Vikan


Vikan - 17.01.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 17.01.1952, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 3, 1952 3 Gagnfrœðaskólahúsið á fsafirði. Gagnfræðask. á isafirði 45 ára. (Sjá myndir á forstðu og bls. 2). Fyrir rúmum 45 árum, haustið 1906, heittu embættismennirnir á Isafirði, þeir Magnús Torfason bæjarfógeti, séra Þor- valdur Jónsson prófastur og Davíð Scheving Thorsteinsson héraðslæknir, sér fyrir því, að stofnaður yrði unglingaskóli, er veitti efnilegum unglingum aðstöðu til framhaldsnáms að barnaskólanámi loknu. Skóli þessi tók til starfa þá um haust- ið, og varð doktor Björn Bjarnason frá Viðfirði fyrsti skólastjóri hans. En þessi þjóðkunni íslenzkumaður og ágæti kenn- ari var þá skólastjóri Barnaskólans á Isa- firði. Aðalkennari skólans varð Sigurjón Jónsson, sem stundað hafði verkfræðinám við Hafnarháskóla, en horfið frá námi og tekið að sér kennslustörf við Flensborg- arskólann veturinn áður, 1905—06. Sig- urjón er nú búsettur hér í Reykjavík, að Helgafelli á Seltjarnarnesi. Skólanum voni þannig í byrjun tryggðir úrvals kennslu- kraftar, svo að varla varð á betra kosið. Næsti skólastjóri Unglingaskólans á Isafirði varð séra Bjami Jónsson vígslu- biskup, þá kandidat í guðfræði frá Hafn- arháskóla. Var hann skólastjóri frá 1907— 10. Er hann fluttist til Reykjavíkur, tók Sigurjón Jónsson við stjórn skólans, og gegndi því starfi í það sinn frá 1910—15. Nú tók við skólastjórastarfinu Baldur Sveinsson, síðar blaðamaður, 1915—18. Fram að þessum tíma hafði Unglinga- skólinn ávallt verið eins vetrar skóli, en veturinn 1916—17 starfaði hann í tveim- ur ársdeildum. Mun hafa verið ætlunin, að svo yrði framvegis, en ekki gat af því orðið sökum dýrtíðar af völdum heims- styrjaldarinnar fyrri, er þá geisaði, eins og kunnugt er. Reyndist bænum, sem ávallt kostaði skólann af eigin rammleik með sáralitlum ríkisstyrk, erfitt að halda í horfinu jafnvel með eina ársdeild, og lagðist kennsla að einhverju leyti niður frostaveturinn mikla, 1918. Að öðru leyti hefur starf skólans verið órofið allt frá stofnun hans. Á árunum 1918—20 mun Sigurður Jónsson hafa annazt skólastjórnina, en 1920—23, er Sigurjón Jónsson fluttist aft- ur til bæjarins frá Reykjavík, varð hann á ný skólastjóri Unglingaskólans. Haustið 1923 var skólanum breytt í tveggja ára skóla og námsgreinum fjölg- að. Starfaði hann þannig fram til hausts- ins 1931, er hann hóf starf í samræmi við lögin um gagnfræðaskóla. I því formi á skólinn því nú yfir 20 ára starf að líta. Allt þetta tímabil var skólastjóri hans Haraldur Leósson frá Holtsseli í Eyja- firði, Hann er ennþá kennari við skól- ann, og líður þannig brátt að því, að hann geti minnst 30 ára starfs við þessa stofn- un sem kennari og skólastjóri. Fyrstu 7 árin eftir að skólinn öðlað- ist réttindi gagnfræðaskóla og varð þann- ig þriggja vetra skóli, var skólastjóri hans Lúðvíg Guðmundsson, fyrrum skóla- stjóri Hvítárbakkaskólans, nú skólastjóri Handíðaskólans í Reykjavík. Af framanrituðu er ljóst, að skólinn hefur frá öndverðu átt því láni að fagna, að eiga á að skipa starfskröftum hinna færustu skólamanna og ágætustu kennara, sem margir eru þjóðkunnir. Núverandi skólastjóri Gagnfræðaskól- ans á Isafirði er Hannibal Valdimarsson. Hefur hann veitt skólanum forstöðu síðan 1938, eða um 14 ára skeið. Með nýju skólalöggjöfinni gerðist skól- inn fjögurra ára skóli, og skiftist hann í verknámsdeild og bóknámsdeild. Utskrif- uðust fyrstu fjögurra ára gagnfræðing- arnir frá Isafirði í fyrravor. Mikill meiri- hluti nemenda kýs að eigin vild að stunda nám í verknámsdeildum skólans. Það var vorið 1946, sem nemendur Gagn- fræðaskólans á Isafirði gengu í fyrsta sinn undir landspróf miðskóla samkvæmt bráðabirgða-reglugerð fræðslumálastjórn- arinnar um miðskólapróf. Urðu 7 þeirra stúdentar í fyravor (1950), fimm frá Menntaskólanum í Reykjavík og tvö frá Menntaskólanum á Akureyri. Tvo undanfama vetur, og nú í þriðja sinn, starfar í sambandi við Gagnfræða- skólann í ísafirði framhaldsdeild eftir landspróf, þar sem kennt er námsefni fyrsta bekkjar menntaskóla (3. bekkjar eftir gamla skipulaginu), og hafa allir nemendur deildarinnar staðizt próf upp í H. bekk menntaskóla (IV. bekk eftir eldra skipulaginu). Stunda þeir nú flest- ir framhaldsnám við Menntaskólann á Akureyri. Hefur starfræksla þessarar deildar þegar orðið til að opna mörguin fátækum en efnilegum námsmönnum leið til framhaldsnáms, en vafasamt er, hvort hægt verður að halda þessari ltennslu áfram sökum fjárskorts. Eins og að líkum lætur, hafa orðið mikl- ar breytingar á námsgreinavali skólans frá því hann hóf starf haustið 1906 sem eins vetrar skóli. Tekur þetta að nokkru til bóklegra greina, en þó alveg sérstaklega til verklega námsins. Vélritunarkennsla var upp tekin 1940 og hefur notið mikilla vinsælda. Kennsla í bókfœrslu hófst um líkt leyti. Sund var í fyrsta sinn tekið sem námsgrein á stundaskrá Gagnfræðaskól- ans á ísafirði veturinn 1946, en þá tók Sundhöll Isafjarðar til starfa. Matreiðslu- kennsla hófst fyrir þremur árum í skólan- um, og nær hún jafnt til pilta og stúlkna. Ganga skólasveinar með miklum áhuga að þessu námi engu síður en stúlkurnar og þykir þessi tilhögun hafa gefizt hið bezta. Iþróttakennslan nýtur hinnar beztu að- stöðu í nýjum og vel útbúnum íþróttasal, sem skólinn hefur aðgang að. Handavinna ýmiskonar hefur svo um all langt skeið, allt frá 1931, undir stjórn Lúð- vígs Guðmundssonar, verið meiri og fjöl- breyttari í Gagnfræðaskólanum á Isafirði, en í mörgum öðrum gagnfræðaskólum. Piltar læra meðferð helztu verkfæra, njóta tilsagnar í trésmíði og rennismíði, einnig í bókbandi; og á seinasta vetri voru einnig kenndir algengustu hnútar, er sjó- menn þurfa að kunna, — kaðlasmeyging- ar, netahnýting og uppsetning, svo og uppsetning lóða og handfæra. — Þyrfti vissulega að vera hægt að ganga lengra í því að kenna unglingunum vinnubrögð þeirra atvinnuvega, sem rólkið lifir af í umhverfi hvers skóla urn sig. Stúlkurnar fá tilsögn í að bæta og stoppa, prjóna og hekla, byrjun í útsaum og kjólasaum, meðferð saumavélar, og í 4. bekk er kennt að búa til einföld snið og fyrsta byrjun vefnaðar. Nemendur í Gagnfræðaskóla fsafjarðar eru nú 177 og fastir kennarar 13. — For- maður Fræðsluráðs ísafjarðar er Björg- vin Sighvatsson kennari. Skólahúsið er vistlegt og vandað, en íburðarlaust. Á skólinn við hin ákjósanlegustu ytri slcil- yrði að búa, og hefur Isaf jarðarbær ekkert til sparað, að svo mætti verða. Þó þarf innan skamms að auka húsrými skólans vegna verklega námsins. Skólaskemmtanir mega nemendur hafa hálfsmánaðarlega. Mega þær standa yfir frá kl. 8,30—11,30. Fara þær ávallt fram í skólahúsinu sjálfu og fyrir luktum dyr- um. Leiksvið lítið er í skólanum, og æfa nemendur þar og sýna á skólaskemmt- unum smá leikþætti og önnur skemmti- atriði, sem óskað er, að þar séu höfð til skemmtunar auk dansins. Félagsskap ým- iskonar hafa nemendur með sér, og auð- vitað gefa þeir einnig út skólablað. Skóla- selið Birkihlíð í Tungudal er eign nem- enda, og fer venjulega einhver bekkjar- deild þangað í útilegu um helgar undir leiðsögn kennara. Af föstum skólaskemmtunum er „For- eldrakvöldið“ sérkennilegast, en mest er vandað til Árshátíðar skólans, sem oft hefur verið talin bezta skemmtun ársins í bænum. Mörg undanfarin ár hafa nemend- ur skreytt kennslustofurnar fyrir jólin, og hefur orðið um það heilbrigð keppni milli deilda að gera það sem frumlegast og smekklegast. I þessum listrænu salarkynn- um hittast svo kennarar og nemendur seinasta daginn fyrir jólafrí, og lesa þá kennarar ljóð og sögur eða segja frá, en nemendur svara fyrir sig með söng — og stundum einnig með hljóðfæraslætti. Nemendur Gagnfræðaskólans eru nú dreifðir um allt land, og gegna orðið marg- víslegum störfum og stöðum í þjóðfélag- inu. Ýmsir þeirra hafa líka lagt leið sína langt út í heim í gæfuleit. Er þess skammt að minnast, að tveir piltar, sem fyrir nokkrmn árum stunduðu nám í Gagnfræða- skólanum á Isafirði, hittust af tilviljun suður á Cuba. Heimurinn er nú ekki stærri en þetta, þegar öllu er á botninn hvolft.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.