Vikan


Vikan - 10.01.1952, Blaðsíða 14

Vikan - 10.01.1952, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 2, 1952 Sá á kvölina, sem á völina. Framhald af bls. 7. Hann hló hjartanlega og sneri henni í kringum sig. „Litli kjáninn þinn! Hvernig dettur þér í hug að spyrja svona? Þú ert einasta kvenveran á jarðríki, sem ég sé, ástin mín! Þú ert sú indælasta og dásamlegasta stúlka, sem hrærist á allri jörðinni!" Hann hætti að snúa henni, dró hana til sín og kyssti hana. ,,Er þér það nú ljóst, að ég elska þig?" spurði hann. Þegar hún leit í augu hans, var hún næstum viss um, að Þorsteinn var henni einskis virði, og að í hjarta hennar hafði alltaf lifað ástin til Knúts, sem nú hélt henni í faðmi sér. ,,Ó, Knútur, þú veizt ekki, hvað það er mikilsvert fyrir mig, að þú ert kominn aftur." „Ég vona sannarlega, að svo sé," svar- aði hann brosandi og kleip glettnislega í kinn hennar. „Jæja, ætlar þú ekkert að bjóða mér annað en kossa þína? Kaffibolla eða vín- glas?" María tók fram vínflösku og glas. Hún hellti í glösin og rétti Knút annað glasið og sagði með stillilegum hátíðleik: „Við tvö drukkum síðast af þessu víni; síðan hefur það staðið óhreyft allan tím- ann. Skál fyrir hamingju okkar!" Þau tæmdu glösin. Knútur settist í hæg- indastól og dró hana í fang sér. ,,Þú gætir nú vel hafa boðið Þorsteini eitt glas," sagði hann og lagði handlegg- inn utan um hana. „Eða drukkuð þið bara te? Það er eftirlætisdrykkurinn hans, ef ég man rétt. Jæja, reyndi hann aldrei að kyssa þig?" María gat ekki annað en roðnað, en Knútur gat ekki stillt sig um að ógna henni glettnislega með steyttum hnefa. „Sjáum til! Þú roðnar," hélt hann áfram hlæjandi. ,,Þú þarft ekki að vera svo vandræðaleg þess vegna! Vissir þú ekki, að hann hef ur í langan tíma verið ástf ang- inn af þér ? Og ef hann hefur kysst þig, þá get ég sannarlega ekki áfellzt hann fyrir að nota tækifærið og láta yndislegan munn þinn freista sín . . ." „Hann hefur ekki kysst mig," hrópaði hún ofsalega. „Ég leyfi alls ekki slíkt ..." „Vertu nú ekki reið, ástin mín! Ég var aðeins að stríða þér! Ég held líka, að Þorsteinn geti ekki komið sér að því að kyssa stúlku, hann er svo feiminn og hlé- drægur við konur." Hann kyssti hana og hélt áfram: „Manstu eftir gamla leiknum okkar? Gefðu mér nú hringinn þinn! Hérna, taktu minn!" Maria gerði eins og hann sagði og brosti að uppátæki hans. Knútur hennar var eins og drengur, kátur og indæll drengur. Hún rétti fram vinstri höndina, granna, brúna hönd, á baugfingrinum var hvít rönd, sem sýndi, hvar hringurinn hafði verið. Hann kyssti fingurinn og setti síð- an hringinn á aftur. Síðan rétti hann fram sína hönd til'að'fá sinn hring aftur. Maríu brá, hún greip andann á lofti. Hún starði á brúna, sterklega hönd hans og kraftalega fingur. „Hvað er að, ástin mín?" spurði hann. „Er nokkuð athugavert við höndina á mér?" Hún leit af hond hans og í augu hans og sagði rólega: 605. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. ílát. — 4. mynd.' — 10. leyfi. — 13. iðn. — 15. við árósa. — 16. þóknun. — 17. fjölda. — 19. elska. — 20. himin- tungl. — 21. röðin. — 23. líffæri. — 25. viðun- andi. — 29. tré. — 31. tveir samhljóðar. — 32. „patentlyf" — 33. frum- efnistákn. — 34. skamm- stöfun. — 35. manns- nafn, þf. — 37. jurt. — 39. skuld. — 41. sæmd. — 42. dráttarvél. — 43. óráðin. — 44. gubba. — 45. fornafn. — 47. hef í huga. — 48. greinir. — 49. skammstöfun. — 50. fæði. 51. smádýr. — 53. frumefnistákn. — 55. tvíhljóði. — 56. hátíðar- lokin. — 60. gælunafn. — 61. ekki þessi. — 63. táldraga. — 64. mál. — 66. lek. — 68. dugleg. — 69. op. — 71. finna leið. — 72. sjaldgæfur. — 73. unaðskenndir. — 74. forskeyti. Lóörétt skýring: 1. kvenmannsnafn, þf. — 2. hljóð. — 3. vesæl- um. — 5. rennu. — 6. biblíunafn. — 7. vel liðin, — 8. frísk. — 9. sólguð. — 10. bandingi. — 11. gælunafn. — 12. gælunafn. — 14. miðar. — 16. fugl. — 18. yfrið nóg. — 20. réttnefni. — 22. tveir eins. — 23. tón. — 24. aðskilnaður. — 26. biblíunafn. — 27. forskeyti. — 28. nær- ingarsnauður. — 30. bæn. —¦ 34. sæmdina. — 36. fugla. — 38. drykk. — 40. bráðlynda. — 41. hlass. — 46. eftirlit. — 47. hjálparsögn. — 50. ys. — 52. hryggjast. — 54. störf. — 56. lykt. — 57. umbúðir. — 58. skammstöfun. — 59. þefar. — 60. álasa. — 62. skrá. — 63. ferðalag. — 64. efni. — 65. mjúk. — 67. forskeyti. — 69. frum- efnistákn. — 70. beygingarending. Lausn á 604. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. hámessu. — 7. kynsmáa. — 14. aka. — 15. útsæ. — 17. yrking. — 18. mæla. — 20. Alsey. — 22. aðan. — 23. Frigg. — 25. aki. — 26. flá. — 27. au. — 28. nöf. — 30. urmul. — 32. l,o..— 33. rrs. — 35. framsýn. — 36. hæf. — 37. taui. — 39. arga. — 40. langlundargeð. — 42. Mári. — 43. reim. — 45. orf. — 46. aum- ingi. — 48. mók. — 50. Ra. — 51. ögrun. — 52. aða. — 54. la. — 55. org. — 56. ggg. — 58. aumur. — 60. setu. — 62. ögurs. — 64. Sókn. — 65. öfugar. — 67. maul. — 69. aki. — 70. karginn. — 71. smokrað. Lóðrétt: 1. hamfara. — 2. ákærur — 4. sú. — 5. stá. — 6. usla. — 8 nr. — 10. skall. — 11. Miðá. — 12. agndofa. — 16. æskuminningum. — 21. eirs. — 24. göfug. — 26. fun- ur. — 31. mýmarga. — 32. lægð. — 36. hremm. — 38. ani. — 39. agi. — 41. reiða. — 42. morðsök. — 44 46. agg. — 47. Mugg. — 49. ólukka. — 53. aus. — 55. otur. — 57. gras. — 61. efa. — 62. örn. — 63. sum. 68. l.o. 3. mali. — yyy- — 3- ána. — 13. 19. agn. •—¦ — 29. frill- — 34. starf. — 40. Lára. skarnið. — — 51. örugg. — 59. móar. — 66. ai. — „Sagðir þú „númer tvö", að þú værir trúlofaður?" Hann leit undan til að komast hjá spyrj- andi, fyrirlitlegu augnaráði hennar, og hann roðnaði ofurlítið. „Ég skil ekki, hvað þú ert að tala um," byrjaði hann gramur. „Númer tvö?" Hverskonar vitleysa er nú komin inn í kolíinn á þér?" „Þú hefur ekkert sagt henni um trúlof- un þína," hélt hún áfram ósnortin. „Þú hefur ef til vill talið henni trú um, að þú værir ástfanginn af henni." „Hvaðan hefur þú frétt þetta? Ég hef aldrei heyrt neitt heimskulegra, Ætti ég ..." Hann þagnaði skyndilega, þegar hún tók hringinn af sér og rétti fram höndina við hliðina á framréttri hönd hans. Blóðið hljóp fram í kinnar hans. „Á fingrinum á mér er hvít rönd, en engin á fingrinum á þér," sagði hún ró- lega. „Hvað það merkir, þarf ég sennilega ekki að segja. Þessu hefði ég ekki trúað um þig, Knútur.'' „María, hlustaðu nú á mig! Það var stúlka, en ég sver . . ." „Segðu ekki meira. Það er engin ástæða til að sverja. En mér þætti vænt um, ef þú vildir fara núna." Hann skildi, að ákvörðun hennar var óhagganleg og fór án þess að malda í mó- inn. En nú fyrst varð honum ljóst, hvað hann var ástfanginn af henni, honum hafði aldrei fundizt hún eins heillandi og nú, þegar hann hafði misst hana að eilífu. Þegar hann var farinn, reyndi María að skilja, að þessum kapítula lífs hennar var lokið, því að það, sem henni var óljóst áður, varð henni vel ljóst, og í hjarta hennar ríkti nú ró og friður. Og með eftir- væntingarfullu brosi gekk hún að síman- um og símaði til Þorsteins. Svar við mannlýsingu á bls. 4: Þorsteinn Ingimundarson. 1 Vatnsdælu. Svör við „Veiztu )« bk 4: 1. Beingrind hákarlanna er úr brjóski. 2. Jökull Ingimundarson sagði þetta, er hann kom að föður sínum dauðum í öndveginu, Frá því er sagt í VatnsdælU. 3. 11.35. 4. 1895. Bræður að nafni Lumiére. 5. 12. 6. Jósef Vissarinovitch Stalin. 7. 459 km. 8. Loft á hreyfingu. 9. 1 Domrémy, Frakklandi. 10. Belgía, Þýzkaland, Sviss, Spánn, Andorra og Italía.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.