Vikan


Vikan - 17.01.1952, Síða 12

Vikan - 17.01.1952, Síða 12
t 12 yður hér.“ Dagstofukurteisi Babílons fylgdi hon- um hvert sem hann fór. „Mætti ég spyrja, hvað þú ert að gera i vín- kjallaranum mínum, Nella?“ sagði milljónamær- ingurinn strangur á svip. Honum gramdist mjög að hafa tekið dóttur sína fyrir bófa, ennfremur var honum illa við að verða hissa, og í þetta skiþti varð hann meir en, lítið hissa; að endingu kunni hann því illa, að Nella skyldi ganga svona illa búin fyrir ókunna. ,,Ég skal segja þér það,“ sagði Nella. ,,Ég las aálítið fram eftir í gærkvöldi. Ég heyrði svo, að Biggbenklukkan sló hálf eitt, og þá lagði ég frá mér bókina og gekk út á svalirnar til að fá mér frískt loft undir svefninn. Ég laut mjög hljóð- lega út yfir svalirnar — þú manst, ég er á þriðju hæð núna — og horfði yfir niðurgrafna húsa- garðinn, sem liggur frá hótelinu út að Salisborg- argötu. Þá sá ég, að maður var að læðast yfir garðinn. Ég vissi, að þarna var enginn inngang- ur inn í hótelið og auk þess liggur garðurinn fimmtán eða tuttugu fetum neðar en gatan. Þess vegna gaf ég manninum nánar gætur. Hann hélt rakleitt upp að hótelinu og hvarf. Ég teygði mig eins langt og ég þorði, en kom samt ekki auga á hann. En ég heyrði til hans.“ „Hvað heyrðirðu?" spurði Rakksoll hvass. „Það var eins og verið væri að saga eitthvað,“ sagði Nella; ,,og það varaði langa stund — lik- lega svona kortér.“ „Af hverju í dauðanum fórstu ekki strax og sagðir mér eða einhverjum frá þessu?" sagði Rakksoll. „Æ, ég veit ekki, pabbi,“ sagði hún blíðmálug. „Mér þótti þetta sjálfri mjög fróðlegt og vildi grafast fyrir það upp á eigin spýtur. Já, og eins og ég sagði áðan, herra Babílon,“ hélt hún áfram og sneri sér nú að Felix með elskulegu brosi, ,,þá varaði sarghljóðið nokkuð lengi. Að endingu hætti það, og maðurinn kom aftur í ljós út und- an veggnum, hélt yfir garðinn, komst einhvern veginn upp vegginn á móti, tildraðist síðan yfir járngirðinguna og út á Salisborgargötu. Þá létti mér dálítið, því að nú vissi ég, að hann hafði fckki brotizt inn í hótelið. Hann gekk í hægðurn sínum niður eftir Salisborgargötu. Lögregluþjónn kom á móti honum. „Gott kvöld,“ heyrði ég mann- inn segja við lögregluþjóninn og bað hann síðan um eldspýtur. Lögregluþjónninn fékk honum eldspýtur, og hinn maðurinn kveikti sér í sígar- ettu, gekk síðan áfram niður eftir götunni. Ég get séð yfir nokkurn hluta Temsárbakka úr glugganum minum með því að teygja mig vel. Ég sá, að maðurinn gekk alveg fram á bakkann og laut ffam yfir bakkann, eins og hann væri að tala við einhvern. Síðan gekk hann áfram eftir bakkanum í átt til Vestminster, og það sá ég síðast til hans. Ég dokaði við stundarkorn til að vita, hvort hann mundi koma aftur, en hann kom ekki aftur, og þá þótti mér tími til kominn til að fara á stjá. Ég hljóp niður stig- ana og út úr hótelinu, yfir á Salisborgargötu og leit yfir járngirðinguna. Það lá stigi upp við vegginn og ekkert auðveldara en að fara eftir honum niður í garðinn, þegar maður hafði tildr- ast yfir járngirðinguna. Ég var dauðhrædd um, að einhver mundi koma upp Salisborgargötu og handtaka mig fyrir að klifrast yfir járngirðing- una í óleyfi, en enginn kom, og ég vippaði mér yfir garðinn og sá þá, að beint undir gluggan- um mínum var litill rimlagluggi fast niður við jörð. Ég þóttist vita, að þarna hefði maðurinn verið að saga og tók I rimlana og var ekki vit- und hissa, þegar miðhlutinn losnaði með öllu. Gatið var rétt mátulegt fyrir mann að skríða inn um. Ég ákvað strax að fara inn, þó að ég iðrist þess núna. Hafið þér, herra Babílon, nokk- urn tíma troðið yður í pilsi gegnum þrönga rifu ?“ „Mér hefur aldrei veizt sú ánægja,“ sagði Felix og hneigði sig, fór síðan að fitla við flösku, sem var rétt hjá honum. „Þar eruð þér heppinn," sagði Nella og lét sem ekkert væri. „1 þrjár heljarlangar mínútur VIKAN, nr. 3, 1952 hélt ég, að ég mundi deyja þarna pabbi, efri búkurinn var kominn inn fyrir, en hitt var fyrir utan. Samt gat ég að endingu troðið mér í gegn með miklum herkjum og ægilegum umbrotum, og þá datt ég niður á kjallaragólfið nær dauða en lífi. Nú vissi ég ekki, hvað skyldi taka til bragðs. Átti ég að bíða eftir, að maðurinn kæmi aftur og reka hann í gegn með vasaskærunum mínum eða reyna að kalla á einhvern til hjálpar? Fyrst af öllu kom ég burtsöguðu rimlunum fyrir aftur, kveikti síðan á eldspýtu, og þá sá ég allt i kringum mig urmul af flöskum. Eldspýtan fuðr- aði upp á svipstundu, og ég hafði ekki fleiri. Þá settist ég út í horn til að hugsa. Ég var rétt búin að taka þá ákvörðun að láta þar yið sitja og bíða bófans, þegar ég heyrði fótatak og manna- mál. Svo komuð þið inn. Ég verð að játa, að mér brá ónotalega í brún, þegar ég þekkti rödd yðar, Babílon. Mig langaði ekkert' til að gera yður bilt við. Þér hefðuð hrokkið i kút, ef ég hefði allt i einu stokkið út úr flöskuhlaðanum og æpt: hæ! Mig langaði til að 'koma stillilega fram fyrir yður. En þú komst í veg fyrir það, pabbi. Andaði ég virkilega svo hátt, að þið heyrð- uð til mín?“ Þar með lauk stúlkan frásögninni, og það varð stundarþögn í kjallaranum. Rakksoll kinkaði einungis kolli til svars við siðustu spurningunni. „Jæja, Nella min,“ sagði hann, að síðustu. „Við erum þér mikið þakklátir fyrir þessar líkams- æfingar þínar. En nú held ég sé réttast, að þú komir þér til kojs. Nú er eitthvað stórfengilegt í aðsigi." „En ef á að fara að fremja innbrot og mig skyldi langa til að horfa á, pabbi?“ sagði Nella þrákelknislega. „Ég hef aldrei séð innbrotsþjóf tekinn fastan.“ „Þetta er ekki innbrotsþjófur, væna min. Ég býst við þetta sé eitthvað miklu verra en inn- brotsþjófur." „Hvað?“ skríkti Nella. „Morðingi? Brennu- vargur? Sprengjusamsæri ? En hvað það verður dásamlegt!" „Babílon tjáði mér áðan, að Sjúls væri kominn til Lundúna," sagði Rakksoll alvarlegur. „Sjúls!“ hrópaði hún og varð samstundis and- stuttari. Allur gáski hvarf á augabragði. „Slökkv- ið þið ljósin, fIjótt! “ Hún tók undir sig stökk að rofanum og slökkti, svo að niðamyrkur varð í kjallaranum. „Því gerirðu þetta?“ sagði faðir hennar. „Ef hann skyldi koma aftur, þá sér hann ljós- ið og leggur á flótta," sagði Nella. „Og það má ekki koma fyrir.“ „Það er satt, ungfrú Rakksoll," sagði Babílon, og það var aðdáunarhreimur á rödd hans, svo að Rakksoll fylltist föðurlegu stolti. „Heyrðu mig, Nella," sagði hann og dró dóttur sína að sér. „Við höldum, að Sjúls ætli að reyna að koma eitri í vínflösku, sem honum þykir lík- legt, að Áki prins eigi eftir að drekka. Væri hugsanlegt, að maðurinn, sem þú sást, sé Sjúls?“ „Áðan kom mér ekki í hug, að það væri Sjúls, en strax og þú nefndir nafnið, þá vissi ég, að það var hann. Já, ég er viss um, að það var Sjúls." „Jæja, hlustaðu þá á mig. Við megum engán tíma missa. Hann hlýtur að koma mjög fljót- lega aftur, ef hann ætlar sér það á annað borð — og þá getur þú liðsinnt okkur.“ Síðan sagði hann henni, hvaöa aðferðir hann héldi Sjúls mundi við hafa. Hann sagði, að bezt væri Sjúls fengi að fara sínu fram, en samt yrðu þau að hafa gát á honum gegnum glerdyrnar." „Þér ætlið þá að fanga Sjúls lifandi ?“ sagði Babílon og var flemt við að heyra að beita ætti þeirri óvenjulegu aðferð við harðsvíraðan glæpa- mann. „Að vísu,“ hélt hann svo áfram, „mundi það gera yður auðveldara fyrir, þvi að þér gæt- uð afhent lögreglunni manninn og látið hana svo um afganginn." „Minn góði vin,“ sagði Rakksoll, „við erum þegar komnir of langt án hjálpar lögreglunnar, til að við getum leitað aðstoðar hennar núna. Auk þess brenn ég i skinninu af löngun til að taka bófann fastan með eigin höndum. Ég skil ykkur Nellu eftir hérna, úr þvi að Nella vill ekki fara, Ofan til hægri: Konunglegir hraðboðar í hinni fornu Persíu tóku hver við af öðrum á hlaupum eftir veginum milli Susa og Sardis og fóru yfir 1.500 mílur á sex dögum. —• Til vinstri: Þegar gler brotnar, þeytast brotin burt með 3.000 mílna hraða á klukkustund. — Neðan til hægri;1, Hvernig getur venjulegur bifreiðastjóri bezt sparað benzínið? Með réttri ökutækni.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.