Vikan


Vikan - 31.01.1952, Blaðsíða 1

Vikan - 31.01.1952, Blaðsíða 1
"* nj/Ki W'/, Frétzt hefur, að Þjóðleikhúsið muni senn taka upp aftur sýningar á leikritinu Sölumaður deyr eftir Arthur Miller Vikunni þótti hæfa að þetta bráðsnjalla leikrit yrði kynnt betur en gert var liðið vor. Þess vegna birtast hér myndir af höfundi þess og aðalleikend- um. Auk þess má líta á 3. síðu tvo greínarstúfa um leikritið, annan eftir höfundinn sjálfan, þar sem hann greinir frá sjónarmiði sinu og tilgangi með leikritinu. Hinn greinarstúfurinn er tekinn úr langri grein eftir sálsýkisfræðinginn Schneider og lýsir hann þar, hvernig lesa má megin- efni leikritsins af fyrstu viðbrögðum þess: þegar sölumaðurinn rogast inn á sviðið með tvær töskur. — Eins og kunnugt er stýrir Indriði Waage leikritinu, og mun það mál manna, að leikstjórn hans og sýningin í heild hafi verið með eindæmum góð og jafnvel sú bezta, sem hér hafi sézt: fer þar saman óvenju hnitmiðað og áhrifamikið leikrit, sérstæð sviðsetn- ing og jafngóður og sterkur leikur. Myndin efst tjl vinstri er af höfundinum, Arthur Miller, ne3st til vinstri er leik- stjórinn Indriði Waage í hlutverki sölumannsins, Willy Loman. Hér að ofan sr Kegína Þórðardóttir í hlutverki konu sölumannsins, Lindu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.