Vikan


Vikan - 10.01.1952, Qupperneq 11

Vikan - 10.01.1952, Qupperneq 11
VIKAN, nr. 2, 1952 11 IFramhaldssaga: |g Eftir ARNOLD BENNETT ij Sabíhtiikcteiii „Fari stjórnin í Tsíle norður og niður, herra Leví.“ Prinsinn birsti sig og- fölnaði í framan. „Ég verð að fá milijónina. Þetta er samningsrof.“ „Þetta er ekki samningsrof af minni hálfu," sagði Leví Sampson, „yðar hátign rauf samn- inginn sjálfur.” Það varð löng þögn. „Er yður alvara, að þér ætlið ekki að láta mig fá féð,“ sagði Áki prins og reyndi að hemja skapið. „Ég get útvegað yður annað milljón króna lán innan nokkurra ára.“ Prinsinn varð gramur á svip. „Þér spillið mjög fyrir einni elztu -rikjandi ætt í Evrópu, herra Leví, ef þér útvegið mér ekki peningana fyrir morgundaginn. Ef til vill gerið þér alveg út af við hana og breytið með þvi mjög rikjaskipun í Evrópu. Þér eruð nú ber orðinn að svikum, og ég, sem treysti yður út í æsar.“ „Forlátið mig, yðar hátign," sagði Leví og reis á fætur til mótmæla, „það er ekki ég, sem er ber orðinn að svikum. Ég bið yður að athuga, að sem stendur hef ég ekkert fé til útlána, og nú leyfi ég mér að kveðja yður. Verið þér sælir.“ Og Leví Sampson hneigði sig stirðbusalega og gekk út úr móttökusalnum. Þetta atvik var einkennandi fyrir síðasta ára- tug nítjándu aldarinnar. Asfeitur, anðstuttur og ósköp hversdagslegur maður, sem komið hafði í heiminn í einhverjum afkima Lundúna, og vissi þá unun mesta að fara á sunnudögum upp eftir Temsá í ódýrum fljótabát, bauð hér byrginn full- trúa þeirra konungbornu manna, Sem öldum sam- an höfðu stjórnað framrás sögunnar i Evrópu og áttu ennþá, að minnsta kosti, sínar fornu hallir, þar sem þeir sátu með pomp og pragt, þó að allt væri í óefni komið, — og gekk með sigur af hólmi. Og hótelið hafði amerískur milljónamæringur keypt sér til gamans. „Aribert," sagði Áki prins stuttu síðar, „þú hafðir rétt fyrir þér. Nú er öllu lokið. Nú er mér nauðugur einn kostur." „Þú átt þó ekki við, að —“ Aribert komst ekki lengra. „Jú, einmitt,“ svaraði hann fljótmæltur. „Ég geri það þannig, að það virðist vera slysni." 21. KAFLI. Felix Babílon snýr heim aftur. Sama kvöldið og Áki prins átti hið örlagaríka samtal við Leví Sampson var Theodór Rakksoll á stjákli um anddyrið í Babílonshóteli. Nokkrum dögum áður hafði hann komið heim frá Ostend og reyndi nú af öllum mætti að gleyma atvik- unum, sem höfðu dregið hann þangað. En það tókst honum samt ekki. Hann hlaut að viður- kenna með sjálfum sér, að bezt væri að láta sumt kyrrt liggja: þann lærdóm gat hann dregið af reynslu sinni sem fjármálamður í Nýju Jórvík og frumkvöðull risaáætlana í framkvæmdum. En þó var eins og hann gæti ekki sætt sig við þann lærdóm. Nærvera prinsanna eggjaði baráttu- hvötina , manni þessum, sem aldrei hafði beðið lægri hlut. Hann hafði sannast að segja gripið til vopna þeirra vegna, og ef prinsarnir ætluðu nú að taka flóttann úr orustunni, þá var honum, Theodóri Rakksoll, skapi næst að halda henni áfarm ótrauður. Óneitanlega höfðu þeir unnið nokkurn sigur, þvi að Áka prinsi höfðu þeir bjarg- að úr hinni bráðustu hættu og voveiflegustu eymd, og óvinirnir — Sjúls, Rokkó, Spensa og ef til Vill einhverjir fleiri -—• höfðu komizt undan á flótta, en þetta var samt ekki nema hálfunninn sigur. Hann taldi hið mesta öfugstreymi, að bóf- arnir, því að bófar voru þau öll til hópa, skyldu enn geta um frjálst höfuð strokið. Og enn annar hængur var á: hann hafði ekki gefið lögreglunni r.einar upplýsingar. Hann fyrirleit lögregluna, en samt sást honum ekki yfir það, að fengi lögregl- an einhvern pata af gangi málsins, þá mundi hann sjálfur komast í slæma klipu, þvi að fyrir augliti lagann gekk það glæpi næst að leyna glæpum. Hann spurði sjálfan sig að því í þús- undasta sinn, hversvegna hann hefði haldið lög- reglunni afskiptri, hversvegna vandamál Pósen- prinsanna höfðu gripið huga hans svo föstum tökum í fyrstunni og hversvegna hann skyldi hika nú við að halda baráttunni áfram, unz yfir lyki ? Tveim fyrri spurningunum svaraði hann heldur linlega þannig, að hann hefði verið undir áhrifum Nellu og að meðfædd ævintýralöngun hefði knúið hann áfram; við þriðju spurninguna sagði hann, að honum væri það barnsvani að halda málum til streytu, og að þess vegna vildi hann af hálf kjánalegum þráa halda þessu einn- ig til streytu. Hann hafði líka mikla trú á, að sér mundi takast það. Einn eiginleika hafði hann til viðbótar, þó að honum væri það ekki ljóst vegna andúðar á stóryrðum, en það var óhlutlæg ást á réttlætinu, þessi djúpstæða, engil- saxneska eðlishvöt, sem knýr fólkið til að leiða réttlætið fram til sigurs, jafnvel þótt það leggi mikið í hættu og hafi engra hugsmuna að gæta. Hann hugsaði um þetta fram og aftur á stjákli um salarkynni Babílonshótels þetta kvöld síðast í júlí. Það hafði verið fullyrt hvað eftir annað í blöðum seinustu viku, að nú væri fátt um ferða- menn í Lundúnum, en þó var eins og þeir hefðu aldrei hópazt eins mikið til Lundúna og einmitt núna. Að vísu var Babílonshótel ekki eins þétt- setið núna og fyrr í mánuðinum, en samt þurfti Rakksoll ekkert að kvarta yfir viðskiptunum. Nú leið að lolium skemmtitímans í ár, og þá höfðu skrautflugur þjóðfélagsins það til siðs að doka við í einn, tvo daga i stóru hótelunum, áður en þær flögruðu út í kastala og sveitasetrin, út á haglendið og heiðarnar, við vötn og ós. Gamlir jafnt sem miðaldra hermenn sátu í stóru körfu- stólunum í reyksalnum og voru staðráðnir í að njóta ilmandi vínanna og vindlanna, og nýmán- inn sveif hljóður yfir Temsá. Fallegar konur gengu við hlið kavaléra í viðhafnarklæðum og köstuðu til stéli á göngu um útisvalirnar. Þjón- ar og einkennisklæddir starfsmenn og gullbrydd- ir dyraverðir liðu hljóðlega um húsakynnin; öðru hvoru þeytti yfirdyravörður blístru sina, vagn með hvellandi bjöllum ók upp að og hélt á burt með tvær og tvær skrautflbugur út í glauminn eða leiðindin; einstaka sinnum bar að skrautvagn, dreginn af stoltlegum fákum, svo að smávagn- arnir bliknuðu fyrir ljómanum, sem af honum stóð. Það var heitt i veðri, kvöldið tilvalið til göngu úti í skógi, og kyrrð, nema þegar vagn- arnir skörkuðu hjá. Það var eins og heimurinn — og með heiminum er auðvitað átt við Babi- lonshótel — legði sig allan fram við að hlúa að alvörusvip fólksins og hljóðlátu skrafi. Gaslukt- irnar, sem himdu í langri röð með fram ánni, bærðust varla í kyrru, hlýju og kjassandi kvöld- loftinu. Stjörnurnar uppi yfir horfðu niður á hið víðfeðma þak Babílonshótels og depluðu auga, og máninn virti það fyrir sér blíður á svip og hljóð- ur; því miður er ekki hægt að skýra frá, hvað þau hugsuðu um hótelið og innbúa þess. Aftur á móti er hægt að skýra frá því, sem Theodór hugsaði um mánann: honum þótti hann vera þrautleiðinlegur. Aulalegt glottið skapraunaði honum og truflaði hann í heilabrotunum. Hann leit í kringum sig, á viðhafnarklætt og glaðlegt fólkið — gesti sína. En það virtist ekki taka eftir honum. Líklega vissu aðeins örfáir þeirra, að þessi hái, hvatlegi maður með járngráa hárið og þunna, svipmikla, einbeitta andlitið, væri eig- andi Babílonshótels og sennilega auðugasti mað- ur Evrópu. En eins og áður var sagt, naut Rakk- soll ekki mikilla vinsælia í Englandi. Gestirnir i Babílonshóteli litu á hann sem eirðarlausan karl- fusk. Óeirð hans truflaði rósemd þeirra, og þannig leizt þeim á manninn, að óráðlegt mundi vera að rísa gegn vilja hans. Þess vegna gat Theodór Rakksoll haldið áfram stjákli sinu óá- reittur og haldið áfram að sítauta fyrir munni sér, „eitthvað verð ég að gera.“ En hvað? Hann eygði enga leið til úrlausnar. Að lokum gekk hann beinleiðis gegnum hótel- ið og út um hinar dyrnar og síðan upp kyrrláta öngstrætið og yfir Strandgötu, þar sem umferð- in kraumaði og sauð. Hann stökk upp i sporvagn og borgaði fargjaldið. Nokkru síðar tók hann eftir því, að þeir, sem fyrir voru í vagninum, góndu á hann eins og tröll á heiðríkju. Liklega er það af því, að ég er frakkalaus i kjólfötunum, hugsaði hann. Hann stökk þá út úr vagninum, og vagnstjórinn benti fingri á eftir honum og leit til farþeganna, eins og hann vildi segja: „Þessi er nú vitlaus." Síðan hélt hann inn í tóbaksbúð og bað um vindil. Þegar út úr búðinni kom aftur, var hann með pennívindil milli varanna. Nú leið honum betur. Hann reykti vindilinn hægt og naut hans og gekk rólega upp eftir götunni. Þá er allt í einu sagt hljóðlega við hlið hans: „Gott kvöld, herra Rakksoll.“ Milljónamæringurinn þekkti ekki fyrst í stað manninn, sem stóð þarna í ferðafrakka og hélt á tösku í hendinni. Síðan ljómaði bros allt í einu á andliti hans, og hann rétti fram hönd- ina. „Komið þér sælir, herra Babílon," sagði hann, „yður hef ég mikið þráð að hitta.“ „Þér skjallið mig,“ sagði Babílon. „Nei, alls ekki,“ svaraði Rakksoll, „það geri ég aldrei — ekki frekar en þér sjálfur. Mig lang- aði endilega að hitta yður, og sjá! hér eruð þér! Hvaðan komið þér?“ „Frá Lúsann,“ sagði Felix Babilon. „Ég hafði þar ekki lengur við neitt að una og þráði að skreppa heim, heim til Lundúna, — nú, og svo lét ég þetta eftir mér, og hingað er ég lcominn, eins og þér sjáið,“ hann hóf upp handtöskuna. „Tannbursti, rakvél og inniskór, haha!“ hann hló. „Og svo er ég núna að leita mér einhversstaðar að næturgistingu — ég er heimilislaus í Lund- únum.“ „Ég býð yður gistingu í Babílonshóteli," sagði Rakksoll og hló. ,-,Það er gott hótel, og ég þekki eigandann." „Það er of dýrt fyrir mig,“ sagði Babílon. „Þér, herra minn,“ svaraði Rakksoll, „þurfið ekki að borga nema hálfa krónu á viku. Þiggið þér boðið?“ „Ég þigg boðið,“ sagði Babílon, „þér reynist mér vel, Rakksoll.“ © Þeir stilcuðu heim í hótelið, töluðu lítið saman á leiðinni, en báðum þótti vænt um félagsskap hins. „Gestirnir margir ?“ spurði Felix Babílon. „Já, þolanlega margir,“ sagði Rakksoll og

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.