5

Vikan - 10.01.1952, Qupperneq 5
VIKAN, nr. 2, 1952 Æ veiðum SAKAMALASAGA Ný framhaldssaga: eftir MIGNON G. EBERHART 2 Sue dokaði við inni í vinnustofu hans. Hún stóð við skrifborðið og horfði yfir viðamiklar handbækurnar, sem á því lágu, án þess þó að sjá þær. Það var eins og hún hefði tapað tilfinn- ingunni. Rödd Fitz hljómaði eins og úr fjarlægð í eyrum hennar og því næst fótatak hans. Það var skuggsýnt í stofunni, og hún sá óljóslega andlit hans, þegar hann birtist að síðustu í dyr- unum. „Hann var sýknaður," sagði hann. Hann greip um hendur hennar og hálfdró hana að stól, sem var við arininn. Því næst kveikti hann upp í arninum. Þar stóð hann; kyrrlátur og horfði niður til hennar. Skuggsýn stofan og hár maðurinn, sem sýnd- ist eins og skuggagerður séð frá bjarma elds- :ins, skýrðist smátt og smátt fyrir augum hennar. Hundarnir vældu og geyjuðu úti fyrir dyrum, þá langaði inn í hlýjuna. Þokan hafði nú breytzt i regn, sem hjalaði við rúðurnar. Dóm- urinn hafði fallið. Jed var frjáls. Og sjálf var hún líka frjáls — í vissum skilningi. • Fitz virti hana fyrir sér. Svo fór hann að tala, og rödd hans var lág, því að snarkið í eldinum -og dynur regnsins yfirgnæfðu hana næstum þvi: „Það er dálítið, sem mig langar til að segja þér, Sue, fyrst Jed er orðinn frjáls aftur. Ég elska þig, Sue, og ég held þú elskir mig líka. Eigum við ekki að giftast?" Það snarkaði hátt í eldinum, blossi skauzt upp. Nú glumdi regnið á rúðunum. Fitz greip um hönd liennar. Nei, það var ekki rétt, sem hún hugsaði áðan: hún var ekki frjáls. „Þér getur ekki verið alvara, Fitz. Ertu bú- inn að gleyma, að ég leik hlutverk „konunnar í morðmálinu". Því hlutverki get ég aldrei varp- að frá mér. Það . . . þér getur ekki verið al- vara að vilja giftast mér. Og auk þess . , . En hvað lienni hafði skjátlazt: Auk þess var það Jed! Eftir stutta þögn sleppti hann hendi hennar. „Já, auðvitað Jed,,“ sagði hann. Hann gekk þvert yfir stofuna og þrýsti á hnapp. Þar stóð hann kyrr án þess að líta til Sue, þar til ung stúlka — frískleg, með hvíta svuntu framan á sér ■— birtist í dyrunum. „Jason er ekki hér núna, Fitz. Get ég eitthvað gert fyrir yður?“ „Jason í Bedford. Hann kemur hingað, þegar hann hefur ekið fröken Poore heim.“ Stúlkan leit brosandi til Sue. „Karolinu Poore, á ég við,“ sagði Fitz. „Ég tók Sue heim með mér, og hún þarf að fá te — og við bæði reyndar. Það gleður ýður auðvitað að heyra, að dómur h'efur fallið og Jed sýknaður, Mamie.“ ,,Ó, hvað það var dásamlegt!" Dökk augu henn- ar lýstu af samúð með Sue — eins og allir aðrir vissi hún, hvaða sess Sue skipaði í lifi Macs. „,Mér þykir vænt um það yðar vegna, ungfni Sue. Nú skal ég koma með teið eins fljótt og ég get. Þetta fór vissulega vel, herra Fitz. Það verður almenn gleði yfir þessu í bænum.“ Hún reigsaði út. Fitz gekk hægt til Sue aftur. Hann settist í rauða, snjáða leðurstólinn við skrif- borðið, sem á var lampi, blaðabunkar og bækur. „Þú sérð um allt,“ sagði Sue dálítið hjáróma. „Það var gott, að Jason tók að sér að aka Karo- línu frænku heim. Hún hefur reynzt mér svo vel. En — en hvernig fæ ég þakkið þér allt það, sem J)ú hefur fyrir mig gert?“ „Það skal ég segja þér. Hlustaðu bara á mig. FORSAGA: Fyrir réttinum í smábæn- um Bedford stendur Jed Baily, ákærður fyrir, morð á konu sinni, Ernestínu, sem benti á hann sem morðingja sinn á dauðastundu. Eftir þriggja daga réttar- höld og málaferli er dómur kveðinn upp i málinu. Ákærandi heldur ræðu og seg- ist álíta bernskuvinkonu Ernestínu, Sue Poore, meðseka og staðhæfir, að Jed hafi viljað taka hana sér fyrir konu. Fitz Wilson blaðamaður, trúr vinur Sue og fjölskyldu hennar, ekur Sue heim til sín frá réttarhöldunum. Þau lögðu af stað þaðan, áður en ákærandinn hélt ræðu sína. Svo gengur Fitz að símanum til að hringja og spyrjast fyrir um niðurstöðu kviðdómendanna. Það er dálitið, sem þú verður að skilja. Það yrði okkur báðum fyrir beztu." Hann þagði stutta stund og starði inn í elds- glæðurnar. Einhversstaðar heyrðist sími hringja. Litlu síðar opnaði Mamie dyrnar: „Frú Ludding- ton er í símanum," sagði hún. „Hún vildi fá að vita, hvort þér hefðuð heyrt það. Og ég sagði henni, að svo væri. Viljið þér tala við hana, Fitz?“ „Nei, ekki núna. Viljið þér ekki þakka henni fyrir hugulsemina. Og, Mamie, ef síminn hringir aftur, skuluð þér segja, að ég hafi heyrt um sýknunina, og ennfremur, að ég sé ekki heima.“ „Sjálfsagt, herra Fitz,“ sagði hún og reigsaði út. Þá sagði Fitz án þess að líta upp: „Taktu hattinn ofan.“ Hún hikaði stundarkorn, lítið eitt hissa á svip. Svo tók hún af sér hattinn, hann var grár að lit. Hún renndi fingrum gegnum hið ljósa hár. sitt. Frá því málaferlin byrjuðu hafði hún verið eins klædd: I grárri dragt og hvítri blússu, með gráan hatt. Það var næstum óskiljanlegt, að allt skyldi nú hjá liðið, og það, að taka hattinn ofan, var nokkurskonar viðurkenning þess. Hún hallaði sér aftur í stólnum. 1 fjarlægð heyrðist sími hringja. Fitz sat kyrr og horfði án afláts á hana. „Mjög gjarnan mundi ég vilja hafa þig ævin- lega hjá mér, Sue. Það er svo margt, sem ég þarf að segja þér. En ég vil ekki segja þér neitt, fyrr en þú ert reiðubúinn að hlusta á mig. Og ef ég ætti að segja þér allt í sem fæstum orð- um, þá yrði það þetta: Ég mundi gjarnan vilja þú færir aldrei frá mér.“ Hún vildi ekki líta til hans. Enda þótt hún lok- aði augunum, sá hún fyrir sér rauða leðurstól- inn og bókahillurnar — þar sem Fitz sat oft við vinnu sína. Hún fann hitann, sem lagði frá eld- inum, heyrði regnið glymja á glugganum, og hundana krafsa í útidyrnar. „Svo þú ert farin að gráta, Sue . . .“ Fitz gekk nú til hennar. Hann kraup á hné við hlið hennar, tók utan um hana og dró hana að sér, lagði vanga hennar að sínum: „Þú mátt ekki gráta,“ sagði hann. „Ég skal gæta þín, svo að enginn geti gert þér illt. Þú mátt ekki gráta . . .“ Hann þagði og þrýsti henni að sér. Nú greindi hún ekki framar snarkið i eldinum né dyn regnsins. Fitz sneri höfði hennar og kyssti hana aftur. „Þú elskar mig líka, Sue, er það ekki?“ Hún þi'ýsti andlitinu að jakka hans, grófum, en hlýjum. „Ég elska þig svo heitt,“ sagði hann. Það heyrðist fótatak frammi á ganginum. Hann tók undir höku hennar, hóf upp andlitið og horfði fast í augu hennar, og I augum hans brann áköf spurning. Svo kyssti hann hana létt á munninn og reis á fætur. Hann stóð til hlið- ar við arininn, þegar Mamie kom inn. „Settu bakkann þarna, Mamie. Sue getur hellt í bollana.“ Mamie lét bakkann á borðið. Það lagði af hon- um ilm af brauði og kanel. „Ungfrú Duval hringdi áðan — ungfrú Kamilla Duval,“ sagði Mamie og fór höndum um teketil- inn. „Hvað vildi hún?“ „Hún sagðist hafa saknað yður, hvergi getað komið auga á yður. Hún spurði líka, hvort þér hefðuð heyrt um sýknunina. Hún sagði, að mik- ið hafði verið um að vera eftir réttarhöldin í dag.“ Mamie laut yfir bakkann, um leið og hún lagði teskeiðar á undarskálar: „Hún sagði, að Ijósmyndarar hefðu komið til að taka myndir, og blaðamenn spurðu ótal spurninga, og aliir óskuðu Jed til hamingju. Á eftir fóru þau öll niður í Hallow klúbbinn." „Hallow klúbbinn!“ „Já, þau langaði til að votta Jed gleði sína í verki,“ sagði hún. „Jæja!“ „Og hún bað mig að skila til yðar að koma sem fyrst þangað niður eftir.“ „Þakka yður fyrir,“ sagði hann stuttaralega. Mamie hafði verið niðurlút fram að þessu, en nú leit hún upp. „Já, ég hélt þér munduð ekki fara,“ sagði hún. „Þess vegna sagði ég, að þér væruð úti við, og mynduð líklega ekki koma heim fyrr en seint i kvöld. Samt sagðist ég skyldi segja yður þetta, þegar þér kæmuð. Hérna er heitt te, ungfrú Sue, og bollur og kringlur.“ Mamie hélt út úr stof- unni með ánægjuglampa í augunum. Fitz bar stól að borðinu. „Já, en hvernig geta þau farið að skemmta sér núna . . . það er ótrúlegt . . .“ „Nú, þau þrá einungis að létta sér upp,“ svar- aði hann. „Já, en Ernestína . . .“ sagði Sue og þagn- aði. Fitz snöggleit til hennar. „Helltu nú í bollana,“ sagði hann. „Bara að þú ættir oft eftir að hella svona í bollana fyrir mig.“ Hún forðaðist að líta til hans. Hann settist við teborðið og hélt uppi bollanum, meðan hún hfellti í þá. ,,Já,“ sagði hann, „Ernestína er dauð, því verður ekki neitað. En hvað þýðir að sýta. Þetta var allt mjög átakanlegt, mjög sorglegt, en nú heyrir það fortíðinni til. Við megum ekki líta á það sem eitthvað ævarandi. Við megum ekki trúa, að það skilji eftir sár, sem aldrei geti hyldgazt. Öll sár hyldgast um síðir, Sue. Má bjóða þér mjólk?“ Hún kinkaði kolli. Hann hellti mjólk út I boll- ann hjá henni. Síðan tók hann lokið af fatinu. Þá komu í ljós tebollur. „Drekktu nú teið,“ sagði hann. Einhver hafði hleypt hundinum inn í húsið. Þeir æddu gegnum ganginn, svo að glumdi í, líkt og undan hestshófum. Siðan geystust þeir inn i stofuna og flöðruðu ólmir upp um Fitz og Sue. Minnstu munaði þeir steyptu um teborðinu. Tveir þeirra voru veiðihundar, en sá þriðji var völskuhundur, og þegar hann sá bollurnar á borð- inu, lagði hann loðinn hausinn i keltu Sue og horfði til hennar vonaraugum. „Gefðu honum bara eina, ef þig langar til . . . svona rólegir nú, leggist þið niður! Sue tók bollu

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.