Vikan


Vikan - 10.01.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 10.01.1952, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 2, 1952 og skipti henni milli þeirra. Um leið hættu þeir ærslunum. Völskuhundurinn gleypti sinn bita eins og örskot og horfði síðan illilegur á hina, þar til þeir höfðu einnig komið sinum niður. Því næst lögðust þeir allir og létu lítið fyrir sér fara. Það var glórulaust af henni að gera þetta. Seinna mundi hana iðrast þess. Auðvitað hafði hún yndi af að sitja hér, þó að hún vissi undir niðri það yrði aldrei nema skammgóður vermir — arineldurinn, hundarnir ■— og karlmaðurinn, sem sat gegnt henni og teygði fæturna í átt til eldsins. Lengi sátu þau þögul -— og það ríkti þögn í stofunni, þó að enn niðaði regnið á glugganum og þó að annar veiðihundurinn tæki til við að klóra sér í ákafa bak við eyrað. Völskuhundur- inn lá fram á loppur sínar og leit græðgislega af bollufatinu og á Sue. — Fitz kveikti sér í sígarettu, reis á fætur, hallaði sér upp að arn- inum og sagði eins og þetta væri framhald af fyrri viðræðum þeirra: „Sue, nú skulum við reyna að leiða okkur þetta fyrir sjónir eins og það er, en ekki eins og þér virðist það vera.“ „Öllum finnst það sama og mér . . .“ „Sjáðu nú til. Það var óneitanlegt djarflegt af þér að liggja ekki á liði þinu. Með þvi færðir þú fórn.“ „Það var skylda min!“ „Þannig hefðu ekki allar konur hugsað.“ „Hann myrti hana ekki.“ „Og einmitt vegna dirfsku þinnar hlaut ýmis- konar angur að bitna á þér, enda hefur þú ekki verið öfundsverð á síðkastið.“ Hún snöggleit upp. Þau horfðust í augu. Hún brosti. „Elsku Sue, heldurðu mér hafi nokkurn tíma flogið í hug, að eitthvað hafi verið milli ykkar Jeds.“ Hún þagði litla hríð, síðan sagði hún og dró seiminn: „En hváð um vitnin . . .?“ „Elsku Sue,“ sagði Fitz. „Ég hefði ekki trúað þér, þó að þú hefðir sjálf sagt mér, að þú værir ástfangin af manni, sem átti aldavinu þína fyrir eiginkonu. Láttu nú ekki eins og kjáni, Sue. Ég hef kynnzt þér vel í vetur. Það eru eintómar grillur, að þú sért brennimerkt, að þú getir aldrei máð burt úr huga þínum atburði siðustu daga.“ Hann sneri sér undan og horfði í eldinn. Síðan sneri hann sér aftur að henni og sagði: „Þú skalt giftast mér, Sue.“ „Víst er ég brennimerkt! Það verður aldrei af mér skafið. Og ekki get ég lagt þann klafa á þinar herðar líka.“ (En hvað það mundi verða yndislega auðvelt að segja allt þveröfugt þessu.) Hún greip um arma stólsins. „Og nú verð ég að fara. Karolína frænka hlýtur að vera komin heim, og . . ." „Þú verður að hlusta á mig, Sue. Ég elska þig. Ég vil giftast þér. Mér mundi þykja mikið til þess koma, ef þú vildir bera nafn mitt. Þú verður að treysta mér.“ Hún svaraði engu, af því henni var það um megn. Hann starði á hana. Hún sat ósköp kyrr- lát í bakháum stólnum, og virtist ósköp lítil. Hakan, sem hún hóf svo hátt í vitnastóinum, að hún virtist tákn örvilnunar hennar, var nú hröp- uð, og andlit hennar sýndist barnslegt og veik- fellt í bjarmanum frá eldinum, sem lék um þunn- an vanga hennav og mótaði sjúklega skugga undir augunum. Völskuhundurinn hafði aftur lagt höfuð í keltu hennar, og hún strauk hendi hugs- unarlaust yfir koll hans. Gullnum ljóma sló á hið bjarta hár hennar. Um hálsinn bar hún festi úr gömlum perlum. Fitz virti festina fyrir sér. Ef til vill hafði Sue fengið hana frá móður sinni eða frænku. Þá flaug honum í hug, að efalaust hefði örvilnun síðustu vikna, réttarhöld og auð- mýkingar æ ofan í æ, ef til vill hefði allt þetta fært hana nær sökunaut sínum, Jed. Var Jed þess yerður? hugsaði hún beisklega. „Jed . . .“ hóf hún máls, en þagnaði síðan. „Hefurðu heitið Jed að giftast honum?“ „Nei. Við minntumst aldrei á hjónaband, fyrr en þarna um kvöldið, en ég veit hann væntir mín . . . hann trúir . . .“ Fitz baðaði óþolinmóður út hendinni, en stillti sig þó. „Þykir þér þú skuldbundin honum á einhvern hátt?“ „Hann treystir mér. Það hefur hann sagt. 1 allan vetur . . .“ „En elskar þú hann?“ „Ég hélt ég elskaði hann. Ég hélt . . .“ hún þagnaði, því að nú varð henni hugsað til dag- anna fyrir dauða Ernestínu. Þá hafði hún aldrei litið glaða stund. Efinn og örvæntingin hafði þjakað hana sýknt og heilagt, og að lokum hafði hún ákveðið að láta skríða til skarar. „Svikul ertu ekki, Sue, ef það skyldi valda þér einhverju hugarangri." „Þá hélt ég ekki, að ég gæti breytzt," sagði hún. „Ef til vill hefurðu heldur ekki breytzt. Ef til vill hefurðu ætíð hugsað til hans eins og þú hugs- ar núna. Mundirðu vilja giftast mér, Sue?“ „Já, já,“ sagði hún, en bætti síðan við í ákefð- arskyni: „En ég get það ekki, Fitz. Ég get það ekki . . .“ Fitz færði sig nær henni, en hélt samt aftur af sér. Hann varð að fara varlega út í þessa sálma. Bara hann hefði haft meiri tíma til um- ráða. En tíminn var naumur. Hann hafði ekki ætlað sér að impra á giftingu við hana núna. Hann hafði hugsað sér, að henni væri fyrir beztu að geta verið í friði um tima. Og nú heyrði hann óljóst, að dyrabjallan hringdi. Hundarnir könnuðust við hljóðið og spruttu á fætur. Hjarta hans herptist af angist. Skyldu þau öll vera komin? Sue heyrði ekki dyrahringinguna. Hún sat kyrr. Hann horfði án afláts á hana, en lagði jafn- framt eyrun að fótataki Mamiear frammi á gang- inum. Hann heyrði, að hún nam staðar, eins og hún væri í vafa, hvort lykja skyldi upp dyrunum. Þá opnuðust þær skyndilega, og hund- arnir geystust út úr stofunni. Það var kallað: „Fitz —- Mamie, er herra Fitz heima! Halló Fitz, hvar ertu?“ Sue leit upp. Fitz dró andann djúpt og sagði hraðmæltur: „Sue, ég verð að segja þér nokk- uð nú þegar. Kviðdómendurnir sýknuðu Jed — en ekki heldur meir.“ Blá augu hennar fylltust myrkri og hryggð. „Kviðdómendurnir vísuðu málinu ■ frá sér og til iögreglunnar og kröfðust þess, að hún hæfi nú þegar rannsókn í málinu. Þeir lögðu áherzlu á, að allir, sem verið höfðu í námunda, þegar morðið var framið, yrðu teknir til yfirheyrzlu." „Jæja, þarna ert þú þá, Fitz.“ Kamilla stóð í dyrunum. 1 skininu frá arineldinum svipaði henni óhugnanlega til Ernestinu. Jed kom í ljós að baki Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Óh! Þarna koma þá vindlarnir, sem Georg var búinn að lofa mér! Sendisveinn: Hann sagðist vona, að yður lílcaði þeir! Pabbinn: Líkaði þeir, það -er nú svo, ég þyrfti þá að geta kveikt mér í einum. Þetta eru allt notaðar eld- spýtur. Pabbinn: Og slökkt á gas- lampanum. Pabbinn: Hvað er orðið af vindlingakveikj- aranum okkar, góða mín? Mamma: Ég fór með hann í viðgerð, hann stóð á sér. Lilli: Ég skal kveikja í vindlinum Lilli: Ég lærði þetta af skátadrengjum, sem búa hérna í göt- fyrir þig, pabbi. Komdu með mér! unni! Pabbinn: Já? Látum okkur sjá! Pabbinn: Fyrirtak, Lilli! Haltu bara áfram, þetta er alveg að koma!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.