Vikan


Vikan - 24.01.1952, Blaðsíða 14

Vikan - 24.01.1952, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 4, 1952 Gigolo og gigolette. Framhald af bls. 10. lega upphæð, ef áhorfendur voru vel fyrir kall- aðir. Þau urðu afskaplega þreytt. Á ellefta degi féll Stella í öngvit og varð að gefast upp. Syd hélt áfram einn síns liðs, dansaði og snerist þindarlaust, afkáralega. Aldrei höfðu þau lifað hræðilegri stundir. Það var hámark niðurlæg- ingarinnar. Það skildi eftir minningar fylltar hryllingi og vesöld. En þá fékk Syd nýja flugu. Hún skauzt í koll honum, meðan hann snerist hægt og einn síns liðs á dansgólfinu. Stella hafði oft sagt hún gæti stungið sér í undirskál. Auðvitað mundu verða brögð í tafli. „Skrítið hvernig maður fær nýjar flugur," sagði hann síðar. „Þær koma eins og elding." Skyndilega minntist hann þess, að hann hafði. einhvern tima séð strák bera eld að olíupolli, sem sletzt hafði á gangstétt. Upp hafði þotið snöggur blossi. Náttúrlega urðu áhorfendur fyrst og fremst heillaðir af eldsloganum á vatninu og svo af stúlkunni, sem dirfðist að stinga sér nið- ur í þá. Hann snarhætti að dansa; hann var of áfjáður til að geta haldið áfram. Hann skýrði þetta fyrir Stellu, og hún varð frá sér numin. Hann skrifaði umboðsmanni, góðum vini sínum, — Syd var vel til vina, því að hann var bezti strákur — og umboðsmaðurinn lagði út fé. Hann réði þau að hringleikahúsi i París, og þau urðu happasæl. Þeim var borgið. Tilboð streymdu að þeim. Syd fyllti skápana af nýj- um klæðnuðum, og upp á tindinn stigu þau, um leið og tilboð barst frá sumarhóteli einu á strönd- inni. „Baslið er búið að vera, ástin mín,“ sagði hann blíðlega. „Við getum safnað okkur spari- fé upp á seinni tímann, og þegar áhorfendur verða leiðir á þessu, mun ég strax finna upp á einhverju nýju.“ Og núna, viðvörunarlaust, á tindi velgengn- innar, vildi Stella varpa öllu frá sér. Hann vissi ekki, hvað hann ætti að segja. Honum tók það sárt, að sjá hana svo óánægða. Hann elskaði hana meir núna en jafnvel þegar þau giftust. Hann elskaði hana, af því að þau höfðu smog- ið andstreymið hlið við hlið, og hann elskaði hana, af þvi að hann átti henni velgengnina að þakka; nú gat hann aftur gengið sómasamlega til fara og gat étið lyst sín. Hann þoldi ekki að horfa á hana; angistin í elsku, gráu augunum olli hon- um þjáningu. Feimnislega teygði hún fram hönd sína og snart hans. Hann stundi þunglega. „Þú veizt, hvað þetta hefur í för með sér, ást- in min. Fyrri sambönd okkar i hótelunum eru dauðadæmd. Yngra fólk tekur frá okkur það, sem við höfðum áður. Þú veizt, hvernig þessar kerlingar eru, þær vilja stráka og ekkert ann- að, og auk þess er ég ekki nógu hár í lofti fyrir þær; það skipti minna máli, meðan ég var yngri. Þjið þýðir ekki að segja ég láti mig aldurinn engu skipta, því að ég geri það." „Kannski komumst við í kvikmyndir." Hann yppti öxlum. Þau höfðu reynt það, með- an þau áttu erfiðast uppdráttar. „Mér er sama, hvað ég geri. Ug get farið í búð." „Heldurðu sé hægt að fá vinnu með óskunum einum ?“ Hún fór aftur að gráta. „Gerðu ekki þetta, ástin mín. Ég þoli það ekki." „Við eigum dálitið í sparibók." „Ég veit það. Það mundi endast okkur sex mán- uði. Að því loknu tæki sulturinn við. Fyrst mundu smáhlutirnir hverfa til veðlánarans, siðan fötin, alveg eins og í fyrra skiptið. Og svo yrðum við að dansa í vesælustu kránum og hljóta mat og fimmtiu franka fyrir kvöldið. Vinnulaus yrðum við vikum saman. Og við myndum gina við maraþondansi. Og hversu lengi endist fólkið til að horfa á hann." 607. KROSSGÁTA VIKUNNAR 31. persónufornafn. — 34. móða. —- 36. þýðandi. — 38. meira en víðtæka. — 39. sparsamur. — 42. nálgun. — 44. á hurð. — 45. heiðursmerki. — 47. þrír eins. Lárétt skýring: 1. þjófur. — 6. byrði (í eftirdragi). — 9. trylltir. — 10. líkams- hluti. — 11. handsamir. — 13. rafljós. — 15. bruni. — 17. meindýr. 18. gælunafn. — 20. gefur af sér. — 24. hleypur. — 25. gætinn. — 27. lyndiseinkunn. — 29. undrun. — 31. for- skeyti. — 32. for. — 33. bandið. -—• 35. eyði- leggja. — 37. hreyfitæk- ið. — 40. feiti. — 41. væta. — 43. liðsafla. — 46. einþykk. — 48. á kerti. — 49. tímabil. — 50. kann við sig. •— 51. fáliðaður. — 52. vitring. Lóörétt skýring: 1. hyggna. — 2. götu- ys. — 3. geð. — 4. friðir. — 5. innyflum. — 6. hofmóður. — 7. eyði. — 8. ótónvísa. — 12. ákæru. — 14. útbýting. — 16. nýjung í máli. — 19. kornmatur. •— 21. á litinn. -—• 22. á jakka. — 23. sæmd. — 26. benti á til varnaðar. — 28. rándýr — 29. trúlofunarveizla. — 30. tóbak. — Lausn á 606. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. s. d. —• 3. sköpunargáfa. — 13. kró. — 15. axla. — 16. ólán. — 17. rórilla. — 18. slaufa. — 20. ísa. — 21. tíkar. — 24. gára. — 27. salirnir. — 29. unaland. — 31. fen. — 32. Uni. — 33. Rannvéig. — 35. smið. — 36. og. — 38. SI. — 39. eín. — 40. hv. — 41. rk. — 42. sóta. •—• 44. grandvar. — 47. tau. — 48. sag. — 49. arininn. — 50. ungmærin. — 52. óman. — 53. iðnar. —- 55. dór. — 57. stóran. •— 59. óunninn. — 61. bíað. — 62. rani. — 63. lóa. — 64. aflamaðurinn. — 65. gr. Lóðrétt: 1. skrínukostur. -— 2. drós. — 4. kaldrani. — 5. öxá. — 6. plat. -— 7. ua. — 8. aplaleg. — 9. góu. — 10. álfinum. — 11. fáa. — 12. an. — 14. óragar. — 18. skafinna. — 19. arin. — 22. ís. — 23. griðkonurnar. — 25. álasa. — 26. ann. — 28. inir. ■— 30. dverginn. — 34. efa. — 35. svana. — 37. góan. — 40. hvimpnin. — 43. tugatal. — 44. garðana. — 45. dró. — 46. rindil. — 48. sæir. — 51. na. — 54. róar. — 56. ónóg. — 57. S.l.F. — 58. óða. — 60. ,Uni. — 61. ba. — 62. ru. „Ég veit þú heldur ég sé auli, Syd." Hann sneri höfði og leit á hana. Það voru tár í augum hennar. Hann brosti, og bros hans var aðlaðandi og blítt. „Nei, ég veit þú ert það ekki. Ég vil þú sért hamingjusöm. Þú ert alt, sem ég hef hlotið, þegar að er gáð. Ég elska þig.“ Hann tók hana í faðminn og þrýsti henni að sér. Hann greindi hjartslátt hennar. Ur því að Stella tók sér þetta svona nærri, tja, þá var ekki annað fyrir hann en taka því. Og ef hún færi sér að voða, dæi ? Nei, nei, bezt að leyfa henni að ráða og gefa skit í peningana. Hún hreyfði sig lítið eitt. „Hvað viltu, ástin min?" Hún smeygði, sér úr faðmi hans og stóð á fæt- ur. Hún gekk yfir að búningsborðinu. „Ég býst við ég þurfi að verða tilbúin hvað úr hverju?" sagði hún. Hann spratt á fætur. „Þú ætlar þó ekki að hafa aðra sýningu í kvöld?" - „1 kvöld og öll næstu kvöld, þangað til ég geri út af við mig. Er um annað að ræða? Þú hefur rétt fyrir þér, Syd. Ég get ekki horfið aftur til þessara þefillu verustaða smáhótelanna og hafa ekki nóg að éta. Drottinn minn, og svo mara- þondans. Af hverju minntistu á hann? Að vera örmagna og óhrein dögum saman og verða þá að leggja árar í bát, af því að líkaminn neitar að hlýða. Ætli ég geti ekki haldið áfram einn mánuð í viðbót og þá færðu nægan tíma til að skyggnast um eftir einhverju nýju." „Nei, ástin mín, ég get ekki afborið það. Varp- aðu þessu frá þér. Við björgumst einhvem veg- inn. Við höfum soltið fyrr, við getum soltið aftur." Hún smeygði sér úr fötunum, og litla hrið stóð hún nakin, nema hvað hún var i sokkum, og horfði á sig í speglinum. Hún brosti stirfnu brosi við sjálfri sér. „Ég má ekki bregðazt áhorfendum mínum," sagði hún og skríkti. ENDIR. Svar við mannlýsingu á bls. 4: Þorgeir Hávarsson, í Fóstbræðra sögu. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. Dagur og nótt voru 12 stundir hvort — ea dagur og nótt á sumri og vetri voru ekki jafnlöng. Klukkustundirnar á daginn voru lengri yfir sumárið heldur en klukkustundir næturinnar, en þetta var gagnstætt yfir veturinn. Nú eru klukkustundirnar jafnar allan sólahringinn. 2. Ur kvæðinu Heimsósómi eftir Skáld-Svein, sem ætla má, að hafi verið uppi á síðari hluta 15. aldar. 3. Hann gaf út þrjár bækur: Ofan úr sveitum, sögur (1892); Upp við fossa, skáldsögu (1902); Dýrasögur (1910). 4. Hún er fædd í Portúgal og heitir fullu nafni María do Carmo Miranda de Cunha. 5. Að hans skilningi vakir óákveðinn vilji i innsta. kjarna tilverunnar. I öllum hlutum býr blind þrá sem kallast meðvitund í manninum. 1 öllum hlutum er falin tilhneiging, sem. aldrei fær fullnægingu. Lífið er þjáning. Listin getur dregið úr henni um stundar- sakir — og samúðin slæft hana, en engum tekst að losna við hana að fullu nema meO afneitun lífsviljans. 6. 15. ágúst 1945. 7. 1936. Hún lagðist svo niður á stríðsánm- um og var ekki tekin upp aftur fyrr en í júní 1946. 8. 28,35 grömm. 9. Belgiskt-franskt tónskáld (1822—90). 10. 1106. Biskup varð þá Jón ögmundsson.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.