Vikan


Vikan - 10.01.1952, Qupperneq 12

Vikan - 10.01.1952, Qupperneq 12
12 VIKAN, nr. 2, 1952 reyndi að tala að hætti hóteleiganda. „I kvöld er fólkið aðallega úti á svölunum — það er svo ægilega heitt í veðri — og það er mikið étið af ís — næstum eins mikið og í Nýju Jórvík." Síðan gengu þeir hlið við hlið inn í hótelið. En ekki voru þeir fyrr komnir upp tröppurnar en gestirnir hópuðust að Felix. Það var auðséð, að hann hafði verið mjög vinsæll meðal þeirra. Nokkru síðar sátu þeir svo inni í einkaherberg- inu. Rakksoil sendi eftir kjúklingi handa Babíloni og nokkrum vínflöskum. „Kjúklingurinn er prýðisvel steiktur," sagði Babilon. „Hann er hótelinu til sóma. En heyrið þér mig, kæri Rakksoll, hversvegna í dauðanum rákuð þér Rokkó.“ „Þér hafið þá heyrt af því?“ „Góði vinur minn, það var sagt frá þessu í óllum blöðum meginlandsins. Sumir spáðu því, að hótelinu yrði að loka innan hálfs árs. En auð- vitað vissi ég betur. Ég vissi, að þér hefðuð ekki rekið Rokkó að ástæðulausu og að þér hefðuð þegar séð yður fyrir manni í hans stað.“ „Sannast að segja hef ég ekki ennþá fengið mann í hans stað,“ sagði Theodór Rakksoll með lítið eitt iðrandi hreimi; „en til allrar hamingju uppgötvuðum við góðan listamann meðal bryt- anna, listamann, sem nálgast Rokkó. En það var bara einber heppni.“ „Já,“ sagði Babilon, „það var óráðlegt að treysta á heppnina, þegar svona mikið var í húfi.“ „1 raun og veru treysti ég ekki á heppnina. Ég treysti Rokkó, og hann brást mér.“ „Hversvegna lenti ykkur saman?" „Okkur lenti ekki saman. Ég kom með honum kvöld eitt í höfðingjaíbúðinni, þar sem hann var að smyrja lík -—“ „Hvað segið þér?“ hrópaði Babílon. „Hann var að smyrja lík í svefnherbergi höfð- ingjaíbúðarinnar,“ endurtók Rakksoll án þess að láta sér bregða. Þeir horfðust í augu stutta stund, og þá hellti Rakksoll aftur i glas Babílons. „Segið mér alla söguna,“ sagði Babilon, hall- aði sér aftur i stólnum og kveikti sér i vindli. Og Rakksoll sagði honum allan gang málanna, eins nákvæmlega og hann gat. Það var löng og flókin frásögn. Hann talaði án afláts í klukku- tíma. Á rneðan sagði Felix fátt, bærði varla á sér; augu hans glóðu einungis gegnum bláskýj- aðan vindlareykinn. Klukkan á arinhillunni sló tólf. „Nú fáum við okkur viski og sóda,“ sagði Rakksoll og reis upp til að hringja bjöllunni; en Babílon bægði honum frá. „Þér hafið enn ekki sagt mér, hvernig fór með viðtalið milli Áka prins og Leví Sampsonar," sagði Babilon. „Ég veit það ekki sjálfur. En ég fæ eflaust að vita það á morgun. En mér þykir samt lík- legt, að Leví láni Áka ekki milljónina. Ég hef nokkuð fyrir mér í því, að peningarnir hafi ver- ið lánaðir öðrum.“ „Jahá,“ sagði Babilon ihugandi; og síðan hirðu- leysislega: „Mér kemur það ekki mjög á óvart, þó að hægt sé að komast i baðherbergið i höfð- ingjaíbúðinni eftir þessum leynigangi." „Af hverju segið þér það?“ „Nú, þetta er svo ofboð einfalt, svo ofboð ein- falt,“ sagði Babílon. „Ég reyndi ætíð að skipta mér sem minnst að þessu leynimakki. Ég vissi, að eitthvað óhreint var í hótelinu; ég fann það einhvernveginn á mér. En mér fannst líka mér kæmi það ekki við. Mitt starf var einvörðungu að sjá gestunum fyrir góðum beina og góðum aðbúnaði. Ég hafði fyrir löngu ákveðið með sjálf- um mér að leiða allt leynimakk hjá mér, þang- að til ég yrði þess augljóslega áskynja, en það varð aldrei. Samt hlýt ég a& játa, að það er eitt- hvað skemmtilegt og spennandi við þessa mála- flækju, og vafalaust eruð þér á sama máli.“ „Það er ég,“ sagði Rakksoll, „þó að ég viti, að þér gerið gys að vafstrinu í mér.“ „Nei, langt í frá,“ svaraði Rakksoll. „Hvað ætlið þér svo að gera næst, ef ég má spyrja?“ „Það veit ég ekki sjálfur,"' sagði Rakksoll. „Já, einmitt það,“ sagði Babílon. Svo þagði hann stutta stund. „Ég sá Sjúls af tilviljun í dag.“ „Segið þér satt!“ sagði Rakksoll. „Hvar?“ „Ég sá hann árla i morgun, í París, rétt áður en ég lagði af stað hingað. Þetta var einber til- viljun, og Sjúls var mjög hissa að sjá mig. Hann spurði mig, hvert ég væri að fara, og ég sagðist vera að fara til Svisslands. Þá var ég ennþá ein- ráðinn í að fara til Svisslands. Ég hélt þá það yrði betra fyrir mig að fara þangað aftur án þess að koma til Lundúna. En stuttu síðar skipti ég um skoðun og ákvað að fara til Lundúna, þó að ég vissi mér mundi líða þar hálfilla án hótels- ins míns. Svo spurði ég Sjúls, hvert hann ætl- aði, og hann sagðist vera að leggja af stað til Konstantínóplu, og síðan skildum við.“ „Til Konstantínóplu, ekki nema það þó,“ sagði Rakksoll. „ÞaV ætti hann að sóma sér vel.“ ,,En,“ sagði Babílon, „svo sá ég hann aftur seinna.“ „Hvar ?“ „Við Tserin Kross, fimm mínútum áður en ég var svo heppinn að rekast á yður. Sjúls hefur því alls ekki farið til Konstantínóplu. Hann tók ekki eftir mér, annars hefði ég stungið því að honum, að það væri nokkuð langsótt að fara um Lundúnir á leið frá París til Konstantínóplu." „Ósvífinn er hann, þrjóturinn," hreytti Theodór Rakksoll út úr sér. „Ósvífinn er hann, bölvaður þrjóturinn." 22. KAFLI. Það sem gerðist í vínkjallaranum. „Vitið þér nokkuð um fyrri ævi Sjúls þessa?“ spurði Rakksoll og fékk sér meira viskí. „Ekkert að ráði,“ sagði Babílon. „Ég vissi ekki, að hann væri Tommi Jakobsson, fyrr en þér sögð- uð mér það. Og ekki vissi ég heldur, að þau Spensa væru gift. Að visu hefur mig lengi grunað, að samband þeirra væri eitthvað nánara en venju- legt er um starfsfólk i hóteli. Allt og sumt sem ég veit um Sjúls — hann verður aldrei kall- aður annað en Sjúls —■ er það, að hann vann sig smám saman upp í eina mestu virðingar- stöðu hótelsins. Réyndar tekur hann fram öll- um, sem ég hef kynnzt, að leikni og vitsmun- um, og hann er sérdeilis laginn við að halda virðingu sinni án þess að skyggja á aðra. En ég býst við, að þessar upplýsingar hafi lítið gildi I aðsteðjandi erfiðleikum." „Hverjir álítið þér að séu hinir aðsteðjandi erf- iðleikar ?“ spurði Rakksoll blátt áfram. „Ætli það sé ekki að grafast fyrir, hverra erinda hann sé núna i Lundúnum ?“ „Það er nú ósköp auðvelt viðfangs,“ sagði Rakksoll. „Jæja? Álítið þér kannski hann ætli sér nú að gefa sig fram við dómstólana eða að hann sé hnýttur hótelinu vanaböndum, sem hann fái ekki slitið ?“ „Hvorugt," sagði Rakksoll. „Sjúls er að búa sig undir nýja tilraun — allt og sumt.“ „Nýja tilraun ?“ „Hann ætlar að reyna aftur til við Áka prins, með því að svipta hann lífi eða ræna honum í annað sinn. Líklega ætlar hann að reyna að myrða hann í þetta skipti, ekkert líklegra. Hann hefur getið sér til, að við verðum að halda hrak- föllum Áka leyndum, og það ætlar hann að not- færa sér. Launin, sem hann fær fyrir ódæðið eru eflaust geysimikil, þvi að maðurinn er vel- stæður að eigin sögn, og hann ætlar sér að hljóta þau, hvað sem það kostar. Hann hefur sýnt af sér mikla dirfsku fram að þessu, en nú býst ég við hann fari fyrst að brýna busann svo að bíti.“ „En hvað getur hann gert? Kemur yður til hugar hann reyni að vinna á Áka hér í hótel- inu.“ Ofan til vinstri: Forfeður bifreiðarinnar voru frönsku körfuvagnamir, sem notaðir voru fyrir tveimur öldum. — Neðan til vinstri: Næstum allir brautryðjendur á sviði flugsins hafa gert sínar fyrstu athuganir á flugdrekum. — Til hægri: TJr þessum ávexti er steinninn tekinn og notaður í framleiðslu fegrunarlyfja. Hvaða ávöxtur er þetta? Apricósa.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.