Vikan


Vikan - 17.01.1952, Qupperneq 4

Vikan - 17.01.1952, Qupperneq 4
4 VIKAN, nr. 3, 1952 LIÐHLAUPINN. Eftir RUDOLPH STRATZ. TjÉR vitið, hvernig aprílmánuður er í Algier,“ sagði herra Miiri við mig. Þessi atburður kom fyrir í byrjun aldar- innar. Apríl í Afríku boðar rigningu, storma og verkföll sjómannanna á Mar- seille-gufuskipunum, en einmitt á þessum tíma eru skipin yfirfull af Evrópumönn- rnn, sem flýja sólarhitann. Ég hafði mína einkakáetu og fór ánægð- ur um borð á eitt gufuskipið. Ferðinni var heitið til Marseille, þar sem ég þurfti að sinna ýmsum viðskiptaerindum. Ég tók eftir Odile meðal hinna mörgu farþega á þilfarinu — hún er ekki lengur Odile Lenardmand, heldur frú Odile Cacci- ara, gift fyrir hálfu ári. Yfir ljósu hárinu bar hún bláa far- mannshúfu, klædd stuttum, gráum loð- jakka úr geitarskinni til að verjast skyndi- legum hitabreytingum. Ég gekk til þess- arar yndislegu, ungu konu, glaður yfir því að fá tækifæri til að hitta hana. Ég hafði þekkt hana frá því, að hún var smá- telpa. Faðir hennar var skipstjóri, sem sigldi milli Marseille og Norður-Afríku. Á unga aldri hafði hann siglt víðar og kvænzt enskri konu frá Kap. Þaðan hafði Odile sinn bjarta hörunds- lit, ljósa hár og bláu augu :— þó að hún væri frönsk. Bæði frönsk og ensk ein- kenni blönduðust í fínlegum andlitsdrátt- um hennar, hún var tæplega meðalhá. Hún var mjög hrífandi. „Yður líður vel, Odile, er ekki svo?“ „0, jú, jú!“ Hún hafði nú í missiri ver- ið gift Korsíkumanninum, Filiberto Cacci- ara, sem var í fyrstu frönsku útlendinga- herdeildinni — og var kapteinn einhvers staðar í útjaðri Sahara þar, sem sjakalar og hýenur góla um nætur. En nú — andlit hennar ljómaði — nú voru þau í fríi — maðurinn hennar og hún! Nú ætluðu þau í brúðkaupsferðina, sem hafði farizt fyrir á sínum tíma — til Parísar! Þau ætluðu að koma við í Monte Carlo og hætta nokkr- um frönkum. Lífið var sannarlega bikar barmafullur af dásemdum. „Þér eruð þá hamingjusöm, Odile?“ „Hvort ég er það!“ Það var ekki til nokkurt ský á hamingjuhimni þeirra. „Hvar er hann?“ „Inn í borginni. Ég vona að hann komi bráðlega. Þessir þrjótar hérna hafa stíað okkur í sundur. Eg á að vera í káetu með þremur fyrirferðarmiklum kaupmanns- konum, og hann á að vera með nokkrum liðsforingjum. Það er ekki beinlínis skemmtilegt ?“ Einmitt þá vék einn af yfirmönnum skipsins sér að okkur. „Þetta er allt komið í lag, frú mín góð! Þessi maður var svo vingjarnlegur að eftirláta yður og manni yðar káetuna sína og ætlar sjálfur að flytja inn til liðsforingjanna.“ Ungur, velklæddur maður hneigði sig brosandi. Magurt, brúnleitt andlit hans var glað- legt, augun voru grá og blíðleg, hann var nauðrakaður, stutt, ljóst hárið virtist næstum hvítt við sólbrennt andlit hans. „Þér eruð mjög vingjarnlegur, herra minn!“ „Það gleður mig að geta gert yður greiða, frú.“ Hann brosti aftur næstum bamalega og og þagði, en fór ekki. Odile var dálítið vandræðaleg. Ég reyndi að halda uppi samræðum og lét í ljós þá skoðun, að þetta yrði erfið sjóferð, en það var Odile alveg sama um. Hún var dóttir skipstjóra og þaulvön sjóferðum frá barnæsku. Nei, hún var ekki sjóveik. En maðurinn hennar, veslings Filiberto — hún brosti, svo að skein í hvítar tennurnar — hann var ekki öfundsverður af allri sinni sjóveiki. „Jæja, þá er allt í lagi,“ sagði ég við unga manninn og fór niður í káetuna mína, sem ég hefði annars orðið að eftir- láta ungu hjónunum. Ungi maðurinn varð eftir hjá Odile. Hún spurði hann -— eftir því sem hún síðar sagði mér — af ein- skærri kurteisi : „Þér eruð ekki Frakki, herra minn?“ „Nei, frú. Ég er Ameríkumaður.“ Hann talaði frönsku reiprennandi með ofurlítið erlendum hreim. Þau hefðu þess- vegna auðveldlega getað talazt við á frönsku, en Odile vildi vera vinsamleg við Ameríkumanninn og tók brátt upp ensk- una. En eftir nokkur orðaskipti starði hún undrandi á hann. „Er langt síðan þér hafið verið í Banda- ríkjunum ?“ „Hversvegna spyrjið þér?“ „Það veldur yður bersýnilega erfiðleik- um að tala móðurmál yðar.“ „Það er nú eiginlega ekki móðurmál mitt,“ sagði ungi maðurinn hikandi. „Fað- ir minn er Dani! Ég fór með honum á unga aldri til Ameríku, heima töluðum við alltaf dönsku.“ „Jæja!“ Odile rétti honum hendina í kveðjuskyni. „Ég þakka yður kærlega I VEIZTU -7 | l 1. Helen Jepson, sem hefur sungiS við 1 Metropolitan-óperuna á stærsta safn af = gömlum olíulömpum, sem til er. Hvern- i I ig lærði hún að syngja? I \ 2. Úr hvaða kvæði er þessi visa: — Margur grær sem grenitrén i gusti vetrar strokin: starir í botnlaus fúafen fólks um andann lokin. i Kjálkagulur yfir er. oddborgara hrokinn. = 3. Hvað þýðir orðið „höllkn". i 4. Eftir hvern er óperan „Benevenuto É Cellini" ? | 5. Hver átti mestan þátt í sköpun norska H landsmálsins (nýnorsku) íupphafi? i 6. Hver er talinn aðalhöfundur funkis- i stilsins ? | 1 7. Hvaða þjóðhöfðingi tók sér nafnið E Atatúrk, og hvað þýðir það? i 8. Hvað heita útlimir hvalanna ? Hvað | i afkvæmi þeirra? i = 9. Hvað voru íbúar Reykjavíkur margir = | árið 1890? I i 10. Hvað er Vatnajökull mikill að stærð? i Sjá svör á bls. 14. | 5 3 '’''MiiNiiiiiiiiii»iiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiNiiiimiitiiit»* Mannlýsing úr fornritum: „Hann óx upp og gerðist afreksmaður að vexti og afli. Hann var fálátur, ómjúk- ur og ódæll, harðúðugur og hraustur um allt“ ? Hver er þetta og hvar stendur lýsingin ? (Sjá svar á bls. 14). fyrir ennþá einu sinni! Þarna kemur mað- urinn minn.“ Filiberto Cacciara kapteinn var Korsíku- maður. Hann var hreinræktaður Korsíku- búi, dökkur á brún og brá, með tindrandi svört augu, svart yfirvaraskegg og krafta- lega vaxinn. Hann var borgaralega klædd- ur, því að hann var í fríi. Hann veifaði til konu sinnar, og hún hljóp til hans hlæj- andi, létt, grönn og yndisleg. „Við höfum okkar eigin káetu, vinur minn.“ Hún útskýrði þetta nánar, um leið og hún stakk kumpánlega grönnum hand- leggnum undir handlegg hans. „Þú verður líka að þakka Ameríku- manninum fyrir. Við hljótum að geta fund- ið hann.“ Þilfar skipsins titraði ofurlítið undan átökum vélarinnar. Það seig hægt gegn- um hafnarmynnið. Farþegarnir sneru sér allir í áttina til lands og dáðust að fall- egri borginni. Yfir aragrúa siglutrjánna í höfninni bar bogagöngin og grænar hæð- irnar, baðaðar geislum sólarinnar. Odile hélt í húfuna sína með vinstri hendinni og benti með hinni á farþega- hópinn. „Sjáðu, þama er hann með hendur í vösum, þetta er velgerðarmaður okkar.“ Cacciara kapteinn var fús til að þakka unga manninum, sem reykti kæruleysis- lega vindling og horfði í áttina til Algier. Hann gekk hikandi í áttina til Ameríku- mannsins, en nam skyndilega staðar, og það dimmdi yfir svip hans. Hann horfði vantrúaður á Ameríkumanninn og leit því næst á konu sína. „Odíle — góða mín — veiztu, hver þetta er?“ „Ég var að segja þér það, Ameríku- maður eða eiginlega Dani . . .“ „Manst þú eftir því, að fyrir hálfum mánuði strauk hermaður úr herdeildinni minni ?“ „Mjög óljóst, það kemur svo oft fyr- ir . . .“ „ . . . en það er sjaldgæft, að ekki sé hægt að hafa hendur í hári hans af því, að hann hefur til umráða talsverða pen- inga!“ „Þú ætlar þó ekki að segja mér, að . . .“ „Hann hefur látið raka af sér skeggið, en hann er samt auðþekktur. Charles Hecklé heitir hann — eða svo sagði hann að minnsta kosti — hann er Þjóðverji — úr herflokknum mínum.“ Það var stutt þögn. Odile yppti öxlum: „Jæja, hvað þá!“ „Jæja, já!“ Þetta var einkennilegt. Þau störðu undrandi hvort á annað. „Hvert ætlar þú, Filibert?“ „ . . . ég ætla að heilsa herra Hecklé.“ „Þú mátt ekki þakka honum fyrir! Ferðin tekur skamman tíma. Á morgun um hádegi erum við 1 Marseille. Þið þurf- ið ekki að hittast á skipinu!“ „Ég skil þig ekki.“ Ungi maðurinn hallaði sér skeytingar- laus og dreyminn upp að borðstokknum. Hann hafði tekið bita af hveitibrauði upp úr vasa sínum og henti molum til máv- anna, sem flögruðu kringum skipið. Cacci- Framhald á bls. 10.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.