Vikan


Vikan - 10.01.1952, Side 7

Vikan - 10.01.1952, Side 7
VIKAN, nr. 2, 1952 7 JÓLALEIKRIT Leikfélags Reykjavíkur. á móti voru búningar skrautlegir. Á seinustu öld tók kínverska leiklistin miklum vestrænum áhrifum, og segir leikstjórinn, Gunnar R. Hansen (í grein, sem hann ritar í leikskrána), að Pi-pa-ki sé sýnt „sem samband vestrænnar raunhyggju og kínverskr- ar ,,stílíseringar“.“ Einnig hefur kín- versk leiklist haft áhrif á vestræna leiklist, og er skemmst að minnast „Bæjarins okkar“ eftir Ameríku- manninn Thornton Wilder, sem L. R. sýndi fyrir nokkrum árum. Pi-pa-ki eða Söngur lútunnar er talið eitt af meistaraverkum kín- verskrar leiklistar. t>að var samið undir lok 14. aldar, og fyrst sýnt 1404 við kínversku keisarahirðina. Það er samofin lýrik frá byrjun til enda, einfalt í sniðum, en fallegt, og er ekki frá, að blærinn yfir því minni á sum forn-íslenzku hetjukvæðin: heiðríkja og kyrrð á yfirborði, en undir þungur straumur ívafinn beiskri ádeilu öðrum þræði og djúpri siðrænni alvöru. Það er tragískt að eíni, en bjartsýnt að boðskap. Leik- stjórnin var með ágætum, bæði í senn framandleg og nálæg, en því miður urðu einstöku leikendur til að rjúfa þann rósemdarhjúp, sem ævin- lega hlýtur að lykja um leikrit þess- arar tegundar. Gunnar R. Hansen á miklar þakkir skildar fyrir vikið. Ungur, reynslulítill leikari, Gísli Halldórsson, lék aðalhlutverkið, Tsæ- Jong, með stakri prýði; fas hans og iramsögn var prúðmannleg og féll hið bezta við anda leikritsins. Þor- Sitjandi frá vinstri Tsæ-Jong (Gísli Halldórsson), Njú prins (Þorsteinn Ö. Stephensen) og Njú Tjí (Guðbjörg Þorbjarnardóttir). Standandi frá vinstri: þjónn (Árni Tryggvason), ráðsmaður (Gunnar Bjarnason), þerna (Guðný Pétursdóttir). steinn Ö. Stephensen lék Njú prins og var traustur og óskeikull sem endranær. Guðjón Einarsson lék Tsæ. fyrrum dómara, þokkalega, en brást þó, þegar kom til átaka; konu hans lék Áróra Halldórsdóttir þokkalega. Erna Sigurleifsdóttir var sönn í hlut- verki Tjá-U-Njang, sömuleiðis Guð- björg Þorbjarnardóttir í hlutverki Njú-Tjí prinsessu. Aftur á móti var leikur Gunnars Bjarnasonar of gróf- ur, rödd hans hrjúf og litlaus (hann lék tvær persónur: ráðsmann prins- ins og framfærslufulltrúann). Þor- grímur Einarsson var ósannfærandi sem Búddaprestur (hann lék einnig siðameistara og anda). Bergljót Garðarsdóttir lék 3. hjúskaparmiðl- ara hressilega, en þó um of afkára- lega. Af öðrum leikendum má nefna: Árna Tryggvason, Guðnýju Péturs- dóttur, Helgu Bachmann, Guðlaug Guðmundsson og Guðrúnu Stephen- sen, Aðrir höfðu enn minni hlutverk. Tómas Guðmundsson þýddi leikinn. \lunnar R. Hansen teiknaði búninga og leiktjöld, en Lothar Grundt mál- aði þau. Tónlist önnuðust Egill Jóns- son, Snorri Þorvaldsson og Bogi Melsted. E. E. H. SPAKMÆLI Hégómagirnin er móðir tilgerðar- innar, og tilgerðin er kærasta dóttir hégómagirninnar; hégómagirnin er syndin, og tilgerðin er refsingin; hin fyrrnefnda er rót sjálfselskunnar, hin síðarnefnda er ávöxtur sjálfselskunn- ar. — (Lord Halifax). ! ! ! Mesta vandamál lífsins er að þekkja sjálfan sig. — (Tales). Annan jóladag frumsýndi L. R. kínverska sjónleikinn Pi-pa-ki eða .Söng lútunnar eftir Ká-Tsö-Tsjeng í Iðnó við mikla hrifningu. Leikstjóri var Gunnar R. Hansen. Kinversk leiklist er gömul í hett- unni, þó að ekki sé hún jafnaldra hmnar grísku. Sjónleikir, að slcilningi Vesturlandamanna, komu fyrst fram 200 árum eftir Krist, en öldum áður tíðkuðust leiksýningar: söngvar og ■dansar, sem óljós söguþráður tengdi saman; rætur þeirra felast í helgi- siðum og trúarathöfnum eins og þeirrar grísku. Leikritin voru sýnd á palli í miðjum sal eöa úti við vegg, og leiktjöld því fábreytt; aftur Þorgrímur Einarsson sem prestur, Erna Sigurleifsdóttii' sem Tjá-ú- Njang. Sá á kvölina, sem á völina. Framhald af hls. Jf. „Farðu nú, Þorsteinn!“ „Eins og þú vilt, María. Ég skal fara, •en ef þú skyldir skipta um skoðun, þá veizt þú, hvar ég á heima.“ Dyrnar skullu í lás á eftir honum. María tók að kjökra, þegar hún heyrði hann ganga hægt niður stigann. Nokkur augnablik fól hún andlitið í höndum sér, •en smám saman varð hún rólegri og reyndi að má út öll merki þess, að hún hefði ver- ið að gráta. Hringurinn skein ögrandi á vinstri hönd hennar — þau höfðu sett hann á vinstri hönd, af því að Knútur var ekki hrifinn af því, sem var alltof algengt. Hún tók hringinn af sér og virti hönd sína fyrir sér. Hún var lítil og sólbrennd með löngum, grönnum fingrum — og á baug- fingri var hvít rönd, sem sýndi, hvar hringurinn hafði verið. Hún andvarpaði og setti hringinn aftur á sig. Þetta var allt svo undarlegt. Hún skildi ekki sjálf, hvernig stóð á því, að hún hafði orðið ástfangin í Þorsteini, sem alls ekki var hægt að jafna við Knút, hvað viðvék per- sónulegum áhrifum, en samt hafði hon- um tekizt að ýta Knúti úr sínum réttmæta •sessi í hjarta hennar. Þorsteinn var mjög ólíkur Knút, eins kyrrlátur og alvarlegur iOg Knútur var alltaf kátur og fjörugur. Ef til vill mundi allt verða eins og það var, þegar Knútur kæmi aftur, og tilfinn- ingar hennar gagnvart Þorsteini mundu hverfa fljótlega. María hitti Knút á járnbrautarstöðinni. Hann var sjálfum sér líkur, hávaxinn, glæsilegur og sólbrenndur, ef til vill ofur- lítið magrari í andliti, en annars samur og áður, fjörugur og fyndinn. Hann tók hana í fang sér og kyssti hana. Vafalaust leitaði hún einhvers í kossum hans, og hún fann, að hjarta hennar barðist ótt, og hún sagði við sjálfa sig, að nú væri allt eins og það var áður. „En, ástin mín! Þú segir ekkert!“ hróp- aði hann og strauk vanga hennar. „Hvað hefur komið fyrir, á meðan ég var í burtu ? Ég hélt, að Þorsteinn mundi koma á járn- brautarstöðina. Hann hefur vonandi hald- ið loforð sín?“ „Við höfum farið í kvikmyndahús við og við,“ svaraði hún brosandi. „Og við höfum líka farið út að dansa.“ „Það var ágætt. Þorsteinn er indæll ná- ungi, en hann er dálítið þunglamalegur." „Mér finnst hann vera skemmtilegur og gáfaður.“ „Ef til vill, en hann hefur samt ekki getað komið í minn stað,“ sagði Knútur hlæjandi og kyssti hana. „Nú förum við heim til mömmu og borðum miðdegismat, síðan skemmtum við okkur rækilega. Við hringjum til Þorsteins og spyrjum, hvort hann vilji ekki koma út með okkur í kvöld! Svo sannarlega setjum við bæinn á annan endann.“ „Ég held, að Þorsteinn hafi ekki tíma í kvöld,“ sagði María í flýtí. „Auðvitað getur hann komið, nema hann hafi tekið upp á því að verða ástfanginn, en ég trúi því tæplega um hann.“ María dró andann djúpt og horfði ekki á Knút. „Heyrðu, getum við ekki verið ein í kvöld?“ spurði hún lágum rómi. Hann leit á hana ástföngnum augum, tók undir höku hennar og horfði í augu hennar. „Þú getur ekki ímyndað þér, hvað ég hef þráð þig,“ muldraði hann. „Við slepp- um Þorsteini í kvöld.“ María reyndi að gera sér ljósar tilfinn- ingar sínar um kvöldið, en það tókst ekki. Hvorn þeirra elskaði hún, Knút eða Þor- stein? Þegar Knútur var hvergi nálægur, fannst henni, að allar hugsanir hennar snerust um Þorstein, en nú var Knútur kominn heim, og glaðlegt bros hans og hlýleg rödd, komu hjarta hennar til að berjast ákaft, og allt þetta rugiaði hana í ríminu. „Loksins hef ég þig út af fyrir mig!“ hrópaði Knútur, þegar þau komu inn í litlu stofuna hennar seint um kvöldið. Þú ert nú þrátt fyrir allt „númer eitt“ í mín- um augum.“ „Þrátt fyrir allt?“ svaraði hún spyrj- andi. „Hefur ef til vill verið einhver önn- ur „númer tvö?“ Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.