Vikan


Vikan - 17.01.1952, Blaðsíða 13

Vikan - 17.01.1952, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 3, 1952 13 Lærisveinn galdra- mannsins 1 þessum miklu erfiðleikum gat lærisveini galdramannsins ekki dottið í hug nokkur staður, þar sem hann gæti falið sig, og hann hljóp eins og fætur toguðu upp hringstiga, upp í litið turnherbergi, sem var annars aldrei notað. Uppi í eldhúsinu var allt á floti. Hér voru líka sópar allsstaðar, sem komu til að tæma fötumar sínar. BUFFALO BILL Hestur Sandy fellur til jarðar, hann hefur fengið skot í hálsinn. Sandy berst við hóp rauð- skinna. Buffalo Bill: reyndu að þrauka, gamli vinur, ég er á leiðinni til þín. Vagninn ryðst í gegn umkringdur af þremur mönnum. Svona, hundarnir ykkar. BIBLÍUMYNDIR GULLKORNIÐ 1. mynd: En er fólkið sá, að seink- aði komu Móse ofan af fjallinu, þyrptist fólkið í kring um Aron og sagði við hann: Kom og gjör oss guð, er fyrir oss fari, því að vér vitum ekki, hvað af þessum Móse er orðið . . . Og Aron sagði við þá: Slítið eyrnagullin úr eyrum kvenna yðar, sona og dætra, og færið mér . . . en hann tók við því . . . og gjörði af þvi steyptan kálf. Þá sögðu þeir: Þetta er guð þinn, Israel . . . Og næsta morgun risu þeir árla, fórnuðu brennifórnum og færðu þakkarfórnir . . . 2. mynd: Síðan sneri Móse á leið og gekk ofan af fjallinu með báðar sáttmálstöflumar i hendi sér . . . En er hann nálgaðist herbúðirnar og sá kálfinn og dansinn, upptendraðist reiði Móse . . . Síðan tók hann kálf- inn, sem þeir höfðu gjört, brenndi hann í eldi og muldi hann í duft og dreifði því á vatnið. 3. mynd: Þá tók að blása vindur frá Drottni, og flutti hann lynghænsn frá sjónum og varp þeim yfir her- búðirnar, svo sem dagleið í allar áttir . . . Og fólkið fór allan þann dag . . . og safnaði lynghænsnum . . . og þeir breiddu þau allt í kring um herbúðirnar . . . Upptendraðist reiði Drottins gegn fólkinu, og Drott- inn lét þar verða mjög mikinn mann- felli meðal fólksins. 4. mynd: Sammúa Sakkúrsson, Safat Hórísson, Kaleb Jefúnneson, Jigeal Jósefsson, Hósea Núnsson, Palti Rafússon, Gaddiel Sódíson, Gaddí Súsíson, Ammiel Gemallísson, Setúr Míkaelsson, Nakbí Vofsíson, Geúel Makíson. Þessi nöfn eru nöfn þeirra manna, sem Móse sendi að kanna landið. Og Móse sendi þá til að kanna Kanaanland og sagði við þá: ... Skoðið landiö, hvernig það er, og fólkið, sem í því býr . . . Og þeir sögðu honum frá og mæltu: Vér komum í landið ... og að sönnu flýtur það í mjólk og liunangi, og þetta er ávöxtur þess; en það er hraust þjóð sem í landinu býr . . . Oss er ofvaxið að fara á mót þessari þjóð, því að hún er sterkari en vér. Úr ýmsum áttum — Mætir menn snúa erfiðleikum og vonbrigðum sér í hag, eins og ostr- urnar breyta sandinum, sem er þeim til óþæginda, í perlur. — (Orison Marden). ! ! ! Forvitni er kjarni hins forboðna ávaxtar, sem stundum stendur svo í hálsi manns, að það er jafnvel hætta á köfnun. ' — (Fuller).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.