Vikan


Vikan - 17.01.1952, Blaðsíða 14

Vikan - 17.01.1952, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 3, 1952 LIDHLAUPINN. Framhald af bls. 10. „Þér eruð líka mjög föl, frú." „Það er af öðrum orsökum." Grannleitt andlit hennar varð harðneskjulegt. Hún beygði sig fram yfir borðið: „Þér eruð liðhlaupi, Hecklé!" „Frú!" Hann brosti, en brosið var stirn- að. Dökkleitt, sólbrennt andlit hans varð öskugrátt. „Gætið yðar! Líf yðar er í hættu! Kap- teinn yðar er á skipinu!" „Hvernig vitið þér það ... ?" „Hann er maðurinn minn." Odile stóð á fætur. Hún leit ekki á unga manninn. Hún treysti sér ekki til að fara inn í káetuna, svo að hún fór upp á þilfar. Snjóhvítir kalkklettar frönsku strandarinnar voru orðnir nálægir. Skipið hætti að velta. Lygn flóinn tók við og Marseille — siglutré, reykháfar, þök! Nú sýndu sig brátt allir, sem höfðu verið sjóveikir. Þeir virtust hressast furðu fIjótt. Hásetarnir hlupu f ram og af tur önn- um kafnir. Eimpípa skipsins hvein, og allt þilfarið fylltist af fólki. Innsiglingin var mjög hættuleg. Fyrir fáum vikum hafði skip sokkið þarna. Það var grunnt, og skipsskrokkurinn sást greinilega á botninum eins og gegnum grænt gler. Mikill fjöldi báta var á slysstaðnum. Kafari virtist búa sig undir að kafa. Allir farþegarnir á skipinu horfðu á þetta með mikilli forvitni. Sá eini, sem ekki sýndi sig var Cacciara kapteinn. Þeg- ar kona hans kom niður í káetuna, var hann að klæða sig. Hún leit á hann eins og hann væri ókunnugur maður. Þjakandi ~þögn ríkti. Á fölu andliti hans var ákveð- inn svipur. Odile vissi, hvað hann boðaði: Dauða unga mansnins! Óhjákvæmilega . . . Þá mundi þessi skuggi alltaf vera á milli þeirra; — hann yrði útskúfaður úr hjarta hennar. Kapteinninn hafði lokið við að klæða sig. Akkeriskeðjan skall í sjóinn. Skipið lá kyrrt. En ennþá var tími til stefnu. Enginn mátti fara í land fyrr en hafnar- yfirvöldin höfðu veitt leyfi. FUiberto Cacciara leit ekki á konu sína. Hann stóð upp og gekk út á þilfarið til að tala við skipstjórann og láta handtaka liðhlaup- ann Hecklé. Odile þagði og horfði á eftir honum. Andlitsdrættir hennar voru stirðnaðir. Skipstjórinn stóð á þilfarinu með far- þegalistann í hendinni og talaði af ákefð við hafnaryfirvöldin. Þegar Korsíkumað- urinn kom nær heyrði hann æsta rödd hans: „Við höfum þegar leitað um allt skip- ið. Einn farþeganna er horfinn?" „Nafn hans?" „Frederik Kidd, námuverkfræðingur frá Bandarík junum.'' „Hvenær sást hann síðast?" „Hann var í káetunni í nótt." „I morgun sat hann á móti frú Cacciara við morgunverðinn," sagði brytinn og bentí á Odile, sem hafði komið á eftir manni sínum. „Þér vitið -ekkert um hann, frú?" „Nei," sagði Odile. Og allt í einu datt henni í hug, að hann hefði ef til vill kom- izt í einhvern bátinn, sem var að sveima á slysstaðnum. Hann virtist hafa fullar hendur fjár. Ekkert var líklegra en að honum hefði tekizt að múta einhverjum mannanna til að róa sér að landi. 606. KROSSGATA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. skammstöfun. — 3. hæfileiki. — 13. kimi. — 15. lyfta. — 16. ógæfa. — 17. vagga. — 18. hnút- ur. — 20. frysta. — 21. kvendýrs. — 24. mishæð. — 27. herbergin. — 29. sælustaður (skáldamál). — 31. ófæra. — 32. mannsnafn. — 33. kven- mannsnafn. — 35. fag- mann. — 36. samtenging. — 38. einkennisbókstaf ir. — 39. uppfyll. — 40. skammstöfun. — 41. skammstöfun. — 42. ó- hreinka. — 44. heiðarleg- ur. — 47. efni. — 48. smælki. — 49. eldstæðið. — 50. stúlkan. — 52. hljóð. — 53. vinnusamar. — 55. siðari helmingur mannsnafns. — 57. mik- inn. — 59. ókaraður. — 61. óhreinkað. — 62. langt nef. — 63. fugl. — 64. sá fiskisæli. — 65. sk.st. Lóðrétt skýring: 1. matur. — 2. kona. — 4. vindblásin hæð. — 5. líkamshluti. — 6. narr (slanguryrði). — 7. öfugur tvíhljóði. — 8. kjánalegur. — 9. mánuð. — 10. hulduverunni. — 11. ekki marga. — 12. skammstöfun. — 14. djarfar. — 18. hreinsaðra. — 19. eldstæði. — 22. sælgæti. — 23. þjónustu- stúlkurnar. — 25. skamma. — 26. elska. — 28. greinir. — 30. örverpið. — 34. tortryggja. — 35. fugla. — 37. mánuðurinn. — 40. hræðslan. — 43. fjöldi. — 44. gróðurreitina. — 45. togaði. — 46. spón. — 48. greindir. — 51. frumefnistákn. —¦ 54. sefar. — 56. ófullnægjandi. — 57. fanga- mark sambands. — 58. tryllta. — 60. mamis- nafn. — 61. frumefnistákn. — 62. beygingarend- ing. Lausn á 605. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. áma. — 4. málverk. — 10. frí. — 13. saum. — 15. leira. — 16. laun. — 17. urmul. — 19. ann. — 20. sunna. — 21. runan. — 23. langi. — 25. mannsæmandi. — 29. rá. — 31. rg. 32. áli. — 33. ni. — 34. æ.t. -— 35. Áka. — 37. 801. —• 39. sök. — 41. æru. — 42. Farmal. — 43. reikul. — 44. æla. — 45. mig. — 47. man. — 48. ina. — 49. rl. — 50. el. — 51. átu. — 53. na. — 55. au. — 56. þrettandinn. ¦— 60. Veiga. — 61. annar. — 63. fífla. — 64. tal. — 66. gisin. — 68. ötul. — 69. nasir. — 71. rata. — 72. rar. — 73. nautnir. —• 74. rag. Lóðrétt: 1. Ásu. — 2. marr. — 3. aumum. — 5. ál. — 6. Lea. — 7. vinsæl. — 8. ern. — 9. Ra. — 10. fangi. — 11. Runi. — 12. Ina. — 14. mun- ar. — 16. lundi. — 18. langsamlega. — 20. sann- kenning. — 22. nn. — 23. la. — 24. fráfæra. — 26. Sál. — 27. mis. — 28. átulaus. — 30. ákall. — 34. æruna. — 36. ara. — 38. óli. — 40. öra. — 41. æki. — 46. gát. — 47. mun. — 50. erill. —¦ 52. tarast — 54. annir. — 56. þefur. — 57. ta. — 58. da. — 59. nasar. — 60. víta. — 62. rita. — 63. för. — 64. tau. — 65. lin. — 67. nag. — 69. na. — 70. ri. Skipið' lá við hafnargarðinn, Vegna skipskomunnar stóð fjöldi manna á hafn- argarðinum við landganginn. Odile leit yfir mannfjöldann. Allt í einu kom hún auga á ungan mann, sem kleif upp á hafnargarðinn úr róðrar- bát, sem var að leggja að. Ungi maðurinn reikaði upp hafnargarðinn hægt og kæru- leysislega. Andlit hans var áhyggjulaust. Hann gekk fram hjá farþegaskipinu. Að- eins augnablik mættust augu hans og Odile. Hún fölnaði og sneri sér við í flýti, til að enginn sæi, hvert hún horfði. Maður hennar stóð við hlið hennar. Hún virti fyrir sér svip hans: Hann hafði líka þekkt unga manninn aftur. Þau þögðu bæði. Cacciara var í lófa lagið að láta handtaka hann. Hann gerði það ekki. Hann sneri höfðinu hægt, eins og hann hefði ekkert séð. Dökkleitt andlit hans sýndi þjáningu: Það, sem konan vill, það vill guð . . . ! „Ég held, Odile, að við verðum heppin með veður á ferðalaginu," sagði hann og horfði rannsakandi til himins. Ungi maðurinn var horfinn í mannfjöld- anum. Skammt fyrir ofan var járnbraut- arstöð, hraðlest fór þaðan yfir landa- mærin á klukkustundarfresti. Horfinn að eilífu. Odile stakk handleggnum undir arm manns síns. „Nú hlakka ég til brúðkaupsferðarinn- ar," sagði hún, og blá augun voru full af tárum. Skipstjórinn stóð á þilfarinu með skjöl sín í hendinni. „Auðvitað leitum við um allt skipið," sagði hann við hafnaryfirvöldin. „En hvarf farþega í ofstopaveðri er algengt. Sjálfs- morð eða slys — ég óttast, að við mun- um aldrei framar sjá Frederik Kidd!" Svar við mannlýsingu á bls. 4: Jökull Ingimundarson. I Vatnsdælu. Svör við „Yeiztu —?" á bls. 4: 1. Helen Jepson lærði fyrst að syngja af því, að hún seldi grammófónplötur í hljóðfæra- verzlun í Akron, Ohio. Þar gat hún hlustað á fræga söngvara syngja. 2. Úr Greniskóginum eftir Stephan G. Stephans- son. 3. Það þýðir „grýttur jarðvegur", af hallur „steinn". 4. Hún er eftir franska tónskáldið Hector Berlioz (1803—1869). 5. Ivar Aasen. 6. Frakkinn Le Corbusier. 7. Mustafa Kemal, sem komst til valdá í Tyrk- landi 1922. Orðið þýðir: Tyrkjavaldur. 8. Bægsli. Kálfar. 9. 3800. 10. Um 8250 km'. /

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.