Vikan


Vikan - 17.01.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 17.01.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 3, 1952 11 FranHialdssaga: 17 Eftir ARNOLD BENNETT 17 £a(tíUnAhótelii •^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^m,^^^^^^^^^ „Því ekki það? U~r því að Reginaldur Dimm- oki var myrtur hér vegna óljóss gruns um, að hanri mundi snúa baki vrið samsærismönnum, því skyldi ekki geta farið eins fyrir Áka prinsi?" „Það væri óskapleg glópska, ískyggilegt fyrir velgengni hótelsins." „Satt er það!" sagði Rakksoll og brosti. „Hvernig ættí hann að geta þetta?" spurði Babílon. „Dimmoka var byrlað eitur." „Já, en þá var Rokkó hér. Það er mjög skilj- anlegt, að Rokkó skyldi geta gert það, mjög skiljanlegt. En án Rokkós er það óhugsandi. Sjúls mundi aldrei færast slíkt í fang. 1 Babílonshóteli fer maturinn um hendur svo margra, að það hlýtur að vera ákaflegur vandi að byrla einum eitur, án þess að tugir fylgi með. Ennfremur þjónar sérstakur þjónn Áka prinsi til borðs, Hans gamli, og það hlýtur að vera miklum vandkvæð- um bundið að lauma eitri í réttina hjá honum, áður en hann ber þá fyrir prinsinn." „Já," sagði Rakksoll. „En vínið? Auðveldara væri að koma eitri í vínið. Hafið þér hugsað um það?" „Að vísu ekki," sagði Babilon. „Slunginn eruð þér, en nú er mér kunnugt um, að Áki prins lætur ævinlega opna flöskurnar í návist sinni. Og vafalaust er það Hans, sem opnar þær. Þess vegna er þetta með vínið heldur hæpið." „Það sýnist mér ekki," sagði Rakksoll. „Ég hef lítið vit á vínum og fæ mér sjaldan í staup- inu, en mér virðist samt auðvelt að setja eitur í flöskurnar niðri í kjallaranum, sérstaklega ef einhver af starfsmönnunum er í vitorði með bóf- unum." „Þér haldið þá, að ennþá séu einhverjir með- sekir meðal starfsmanna hótelsins." „Ekkert er líklegra en einhverjir séu þar á bandi Sjúls." „Og haldið þér, að hægt sé að opna flösku og setja í hana eitur?" sagði Babílon." „Eg hef aldrei reynt að byrla mönnum eitur í víni," sagði Rakksoll ,,og ég held ég sé að nátt- úru klaufi við allt slíkt, en samt held ég, að ég gæti viðhaft þetta bragð með ýmsu móti. Auð- vitað má vel vera mér skjátlist í því, að Sjúls hafi slíkt í huga." „Vínkjallarinn undir hótelinu er ein af furð- um Dundúná," sagði Felix Babílon. Þér hljótið að vita það, Rakksoll, að með Babílonshóteli keyptuð þér einar beztu byrgðir af víni, sem til eru í Englandi, ef ekki í allri Evrópu. Ég býst við þær séu svona sextíu þúsund punda virði. Og í minni tíð sá ég ævinlega um, að þeirra væri grandgæfilega gætt. Jafnvel Sjúls mundi eiga erfitt með að komast niður í kjallarann án þess að lenda í brösum við kjallaravörðinn, og kjall- aravörðurinn er, eða var, ekkert lamb að leika sér við.". „I>ví miður hef ég aldrei farið að skoða vín- birgðirnar," sagði Rakksoll og brosti. „Mér hef- ur aldrei orðið til þeirra hugsað. Einu sinni eða tvisvar hef ég lagt það á mig að fara um ger- vallt hótelið, en í bæði skiptin hljóp ég yfir kjall- arann." „Það þykir mér ótrúlegt, kæri vinur!" sagði Babílon og furðaði sig mjög á þessu og fannst það ósennilegt, því að hann hafði gott vit á vín- um og þótti gaman að fá sér í staupinu. „Þér rerðið strax í fyrramálið að fara og skoða þær. Ég skal koma með yður, ef þér viljið." „En því ekki að fara núna í nótt?" sagði Rakksoll. „I nótt! Það er svo framorðið: Höbbarður er eflaust kominn í rúmið." „Hver er þessi Höbbarður, með leyfi að spyrja? Mig minnir ég hafi heyrt þetta nafn einhvemtíma áður." „Höbbarður er kjallaravörðurinn í Babílons- hóteli," sagði Felix með þungri áherzlu. „Mesti stillingarmaður um fertugt. Hann hefur lykla- völdin. Hann þekkir hverja flösku í hverjum klefa: aldur vinsins, gæði og dýrleika. Og hann er bindindismaður. Höbbarður er einstakur mað- ur. Engin flaska fer upp úr kjallaranum án hans vitundar, og enginn kemst niður í kjallarann án hans vitundar. Að minnsta kosti var það þann- ig í minni tið," sagði Babílon. „Við vekjum hann," sagði Rakksoll. „En klukkan er orðin eitt," sagði Babilon. „Gerir ekkert — ef þér viljið koma með mér. Það er sama, hvort maður skoðar kjallara að degi eða nóttu. Þvi skyldum við þá ekki fara núna?" Babílon yppti öxlum. „Mér er þá sama," sagði hann. „Og nú förum við og finnum Höbbarð og fá- um hjá honum lyklana," sagði Rakksoll, um leið og þeir gengu út úr herberginu. Hótelinu hafði enn ekki verið lokað, þó að framorðið væri. Nokkrir gestir voru ennþá i sölunum, og nokkr- ir örþreyttir þjónar gengu ennþá um beina. Þeir báðu einn þeirra að fara og hafa upp á Höb- barði, og það kom í ljós, að Höbbarður var ekki ennþá genginn til hvílu, þó að hann hefði verið í þann veg að gera það. Hann afhenti Rakksoll lyklana og þegar hann hafði spjallað stutta stund við fyrrverandi húsbónda sinn, héldu þeir Babílon og Rakksoll áfram ferð sinni niður í kjallarann. Kjallararnir liggja undir endilöngu hótelinu, þeim helmingi þess, sem nær er Strandgötu. Vegna þess að landinu hallar frá Strandgötu að Temsá, stendur Babílonshótel dýpra Strandgötu- megin en Temsármegin. Temsármegin eru tveir kjallarar hvor niður af öðrum. Strandgötumegin eru tveir kjallarar hvor niður af öðrum, og neðst vínkjallarinn. Þeir Rakksoll héldu niður fjóra stiga, síðan gengu þeir eftir geysilöngum gangi, sem lá samsíða eldhúsunum. Því næst komu þeir að dyrum, sem voru ólokaðar og lágu að kjallarastigunum. Við rætur þeirra var aðal inn- gangurinn að kjöllurunum. Úti fyrir inngangin- um var vínlyftan og þar rétt hjá skrifstofa Höbbarðs. Hvarvetna lýstu rafmagnsljós. Babí- lon opnaði dyrnar með einum af lyklunum, og því næst héldu þeir inn í fyrsta kjallarann — hinn fyrsta i röðinni af fimm. Þarna var ískuldi, og Rakksoll fann sárt til kuldans. Stærð kjallaranna olli honum mikillar furðu. Babílon greip til rafmagnsluktar, sem fest var á snúru. Hann lýsti um alla kjallarana til að sína Rakksoll, hvað þeir vseru stórir. Ljósið glampaði eyðilega á veggjunum, tölusettir klefar lágu út frá þeim i röðum og lengst i burtu varð ekkert séð í skini ljóssins, nema þegar það brotn- aði á öxlum gljáandi flasknanna og sendi frá sér skæran glampa á broti andartaks. Svo kveikti Babilon rafmagnsljósin, og Rakksoll hélt af stað til þess að skoða með eigin augum þessa furðu- legu eign sina. Við enda kjallaranna voru glerdyr, sem lágu að deild smærri klefa — sú deild var eitthvað um fimmtán fet á hlið. „Er eitthvað sérstakt geymt þarna?" spurði Rakksoll forvitnislega, þegar þeir námu staðar við glerdyrnar og horfðu yfir flöskubreiðurnar. „Finnið þér ekki af þeim smjörþefinn?" sagði Babílon og lá við hann sleikti út um. „Er það bezta kampavínið?" sagði Rakksoll. „Já," sagði Babílon, „þarna er bezta kampa- vínið — afbr,agðstegundir frá Silleríu, það bezta, sem þekkist. En, kæri vinur, yður skjátlast í því að telja kampavín fremst allra vina. Búrgundar- vín er öllum vínum betra. Þarna er það geymt líka, Rakksoll. Og hvað haldið þér, að ég hafi borgað fyrir flöskuna? Attatíu pund. Kannski verður það aldrei drukkið," bætti hann við og dæsti. „Það er jafnvel af dýrt fyrir prinsa og auðkýfinga." „O, ætli það gangi ekki upp einhvern tíma," sagði Rakksoll. „Við skulum fá okkur eina flösku í fyrramálið." „Svo eru þarna," hélt Babilon áfram og lét sér dátt við þetta umræðuefni. „Svo eru þarna nokkr- ar flöskur af rínarvíni frá 1706, en það vakti hvað mesta hrifningu á Vinarsýningunni 1873. Þarna er líka dýrlegt, persneskt vín frá Siras, það er engum vínum líkt. Einnig er þarna hið óviðjafnalega vín, rómaní konti, en það er bezt búrgunzkra vína. Mig minnir, að Aki prins hafi ævinlega drukkið það, þegar hann var hér á ferð. Það er auðvitað ekki á vínlista hótelsins, og að- eins örfáir gestir vita af þvi. Það er ákaflega sjaldan pantað í borðsalnum." „Einmitt það," sagði Rakksoll. „Við skulum fara þarna inn." Þeir gengu inn í smáklefadeildina. Með öllum veggjum stóðu raðir af hinum dýrmætustu vín- tegundum. Rakksoll skyggndist um spenntur og hnýsinn á svip. Við hinn enda deildarinnar var nmlagluggi. Daufir geislar féllu gegnum hann. „Hvað er þetta?" spurði Rakksoll ákafur. „Þetta er op til lofthreinsunar. Hér verður ætið að vera hreint loft." „Mér sýnist hann hafi verið brotinn upp." Allt í einu lagði Rakksoll hönd á öxl Babílons: „Það er einhver hérna í kjallaranum. Heyrið þér ekki andardráttinn, þarna fyrir handan klefann?" Mennirnir tveir stóðu spenntir og þögulir stutta stund. Eina rafmagnsljósið í deildinni var beint yfir höfði þeirra. Skuggsýnt var í hinum enda hennar. Að síðustu gekk Rakksoll föstum skref- um innar eftir ganginum milli klefanna og beygði síðan fyrir hornið til hægri. „Gakktu fram!" sagði hann lágri, grimmilegri röddu og greip síðan til einhverrar mannveru, sem stóð þarna í hnipri. Hann hafði búizt við, að þetta væri einhver viðsjálsgripur, en það var þá engin önnur en dótt- ir hans, Nella. Og hann hafði þrifið til hennar harðri hendi. 22. KAFLI. Framhald atburðanna í kjallaranum. „Sæll, pabbi," sagði Nella,-en faðir hennar stóð á öndinni af undrun. „Þú ættir að gera þér að venju að ganga fyrst úr skugga um, hvort um réttan aðila er að ræða, áður en þú ferð að beita þessu ægilega vöðvaafli þínu. Ég held þú hafir sprengt á mér axlarbeinið." Hún neri öxlina með spotzkum sársaukasvip, og rétti síðan úr sér frammi fyrir mönnunum tveim. Hún var i dökk- gráum kjól, en pilsið var allt sundur tætt og atað óhreinindum. Það var eins og hún væri nýsloppin úr eldsvoða og hefði látið fallazt niður á brunadúk af fjórðu hæð. Ósjálfrátt fór hún að laga til kjólinn og hagræða hárinu. „Gott kvöld, ungfrú Rakksoll," sagði Felix Babílon og hneigði sig. „Óvænt ánægja að hitta

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.