Vikan


Vikan - 17.01.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 17.01.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 3, 1952 • HEIMILIÐ • Matseðillinn Steikt kjöt í brauði: % kg. kjöt, 1 1. vatn, 2 tesk. salt, 3% mátsk. hveiti, % dl. vatn, brauðmylsna, 1 tesk. salt, 2 matsk. smjörlíki, steinselja. Kjötið er soðið í saltvatni, kælt og skorið í þunnar sneiðar. Einnig má nota soðnar kjötleifar. Hveitið er hrært með vatninu. Smjörlíkið brún- að. Kjötsneiðunum snúið upp úr hveitijafningnum og brauðmylsnunni. Steikt brúnt á báðum hliðum. Rað- að á fat og grænmetisjafningur sett- ur öðrumegin. Grænmetis jaf ningur: Yi kg. gulrætur eða gulrófur, í4 kg. kartöflur, vatn og salt, 50 gr. smjörllki, 40 gr. hveiti, grænmetisroð, % tesk. salt, '/, tesk. pipar, 1 tesk. sykur, 1 matsk. söxuð steinselja, aA kg. niðursöðnar grænar baunir. Grænmetið hreinsað og soðið í saltvatni, þar til það er meyrt. Skor- ið í bita. Smjörið eða feitin er brædd í potti. Þegar það er orðið vel heitt, er allt hveitið í einu latið út í og hrært í með þeytara þar til þetta er orðið .samfellt. Þá er soðinu Jhellt út í smátt og smátt, og verður jafn- ingurinn að sjóða milli þess, sem vökvinn er settur í. Soðið 5—10 mín. Kryddið látið í eftir smekk, því næst grænmetið (má nota hvaða græn- meti sem er) og einnig grænu baun- irnar, sem eru siaðar. Seinast er sax- aða steinseljan látin út í. Tízkumynd Þetta er bæði fallegur og hentug- ur ferðabúningur. Pilsið er brúnt, það er þröngt, .en á því eru faldar fellingar, sem opnast að neðan og gera það að verkum, að þægilegt er að ganga í því. Jakkinn, sem er köfl- óttur, er i brúnum og bláum lit. Yf- irfrakkinn er úr þykku brúnu ullar- efni með víðum ermum og vösum stönguðum utan á. Húfan er úr fílti. LIÐHLAUPINN. Framhald af bls. 4. ara kapteinn hafði tekið vasabók sína fram og blaðaði í henni. „Að hverju ertu að leita, Filibert?" „Skilríkjum mínum úr hernum — ég þarf að sýna kapteininum þau, svo að hægt sé að handtaka Hecklé!" „Og hvað verður um hann?" „Hann verður dreginn fyrir herrétt í Libibel—Abbís! Hann verður skotinn," sagði Cacciara kapteinn. „Þegar hann strauk, sló hann varðmanninn í rot, — og það eitt nægir!" „Þú vilt láta drepa hann?" „Ekki ég! Frakkland drepur óhlýðinn hermann! Hann er líka útlendingurí Þjóð- verji!" Ungi maðurinn með sólbrennda, glaðlega andlitið virti fyrir sér mávana, sem flugu í hringjum yfir brauðmolunum, ánægður á svip. Odile greip hendi fyrir augu og tók um handlegg manns síns. „Komdu með mér niður í káetuna," sagði hún. „Hérna á skipinu hleypur hann ekki frá þér." „Það er rétt hjá þér. Það er bezt að f ara varlega í sakirnar. Sennilega er hann vopnaður. Það er vænlegast að vera við öllu búinn." „Jæja — káeta Cacciara-hjónanna," hélt gamli hr. Miiri áfram, „var við hlið- ina á minni káetu, og veggurinn var svo þunnur, að milli þess, sem öldurnar skullu á skipshliðinni, mátti heyra hvert orð gegnum vegginn. Og því miður gat ég ekki dregið mig í hlé upp á þilfarið, þegar hjón- in komu niður, því að ég sat á nærfötun- um á rúminu mínu og var að klæðast hlýrri fötum, sem hæfðu betur röku sjávaríoft- inu en þunn sumarfötin, sem ég hafði ver- ið í. Fyrir utan lamdi vindurinn kýraugað. Síðan heyrði ég rödd hinu megin við vegginn: „Filibert, ég bið þig innilega: Vertu hér! Lofaðu honum að sleppa! Þyrmdu lífi hans! Ég grátbið þig!" „Ástin mín, þetta kemur mér einum við!" „Filibert! Hann er maður eins og þú. Hvað hefur hann gert þér?" „Nú er ég ekki fyrst og fremst maður, heldur hermaður í þjónustu Frakklands!" „ . . . og ég er konan þín, sem elskar þig innilega. Eg sver þér: Það er aðeins meðaumkunin, sem knýr mig til að tala þannig. Vertu nú miskunnsamur." „Ég þori það ekki!" Rödd Cacciara kap- teins var einkennilega hás. Skipið var nú komið út á rúmsjó, ofur- selt storminum. Stundum sökk framstafn- inn svo djúpt, að skrúfan í skutnum sner- ist í lausu lofti. Allur þessi hávaði yfir- gnæfði andartak blíðlega rödd konunnar. Nú heyrði ég hana aftur biðjandi, mjúka kvenrödd: „Filibert! Vertu ekki grimmlyndur! Úthelltu ekki blóði að óþörfu! Eyðileggðu ekki myndina, sem ég ber af þér í hjarta mínu!" „Þú hefur . . ." Korsíkumaðurinn átti erfitt um mál, ,, . . . gifzt hermanni . . . væna mín." „Mér hefur alltaf fundizt þú svo göfug- lyndur! Ég lít upp til þín . . . vertu mann- úðlegur!" „ . . . skylda mín ?" stundi kapteinninn. „Ef þetta hefði skeð í Afríku . . . í herbúðunum . . . Það gegndi allt öðru máli. En hér! Á leið til Evrópu! Þú ert borgaralega klæddur og í fríi! Við elsk- um hvort annað svo mikið og erum svo hamingjusöm! Við erum svo ánægð! Heim- ur okkar er fullur af sólskini. Láttu ekki dauðann varpa skugga sínum millum okk- ar!" Millum okkar . . . ég heyrði þessi orð . . . þessa sennu . . . hún var sannarlega ólík þeim, sem leikritahöfundar í París eru vanir að setja á svið. Þar er oftast um elsk- huga að ræða. Hér hafði líka komið þriðji maður milli manns og konu; en ekki sem elskhugi. Þessi léttlynda, laglega landeyða, sem stóð á þilfarinu og gaf máv- unum mat, kom eins og sendur af örlög- unum og sýndi ungri, elskandi konu mann hennar í réttu ljósi. „Filibert, ég grátbið þig, aðeins af með- aumkun, af ótta við að sjá þig svo breytt- an af ótta við hörku þína ..." „Ég verð að fara ... til skipstjór- ans . . ." „Ég óttast þig . . . ég óttast framtíð- ina við hlið þér . . ." „Ég verð að fara ..." _ En Cacciara kapteinn virtist ekki fara. Aftur á móti rak unga konan upp óp — Odile hafði sýnilega stokkið á fætur í ká- etunni, sem hallaðist mjög með hreyfing- um skipsins. „Filibert, hvað er að þér? Hversvegna kastar þú þér upp í rúmið?" Stuna var eina svarið, sem hún fékk. „Ertu veikur, Filibert — ástin mín?" Aftur heyrðist stuna. Rödd Odile lýsti feginleik: „Guði sé loft Hann er orðinn sjóveikur!" „Já, þessi kraftalegi, dökki Korsíku- maður kastaði upp alla leiðina," sagði gamli hr. Miiri. „Ég heyrði það. Hann gat ekki hreyft sig. Hann skammaðist sín fyrir að láta skipstjórann koma að kvalabeði sínum, og skipstjórinn hefði heldur ekki yfirgefið stjórnpallinn í ofsa- roki til að sinna einum farþega. Þannig fékk þessi áhyggjulausi, greiðvikni lið- hlaupi Hecklé gálgaf rest, þangað til skipið sigldi inn á höfn Marseille-borgar. Það, sem skeði þar á milli," sagði Odile mér sjálf." „Já, hún var ekki sjóveik, sú litla. Hún skildi manninn sinn eftir og fór sjálf nið- ur í borðsalinn. Það var f ámennt við borð- ið, og hengilamparnir yfir því sveifluðust stöðugt fram og aftur. Fáeinir farþegar reyndu að fá sér matarbita. Það var hægt að setjast, hvar sem fólk vildi, og Odile settist beint á móti hinum sólbrennda, vingjarnlega liðhlaupa,1 sem var eins ungur, ljóshærður, bláeygur og lífsglaður og hún sjálf. Skipið valt. Borðið hallaðist sitt á hvað svo mikið, að Odile horfði næstum niður á unga manninn, þegar hún spurði: „Hvað heitið þér, herra minn?" „Frederik Kidd!" Ungi maðurinn brosti, og nú horfði hann niður til hennar, þegar skipið hallaðist á hina hliðina. „Er það yðar rétta nafn?" „Já, frú!" „Hafið þér vegabréf með þessu nafni." Svarið var áhyggjulaust. „Nei! Þess barf ekki!" Odile hikaði. Síðan sagði hún í flýti: „Góða nótt, herra minn!" og fór til káetu sinnar. Næsta morgun var stormurinn ofsalegri en nokkru sinni fyrr. Ennþá færri far- þegar komu til morgunverðar en daginn áður. Odile og ungi maðurinn sátu hvort á móti öðru eins og tvö börn, sem eru að vega salt. Hann spurði samúðarfullur: „Hvernig'líður manni yðar . . . Hann sést ekki." „Ég hef siglt með föður mínum, sem var skipstjóri, til Vestur-Indía! Til Brazi- líu, til Kanada," sagði Odile, „en ég hef aldrei séð nokkurn mann eins sjóveikan og manninn minn! Hann hrærir hvorki legg né lið, veslingurinn! En vonandi nær hann sér, þegar við komum til Marseille."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.