Vikan


Vikan - 10.01.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 10.01.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 2, 1952 • HEIMIMÐ • ^DIIIMIIIIIII iiiinniitimiimmiiiniiiinmiimrottwMiitiiiniiuitiiiiiiiiiiiiiiiiiitiii.....llllitllilMiiiiHiiim »», UPPELDISGREIN iiiittiiini Eftir G. C. Myers Ph. D. Matseðillinn Egg jahvítukaka: iy3 bolli hveiti, iy2 tesk. ger, Vi tesk. salt, 3 eggjarauður, 1 bolli sykur, y3 bolli vatn, vanillu- dropar, 3 eggjahvítur. Rauðum og sykri er hrært saman þar 'til það er hvítt og létt. Hveiti og ger blandað og hrært saman við. Salt, vatn og vanilludropar sett út í. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar með ofurlitlum sykri. Setjist ofan á ann- an tertubotninn, þegar hann er nærri bakaður, því næst er hann aftur sett- ur inn í ofninn og látinn vera þar þangað til eggjahvíturnar eru ljós- gular. Á milli botnanna er sett sulta og þeyttur rjómi. Appelsínukökur: 6 egg, y2 kg. sykur, 125 gr. appelsínubörkur, 450 gr. hveiti. Egg og sykur hrært í M> tíma. Appelsinubörkurinn (hvítan skorin vel innan úr) er skorinn í mjóar litl- ar ræmur og hrærður saman við egg- in. Síðan er hveitið hrært út í, rétt áður en kökurnar eru settar í ofninn. Pannan er vel smurð og deigið mótað með teskeið í litlar kringlóttar kök- ur. Þær eru bakaðar ljósgular. Sítrónukökur: 200 -gr. smjör, 180 gr. sykur, 1 sítróna, 3 egg, 50 gr. möndlur, 250 gr. hveiti. Smjörið er brætt og hrært með sykrinum þar til það er hvítt. Þá eru eggjarauðurnar hrærðar saman við, einnig sítrónusafinn og rifinn börk- urinn. Síðast er hveitið látið út í ásamt stífþeyttum eggjahvítunum. Deigið er sett á vel smurða plötu með teskeið, og afhýddar saxaðar möndlur settar ofan á. Tízkumynd Látlaus samkvæmiskjóll úr hvítu silkiflaueli. Pilsið er afar efnismikið, blússan er aðskorin og liggur kragi um axlirnar og niðurfyrir brjóstin. Stúlkan sem ber kjólinn er engin önn- ur en hin fagra brezka leikkona Joan Rice. Það er athyglisvert að hún hef- ur enga skartgripi. Andlitssnyrting. Eftir Vivan Huber. Snyrtiley kona er alltaf aölaöandi, jafnvel þó að hún sé ekki fögur frá náttúrunnar hendi. Útlit konunnar er ekki aðallega komið undir kremi og púðri, heldur heilsufari. Hún getur sjálf stutt að heilbrigði með hollu mataræði, leik- fimi, útiíþróttum og böðum — helzt gufubaði einu sinni í viku — þó ekki sízt með hvíld og nægilegum svefni. Á þessum grundvelli getur hún því næst gert frekari ráðstafanir. Þegar talað er um daglega með- ferð húðarinnar, er fyrst og fremst átt við að húðinni sé haldið hreinni, þ. e. a. s. að púður og ryk sé strok- ið burtu og maður freistist aldXei til til þess að fara að hátta án þess að hreinsa húðina vel! Bezta aðferðin til að halda húðinni hreinni, er að nota feitt krem. Vatn og sápa hreinsa ekki eins vel. Auk þess hefur fólk mismunandi húð, svo að sama aðferð gildir ekki fyrir alla. Húðin er „normal", þurr eða feit, og fyrir getur komið, að húðin á nef- i inu og hökunni sé feit, en þurr á hálsi og kinnum. Ef maður er ekki viss um, hvernig húð maður hefur, er eina ráðið að leita til sérf ræðings, svo að hægt sé að^ nota rétta aðferð við húðina. Til andlitssnyrtingar er hægt að nota sítrónur, agúrkur, mjólk, rjóma o. s. frv. Þessi sömu efni er að finna i fegurðarmeðulum, sem keypt eru dýru verði. Það er nauðsynlegt að þvo hendurn- ar úr volgu sápuvatni áður en and- litssnyrtingin hefst. Bezt er að binda hreinan klút um hárið. Það er ekki sama á hvern hátt kremið er borið á. Verið mjúkhent og gætið þess að vera einkar var- kár, þegar þér núið kringum aug- un. Það getur gert illt verra að nudda andlitið, ef ekki er farið rétt að. Til þess að örva blóðrásina í and- litinu og slétta úr húðinni er gott að banka húðina með fingurgómunum, en gæta ber fyllstu varúðar. Sumir vilja halda því fram, að húð- in breytist með aldrinum, en aS mestu verður hún óbreytt allt okkar líf. Barn, sem bítur og klípur. Það er undravert, hve margar ráða- lausar mæður skrifa út af börnum, sem bíta þær. Ég fæ aldrei samúð með þessum mæðrum vegna sárs- aukans, sem þær verða fyrir, þegar börnin bíta þær, en ég hef nokkurt hugboð um skapgerð litlu óþekkt- arormanna. Ein þessara rhæðra skrifar á þessa leið: „Dóttir mín, sem er eins árs, hefur þann sið að bita og klípa. Stundum reynir hún að bíta manninn minn, en oftast nær verð ég fyrir því." Fannst það „sniðugt". „Hún byrjaði að bíta rúmlega fjögra mánaða, þegar hún var að taka fyrstu tennurnar. Þá fannst okkur það „sniðugt". Nú bítur hún mig og klípur alveg að ástæðulausu. Ég reyndi að forðast hana, þegar ég sá þennan glampa i augum henn- ar. Ég lét sem ég tæki ekki eftir henni. Ég reyndi að segja nei og slá á hönd hennar. Öll þessi ráð hafa reynzt gagnslaus. Stundum reynir hún að bita mig, þegar hún ætlar að taka eitthvað, sem ég banna henni að fá. Eftir að hún tók jaxla, bítur hún eins og óður hundur. Ef mér tekst að forða mér, þá bítur hún jafnvel hönd- ina á sjálfri sér eða pílárana í leik- grindinni sinni. Ég óttast, að hún bíti annað fólk, einkum börn." Hér fer á eftir aðalefni úr bréfi því, sem ég skrifaði þessari móður: Það er auðveit að sjá hversu mikla ekemmtun litla stúlkan hefur af því að bíta og klípa yður og föður sinn. 1 lengri tíma mun hún hafa haldið, að þetta væri leikur. Og þegar þér hafið öðru hverju slegið á höndina á henni, þá hefur hún haldið, að þér kynnuð ekki leikinn, hefðuð ruglast eitthvað í reglum hans. Vafalaust hafa höggin verið létt og sársauka- laus. Áreiðanlega hafið þér ekki slegið á höndina á henni i hvert skipti, sem hún beit, heldur aðeins öðru hverju, svo að henni hefur í mesta lagi leiðst það. Tafarlaus refsing. ¦ Til þess að hægt sé að leysa þetta vandamál þarf hún að gjalda fyrir það hve heimskulega þér hafið farið að ráðum yðar, en það getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér að bíða lengur með að refsa henni. Það er nauðsynlegt, að hún setji sársauka alltaf í samband við það, er hún bítur eða klípur, ef á að venja hana af því. Eftirleiðis ætti sá eða sú, sem verður fyrir því, að hún bíti, að sjá til þess að hún finni til líkamlegs sársauka eins og hann væri bein afleiðing af verknaði henn- ar. Takið upp pilsið hennar og sláið snöggt á bert lærið á henni með flöt- um lófanum, án þess að mæla orð. Það sem hefur mesta þýðingu er að höggið fylgi undantekningarlaust. Áður en langt um líður verður verkn- aðurinn í svo nánu sambandi við sársaukann að hann verður henni fremur til óþæginda en ánægju. Með bðrum börnum. Ef þér farið að mlnum ráðum, er ekki ólíklegt, að hún hætti við að bíta önnur börn. En þér ættuð að vera viðstaddar, þegar hún er með öðrum börnum til þess að það sé öruggt, að hún geti aldrei klipið eða bitið án þess að fá refsingu. En varizt að refsa barninu með þvi að bíta það eða klípa. Það gæti haft of alvarlegar og hættulegar afleiðingar í för með sér. Ástæðan fyrir því, að refsing virð- ist ekki hafa nein áhrif á sum börn er sú að hún er ekki framkvæmd. Það getur verið gagnslaust að refsa barni fyrir að bita eða klípa þegar aðrir hafa sagt eftir því. Auðvitað ætti barnið, sem bítur að verða aðnjótandi meiri ástúðar og nærgætni milli þess sem þarf að refsa því. Eins og gengur Tóbakið er róandi! Fólk, sem er hæverskt, feirriið og virðist jafnvel\ huglaust i daglegri umgengni, er venjulega aðeins hug-' laust, þegar um er að ræða hættur, sem það sjálft lendir í; venjulega er það fyrst til hjálpar, þegar hætta vofir yfir öðrum. ----(Jean Paul Richter).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.