Vikan


Vikan - 17.01.1952, Síða 9

Vikan - 17.01.1952, Síða 9
VIKAN, nr. 3, 1952 9 FRÉTTAMYNDiR Elmer Fisher er bandarískur uppg'jafahermaður úr síðari heims- styrjöld. Hér sést hann með 180-punda dádýr, sem hann skaut úr hjólastól sínum. William O. Douglas, dómari við bandaríska hæstaréttinn, spjallar við Sherryll Hallberg, 4 ára, sem er máttlaus að nokkru leyti af völdum lömunarveikinnar. Dómar- inn, sem einnig hafði beðið skarð- an hlut fvrir lömunarveikinni, í æsku, þó að hann fengi bata, var gerður heiðursfélagi í samtökum mæðra gegn lömunarveikinni í New York. Hin íturvaxna Dixie, Preston, Long Beach, Kaliforníu, heldur á. sigurmerkinu, sem voru verðlaun í hljómsveitasamkeppni, sem fór fram fyrir nokkru i Long Beach. 80 hljómsveitir frá 11 ríkjum tóku þátt í samkeppninni. Frank E. Osborn, borgarstjóri í Alameda í Kaliforníu kom á beinum langlínusamböndum í gegnum síma, svo að nú er hægt að hringja á stað langt í burtu án milligöngu símastúlku. Þetta mun verða tekið upp annarsstaðar, ef það reynist vel. Efri myndin er af W. A. Frylinck, símstjóra í Englandi, en þar var þessu kerfi komið á. Þessi mynd er af Michelle Farmer, 19 ára gamalli dóttur kvikmyndaleikonunnar Gloria Swanson, þar sem hún tekur á móti tilvonandi eiginmanni sínum í New York. Hann heitir Robert Amon og er franskur kvikmynda- framleiðandi. Brian Perrow, sjö ára gamall, afhendir koparpeninga, sem hann hefur safnað og fær seðla í stað- inn. Peningunum var veitt mót- taka í West End kirkju í New York. Mikill skortur hefur verið á koparmynt i Bandaríkjunum, og er nú hafin söfnun á henni, vegna þess að kopar er málmur, sem notaður er til hemaðar.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.