Vikan


Vikan - 24.01.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 24.01.1952, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 4, 1952 hvarf í vatnið. Sekúndu síðar var hún komin upp á yfirborðið og stökk út úr kerinu við óp og lófatak gestanna. Cotman vafði um hana Sloppnum. Hún hneigði sig aftur og aftur og lófatakið hélt áfram. Hljómsveitin byrjaði að spila. Stella veifaði í kveðjuskyni og hljóp milli borðanna fram að dyrunum. Það var kveikt á Ijósunum og þjónarnir tóku aftur til starfa. Sandy Westcott andvarpaði, en hann vissi ekki hvort það var af feginleik eða vonbrigðum. „Stórkostlegt," sagði enski lávarðurinn. „Þetta eru brögð," sagði ofurstinn af sinni brezku þrákelkni. „Þetta er svo fljótt búið,“ sagði kona lávarð- arins. „Maður fær svo lítið fyrir peningana sína.“ Það voru raunar ekki hennar eigin peningar sem hún var að eyða nú frekar en endranær. Italska greifafrúin hallaði sér áfram. Hún talaði ensku reiprennandi, en með sterkum útlendingshreim. „Eva, hvað skrítna fólk er þarna við borðið hjá dyrunum undir svölunum?" „Skringilegt par,“ sagði Sandy. „Ég hef ekki getað haft augun af því.“ Eva Barrett leit til dyranna og prinsinn, sem sneri baki að þeim, leit um öxl. „Þau eru stórkostleg," hrópaði Eva. „Ég verð að spyrja Angelo hver þau séu.“ Angelo var yfirþjónninn og frú Barrett þekkti alla yfirþjóna að fornafni í öllum helztu veitinga- stöðum Evrópu. Hún bað þjóninn um skilaboð til Angelo. Þetta var vissulega skringilegt par. Þau sátu ein við lítið borð. Þau voru fjörgöihul. Maður- inn var stór og feitur með mikið, hvítt hár, loðn- ar hvítar augabrýr og geysimikið, hvítt yfir- skegg. Yfirbragð hans var konunglegt. Hann sat teinréttur í sætinu, klæddur I samkvæmisföt með hvíta slaufu og flibba sem hafði verið í tízku fyrir þrjátíu árum. Lagskona hans var lágvaxin í svört'um samkvæmiskjól, mikið flegnum og þröngum í mittið. Um hálsinn hafði hún marg- falda festi úr mislitum perlum. Hún var ber- sýnilega með hárkollu, sem fór illa, hárið var hrafnsvart og mikið skrýft. Andlit hennar var ofboðslega farðað, skærbláir baugar undir aug- unum og á augnalokunum, augabrýrnar kol- svartar, stórir rósrauðir blettir á hvorri kinn og varirnar skarlatsrauðar. Húðin hékk í lausum fellingum á andliti hennar. Augun voru stór og djarfleg og flögruðu áköf borð frá borði. Ekk- ert fór framhjá henni og hún var sífellt að draga athygli mannsins að einu eða öðru. Þar sem þau sátu þarna við borðið voru þau eins og furðu- sýn I þessum tízkuklædda hópi, enda varð mörg- um starsýnt á þau. En athyglin sem þau vöktu virtist ekki raska jafnvægi gömlu konunnar. Þegar hún varð þess vís að einhver horfði á hana, lyfti hún augabrúnunum, brosti og renndi til augunum. Það var eins og hún byggist til að þakka fyrir lófatak. Angelo skundaði til frú Barrett. „Vilduð þér tala við mig frú?“ „Ó, Angelo, okkur leikur svo mikil forvitni á að vita hver þessi dásamlegu hjón eru þarna við dyrnar." Angelo leit á þau. „Þér verðið að láta sem þér sjáið þau ekki, frú,“ sagði hann og brosti afsakandi. „Þau þrábáðu mig um borð af því að þau langaði til að sjú frú Stellu stökkva. Þau voru einu sinni sjálf í faginu. Ég veit að þau eru ekki af sama sauðahúsi og það fólk sem hingað venur komur sínar, en þeim var þetta svo mikið áhugamál, að ég hafði ekki brjóst í mér til að neita þeim." „Mér finnst þau stórkostleg. Ég dáist að þeim.“ „Ég hef þekkt þau í mörg ár. Maðurinn er samlandi minn.“ Yfirþjónninn brosti litillátur. „Ég sagðist skyldi láta þau fá borð, ef þau lof- uðu að dansa ekki. Ég vildi ekki eiga neitt á hættu, frú.“ „Ég hefði haft unun af að sjá þau dansa." „Einhversstaðar verður að draga markalín- una, frú,“ sagði Angelo alvarlegur. Hann brosti, hneigði sig aftur og hvarf á braut. „Sjáið," hrópaði Sandy, „þau eru að fara." Gömlu hjónin voru að borga reikninginn sinn. Gamli maðurinn stóð upp og lagði stóran, hvít- an fiðurkraga um herðar henni. Hún stóð upp. Hann bauð henni arminn og þau gengu af stað, hann beinn og mikill að vallarsýn, en hún smá- vaxin og trítlandi við hlið hans. Svarti silki- kjóllinn var með löngum slóða og Eva Barrett (sem var komin yfir fimmtugt) æpti af fögnuði. „Ég man eftir mömmu í svona kjól þegar ég var I skóla.“ Gömlu hjónin leiddust gegnum stóra salina unz þau komu að útgöngudyrunum. Gamli mað- urinn ávarpaði dyravörðinn. „Viljið þér gjöra svo vel að vísa okkur á búningsklefa fjölleika- fólksins. Okkur langar til að votta frú Stellu virðingu okkar." Dyravörðurinn leit á þau rannsakandi. Þau voru ekki þessleg að hann þyrfti að sýna þeim kurt- eisi. „Þér hittið hana ekki þar núna." „Hún er ekki farin? Ég hélt hún hefði aðra sýningu." „Já. Þau eru kannski í barnum." „Við getum litið þangað, Carlo," sagði gamla konan. „Ræt-ó,“ sagði gamli maðurinn og rúllaði á errinu. Þegar þau komu inn í barinn var þar aðeins tvennt, sem sat í armstólum úti í horni. Gamla konan sleppti handlegg gamla mannsins og trítl- aði áfram með útréttar hendur. „Sælar, góða. Ég mátti til með að óska yður til hamingju af því ég er ensk eins og þér. Og auk þess í faginu. Þetta er stórkostlegt sýning- aratriði." Hún sneri sér að Cotman. „Og er þetta maðurinn yðar?“ Stella stóð upp af stólnum og brosti feimnis- lega. „Já, þetta er Syd." „Og þetta er minn,“ sagði gamla konan og benti með oinboganum í áttina til gamla manns- ins. „Penezzi. Hann er raunverulega greifi og ég er greifafrú Penezzi, en þegar við hættum að sýna, lögðum við niður titlana." „Má bjóða ykkur glas af vini?“ spurði Cot- man. „Nei, við bjóðum," sagði frú Penezzi og sett- ist. „Carlo, panta þú.“ ! VEIZTU -7 1 1. I byrjun 13. aldar, kom arabiski rit- I höfundurinn Abdul Hassan á skiptingu = tímans í klukkustundir. Hvernig skipti i hann sólarhringnum niður i klukku- i i stundir ? i 2. Hvaðan eru þessi vísuorð og eftir | hvern eru þau: § „Svo eru ágjörn augu i auðugs manns og brjóst | sem grimt helvítis gin, | dofin sem drukkin í laugu draga til leynt og ljóst auð, sinn æðsta vin;“. i | 3. Síðastliðið haust var minnzt aldar- i afmælis Þorgils gjallanda. Hvað gaf i Þorgils út margar bækur, og hvað hétu E i þær ? = | 4. Hvers lenzk er Carmen Miranda? | Hvað heitir hún fullu nafni? i 5. Hver eru helztu atriðin í heimspeki- \ skoðun Arthurs Schopenhauers? i 6. Hvenær gáfust Japanir upp í síðasta i stríði? • | i 7. Hvenær hóf brezka útvarpið sjónvarps- \ | þjónustu ? i | 8. Hvað er 1 ounce mörg grömm? i 9. Hver var César Franck? i 10. Hvenær var fyrst settur biskupsstóll i á Hólum ? i i Sjá svör á bls. 14. i *<iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiii«iiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiii,iiiiii'^> Mannlýsing úr íslenzku fornriti: „Svo er sagt, að..........væri lítill kvennamaður. Sagði hann það vera sví- virðing síns krafts að hokra að konum. Sjaldan hló hann. Óblíður var hann hvers- dagslega við alþýðu. Mikill var hann vexti og drengilegur í ásjónu, rammur að afli.“ Hver er þessi maður og hvar stendur lýsingin ? (Svar á bls. 14). Þjónninn kom. Stella vildi ekkert þiggja og það varð úr að pöntuð voru þrjú glös af bjór. „Hún neytir aldrei neins fyrr en eftir síðari sýninguna," sagði Cotman. Stella var lítil og grönn, hálfþrítug, með ljós- jarpt, stuttklippt, liðað hár og grá augu. Hún hafði farðað varirnar en aðeins lítið eitt kinn- arnar. Hún var föl yfirlitum, ekki beinlínis lag- leg, en þó nett í andliti. Hún var í einföldum kvöldkjól úr hvítu silki. Bjórinn kom, og Pen- ezzi, sem var auðsjáanlega ekki skrafhreifinn, saup drjúgan sopa. „Hvað var ykkar grein?" spurði Cotman kurt- eislega. Frú Penezzi leit á hann stórum, hvikulum aug- um og sneri sér siðan til mannsins. „Segðu hon- um hver ég er, Carlo," sagði hún. „Lifandi fallbyssukúlan," tilkynnti hann. Frú Penezzi brosti og hvimaði augimum á þau til skiptis. Þau hrofðu vandræðalega á hana. „Flóra," sagði hún. „Hin lifandi fallbyssu- kúla.“ Það var svo auðséð, að hún bjóst við þeim fyndist mikið til um að heyra þetta nafn, að þau vissu ekki hvað gera skyldi. Stella leit vandræðalega á Syd. Hann kom henni til hjálpar. „Það hefur verið fyrir okkar tíð.“ „Auðvitað var það fyrir ykkar tíð. Við hætt- um árið sem veslings Viktoría drottning dó. En þið hljótið að hafa heyrt um okkur." Hún sá vandræðasvipinn á þeim; rödd hennar breyttist dálítið. „Sýningaratriði mitt var meira sótt en öll önnur í London. Allt hefðarfólkið kom til að sjá mig, jafnvel prinsinn af Wales. Ég var helzta umræðuefnið í borginni, er það ekki rétt, Carlo ?“ „Hún fyllti Aquariumsalinn á hverju kvöldi L heilt ár.“ „Hvað gerðuð þér?“ spurði Stella. „Mér var skotið úr fallbyssu. Ég sýndi um allan heim. Já, væna mín, nú er ég orðin gömul kona, því neita ég ekki. Penezzi er sjötíu og átta og sjötugsafmælið mitt er einnig liðin dýrð, en einu sinni hékk mynd af mér á öllum aug- lýsingaspjöldum í London. En þér vitið hvernig fólkið er. Ef það sér eitthvað gott, þá verður það tryllt, en svo vill það breytingu. Hversu gott sem það er verður það leitt á því og hættir að koma. Þér eigið eftir að reyna það, væna mín, eins og ég. En Penezzi vissi hvað hann átti að gera. Hann byrjaði sem barn í faginu. 1 cirkus, Þar kynntist ég honum. Ég var í loftfimleikum. Hann er glæsimenni enn, en þið hefðuð átt að sjá hann þá, í rússnesku stígvélunum og reið- buxunum og þrönga jakkanum, sveifla svipunni þegar hestarnir hlupu í hringnum. Hann var þá fallegasti maðurinn sem ég hef nokkurntíma. séð.“ Herra Penezzi gerði enga athugasemd en snerl hugsandi upp á yfirskeggið. „Eins og ég sagði kunni hann að fara með peninga, og þegar að kreppti um atvinnu sagði. hann: „Við skulum hætta." Og það var rétt hjá honum, því að eftir alla frægðina gátum við. ekki byrjað á cirkuslífi aftur. Við fluttum svo- hingað og keyptum matsölu- og gistihús og hér- höfum við verið í þrjátíu og fimm ár. Okkur hefur vegnað sæmilega, að minnsta kosti þangað til síðustu tvö þrjú árin, eftir að kreppan kom. Carlo, láttu þau fá nafnspjaldið. Penezzi býr- sjálfur til matinn, og ef þið viljið koma á heim- ilislegan stað þá komið til okkar. Við gætum Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.