Vikan


Vikan - 24.01.1952, Blaðsíða 1

Vikan - 24.01.1952, Blaðsíða 1
16 síður Ver* 2,50 Nr. 4, 24. janúar 1952 JU P^¥l K AN KVIKMYNDIN „ENCORE" sem gerð er eftir þrem smásögum W. Somersets Maaghams, verður frumsýnd hér í bænnm á næstunnl Vikan birtir nú myndir úr kvikmynd þessari, og auk þess eina söguna „Gigolo og gigolette" (sjá bls. 3). fc W. Somerset Maugtiam. W. Somerset Maugham er efalítið vin- sælastur erlendra höfunda hér á landi. Margar bækur hans hafa verið þýddar, svo og ýmsar beztu smásögur hans, leik- rit hans hafa verið leikin í útvarp og sýnd á sviði, nú síðast „Hve gott og fag- urt", í Þjóðleikhúsinu. Allar sögur hans eru spennandi aflestrar, atburðarásin tíðast hröð, en auk þess á hann til ©venjulega mannúðarkímni, sem ævinlega Ijær sögum hans viðfelldinn, hugtækan þokka. Maugham er enskur að ætt, en fæddist í París 1874. Stundaði síðar lækn- isnám í Englandi, lauk prófi og starfaði nokkurn tíma í Sanktitómasarspítala á syðri bakka Temsár í London. Brátt varp- aði hann læknisfræðinni frá sér og gaf sig óskiptan að ritstörfum. Hann kallar sig sjálfgerðan rithöfund, ef til vill í spaugi: tíu ár beið hann viðurkenningar, en 1907 var leikið eftir hann leikrit, sem tryggði frægðina. Síðan hefur hann farið ört hækkandi á himni bókmenntanna, og náði ef til vill hápunkti með skáldsög- unni „Fjötrar", sem þýdd var á íslenzku fyrir nokkrum árum. Maugham lætur í það skína í síðustu bók sinni „Úr fórum rithöfundar", að hann hafi ákveðið að hætta ritstörfum til þess að fá nægan tíma til að lesa leynilögreglusögur, en þrátt fyrir þessa ákvörðun hefur hann fylgzt af áhuga með kvikmyndun smá- sagna sinna. Þrjár slíkar kvikmyndir hafa verið gerðar: „Quartet", „Trio" og nú að síðustu „Encore". Antony Darn- borough hefur framleitt þær allar. Sögurnar þrjár, sem notaðar hafa ver- ið í „Encore", eru: „Maurinn og engi- sprettan", „Vetrarferð" og „Gigolo og gigolette". Aðalfilmstjóri var Harold French. Helztu leikendur: Glynis Johns, Nigel Patrick, Kay Walsh, Roland Culv- er og Ronald Squire. Glynis Johns leikur Stellu í „Gigolo og gigolette"

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.