Vikan


Vikan - 17.01.1952, Page 6

Vikan - 17.01.1952, Page 6
6 VIKAN, nr. 3, 1952. Kamilla hljóðaði. Fitz leit til Sue — og brosti biturlega, en samt háðskt. Hann lét hnefann siga. Jed var mikið hissa: „Hva, ætlaðir þú að berja mig?“ „Það varð ekki af,“ sagði Fitz kuldalega. „Hvernig gaztu reiðzt því, sem ég sagði, Fitz ? Ég sagði ekki annað en ég ætlaði að ganga að eiga, Sue — ef hún vill.“ Fitz svaraði snögglega: „Þér sést yfir tvö mikilsverð atriði. 1 fyrsta lagi er hugsanlegt hún hafi enga löngun til að giftast þér, og . . .“ Kamilla greip fram í: „Sue, í þínum sporum mundi ég verða himin- glöð, ef hann vildi giftast mér.“ Svo sagði Jed glaðlega: „Ja, hún getur bein- linis ekki annað. Og auðvitað gerir hún það, ekki satt, Sue? Að öðrum kosti hefðir þú ekki reynzt mér svona vel, og auk þess . . .“ „Og í öðru lagi hefur þú knúið hana út á hættulegar brautir, Jed, og þér ber skylda til að hjálpa henni út úr ógöngunum. Lögreglan er ekkert spaug." „Nei, þú gerir of mikið úr þessu, Fitz,“ sagði Kamilla og horfði án afláts á Sue: Hún hafði ljósblá augu, skær. 1 þeim sást ekki votta fyrir neinum geðhrifum. „Segðu honum þér finnist það, Sue, annars verðum við hin ekki i rónni. Enginn getur gert þér neitt. til miska. Það er óhætt að segja ákveðið, að þeir láti málið lognast út af. Og hættið þið svo að rífast. Við, sem ættum að vera svo glöð . . .“ Jed reis á fætur og gekk til Sue. „Ertu nokkuð hrædd, vina mín? Þú lætur þó ekki skelfast af orðum Fitz. Ég skal reyna að þagga niður í honum.“ „Hver heldur þú, að hafi myrt konu þína?" spurði Fitz. Jed hnyklaði brúnirnar, og Kamilla veinaði lágt. Þá sá Sue undarlega sýn: Fitz hafði ekki fyrr lokið við setninguna, en Ernestína stóð henni ljóslifandi fyrir hugskotsjónum, hið ljósa hár hennar, sem var enn ljósara en hár Kamillu, augun, sem voru skærari, varir hennar, sem voru enn rauðari en varir Kamillu, alt far hennar, sem var öruggaa og fastmótaðra. Svo hvarf sýnin, og Kamilla stóð þarna aftur. Jed tók til máls, rödd hans var reiðiþrungin: „Ernestína framdi sjálfsmorð. Það hef ég alltaf sagt. Það er nærtækasta skýringin." En margvísleg rök höfðu verið færð gegn sjálfsmorðstilgátunni fyrir réttinum. Sue mundi það allt út i æsar. Fitz sagði það, sem bezt við átti: „Lögreglan segir, að þetta hafi verið morð.“ „Fitz, hvers vegna hættirðu ekki þessu bulli? Ég hef þolað harðar raunir í vetur. Og nú lang- ar mig til að létta mér upp . . .“ „Veturinn hefur verið erfiður fyrir okkur öll.“ „Ef þú hefur Sue í huga, þá lýsi ég því yfir, að ég elska hana. Hún . . . ég mun reyna að bæta það, sem hún hefur liðið mín vegna. Ef við giftumst, þá . . .“ Skyndilega birtist Jason í dyrunum. Andlit hans var breitt, en vingjarnlegt, hárið hvítt. Hann var í regnkápu og hélt á hatti i hendinni. Jason hafði fyrir eina tíð verið mikilsmetinn á heimili Poore-hjónanna. Þá var faðir Sue og Woodys enn á lífi og sendi reglulega peninga til Karólínu, sem annaðist uppeldi barnanna. A seinni árum hafði Karólína ekki haft efni á að hafa þjón, en engu að síður þóttist Jason standa henni og Sue og Woodly nær, en aðrir. „Karólína vill,“ sagði Jason, „að ungfrú Sue fari að koma heim. Það bíður bíll hérna úti.“ „Ég kem líka,“ saggði Jed og greip um hand- legg Sue og leiddi hana í átt til dyra. Kamilla reis á fætur þvermóðskuleg á svip. „En Jed -— hvað verður um allt fólkið, sem bíður í klúbbnum?" Jed herpti varir stundarkorn. „Ég ætla með Sue. Við höfum ekkert getað talað saman. Hin geta beðið." Sue tók eftir, að Fitz virti þau íhugandi fyrir sér. Völskuhundurinn reis snögglega á lappir til að fylgja fólkinu til dyra, í skyndi varð honum litið á kringlurnar á borðinu. Orð Kamillu stældu kjarkinn i Sue. Hún sagði: „Nei, nei, Jed. Þau bíða þín, ég — ég vil helzt vera ein núna, ég segi það alveg satt.“ Hann virtist hryggur og hissa. „Viltu þá ekki, að ég komi með þér?“ Jason stóð úti við dyr og sneri hattinum milli handa sér í sífellu. „Það eru tveir menn heima hjá yður, Sue,“ sagði hann. „Þeir vilja tala við yður.“ Karólina var mjög kvíðin. Það varð stundar þögn. „Tveir menn?“ sagði Fitz. „Já,“ sagði Jason og sneri hattinum. „Það ér- lögreglan." Kamilla stóð upp. Teskeið féll á gólfið með hávaða. Fitz tók hatt Sue og greip um handlegg hennar. „Nei, bíðið þið — bíðið þið —- ég fer með henni," sagði Jed. Hann tók undir sig stökk. „Nei, það mátt þú ekki,“ sagði Fitz. „Það mundi aðeins gera illt miklu verra. Ég fer með Sue. Svo skrepp ég niður á klúbbinn til ykkar seinna i kvöld . . . Jason, munduð þér ekki vilja. greiða götu Kamillu og Jeds . . . Það er stytt upp, Sue. Þú þarft ekki að setja á þig hattinn." Hundarnir hlupu á eftir þeim. Jed kom líka með glasið í hendinni. Sue heyrði, að hann sagði eitthvað. Kamilla stóð við hlið hans á tröppum hússins. Um líkt leyti sat hún i bíl Karólínu og Fitz við stýrið. Húsið fór í hvarf að baki þeim. Vegurinn var rennvotur og glampaði. Það var stytt upp. „Hallaðu þér aftur, Sue,“ sagði hann og hélt. síðan áfram hálf hlæjandi. „Jed átti bágt með að átta sig á orðum mínum, samt held ég hann hafi þótzt skilja minna en hann skildi. Þú mátt ekki bera hann svona ákaft fyrir brjósti, Sue. Hann sér um sig sjálfur. Þú' ættir að vinda niður hliðarrúðuna, svo að við getum þurrkað af fram- glugganum." „Vinnukonan er stoppuð," sagði Sue, um leið og hún vatt niður hliðarrúðuna. Þessi hvers- dagslega athöfn sefaði hana ótrúlega mikið. „Ekki hélt ég þeir mundu koma svona fljótlega . . .“ sagði hann. „Það hélt ég heldur ekki. Benna gamla hefur verið mikið niðri fyrir." Benni gamli var sama sem Róbert Lee Benja- mín, sýslumaður þorpsins. Hann var hár maður vexti og grannur, um sextugt, gráhærður, og hin ljómandi, bláu augu hans voru skörp og sting- andi. Sue þótti vænt um hann og virti hann mik- ils. Hún mundi eftir honum frá því hún var smá- stelpa og gekk með fléttur. Og hún óttaðist hann Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Mamma: Hvenær ætlarðu að gróðursetja tréð, sem þú varst að tala um? Pabbinn: Það er gott, að þú minntir mig á það, það er bezt að byrja strax. Lilli: Get ég hjálpað til, pabbi? Pabbinn: Svona eiga drengir að vera. Tæmdu nú fötuna einhversstaðar, en ekki í garðinum og flýttu þér til baka af tur! Lilli: Láttu mig alveg um þetta, pabbi! Nú er gaman! Pabbinn: Ein fata cnn. Heldurðu nú ekki, að þetta sé of þungt fyrir þig? Lilli: Nei, ég er sterkur! Pabbinn: Jæja, þá er þessu lokið. Pabbinn: Hamingjan góða! Hvað hefurðu gert? Vel tókst það! Lilli: Ég fór með moldina hingað inn, þú sagðir, að ég mætti ekki skilja hana eftir úti í garði!

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.