Vikan


Vikan - 31.01.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 31.01.1952, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 5, 1952 ÓKUNN EIGINKONA Smásaga eftir DONALD HAMMILTON. HANN lokaði hurðinni og lagði ferða- töskuna frá sér. Síðan sneri hann sér við og horfði á hana. Hún stóð með bakið að dyrunum og dró hanzkana hægt af höndum sér; hún var frískleg, meðalhá, í stuttum pels yfir látlausum göngu- búningi. Þegar litið var fljótlega á hana, vakti ljósjarpt hár hennar og fal- legar fætur fljótt aðdáun. I vasa hans lá litla, hvíta umslagið. Hann hafði litið á bréfið, hlegið og kast- að því frá sér. Síðar höfðu efasemdirnar skotið rótum í huga hans, og hann hafði leitað uppi samanbögglaðan pappírssnepilinn, slétt úr honum, lesið hann aftur og stungið honum í vasann; þar lá hann ennþá, og efasemdirnar voru heldur ekki ennþá horfnar. I rauninni vissi hann ekkert um hana annað en það, að hann hafði kvænzt henni. Hann hafði aðeins hitt tvo ættingja henn- ar: frænku, sem komið hafði í flýti til hins skjótráðna brúðkaups, og föðurbróð- ur hennar, sem var skipsfélagi hans og hafði kynnt þau. Þau höfðu verið heppin og fengið meiri tíma til að hittast en margir aðrir, en þau höfðu alltaf eytt leyfisdögum hans langt frá heimili hans og f jölskyldu, á ókunnum stöðum, og hann hafði ekki kynnzt henni á þann hátt, sem hann vildi kynnast henni, enda hafði allt gerzt með svo miklum hraða, að það var varla tími til að átta sig. „Þykir þér ekki gaman að sjá mig, Martin,“ muldraði hún. Við þessu var aðeins eitt svar, og hann kyssti hana og fann, að varir hennar voru heitar og ákafar, en grunsemdirnar gerðu aftur vart við sig, og þetta var sannar- lega engu betra en feimnislegt faðmlag þeirra á járnbrautarstöð að foreldrum hans viðstöddum. Hún steig eitt skref aftur á bak og horfði augnablik á hann, andlit hennar var sviplaust; þá sneri hún sér aftur við, tók af sér hattinn og lagði hann á sófann. „Sagði móðir þín þér, að hana langar til að sjá okkur í kvöld,“ spurði hún án þess að líta við. „Já,“ sagði hann. „Það er dansleikur í klúbbnum á morg- un, ef þig langar þangað.“ „Ágætt,“ sagði hann. „Ég hitti fyrrverandi unnustu þín, við spjölluðum um þig.“ Hann leit snöggt á hana. Það snart hann alltaf illa að heyra hana tala um Ellen, eins og hún væri leyndarmál, sem hann einn ætti. En hann hafði sagt henni frá Ellen í San Francisco — hann hafði verið svo einmana. Það hafði verið indælt | að tala við einhvem, og hann hafði ekki gert sér neinar vonir um að sjá hana aftur, skip hans átti að láta úr höfn næsta morgun. En skipið var viku lengur, og áður en þessi vika var liðin hafði hann skrifað Ellen: Kœra Ellen, ég vona, aö þú getir skiliö . . . Kæra Ellen, ég . . . Þetta var dálítið erfitt. Kœra Ellen, ég ætla að kvœnast á morgun. „Ég fékk sæmilega upphæð fyrir bif- reiðina," sagði Carol, það var eins og hún væri að flýta sér að segja honum allt, sem með þurfti. „Ég ætlaði að reyna að fá hærra, en það tókst ekki.“ „Já,“ sagði hann. „Þú skrifaðir mér „Þú nefndir það ekkert í næsta bréfi. Ég hélt, að þú hefðir ef til vill ekki fengið bréfið.“ Hún fór úr pelsinum. „Viltu eitt glas ?“ Hann horfði á eftir henni, meðan hún gekk út úr herberginu. Hún kom aftur með bakka í hendinni. Hann fór úr frakk- anum og settist við hlið hennar. Hann horfði á hana, meðan hún bland- aði vínið. Hárið, þykkt og fallegt, var skipt í vanganum. Andlit hennar var svipmikið og tillitslaust, og hún hnykkti höfðinu óþolinmóðlega til, svo að hárið kæmi niður á ennið. Hún fékk honum glas, og þau skáluðu og drukku. „Jæja, vinur mi‘nn,“ sagði hún. „Af hverju ertu leiður?“ „Hvað áttu við?“ heyrði hann sjálfan sig spyrja. „Nei, Marty,“ saggði hún. „Ég hef nú þegar fengið nóg af þessu hér í bænum. Byrja þú nú ekki líka á því sama.“ Það hafði verið erfitt fyrir hana að fara hingað ein til að útvega þeim íbúð, þar sem hún þekkti ekki einu sinni for- eldra hans. „Hver hefur verið ónotalegur við þig?“ spurði hann og reyndi að brosa. „Hættu nú,“ sagði hún. Varir hennar skulfu. „Ég sagði við sjálfa mig, að ég gæti sætt mig við allt þetta, meðan ég væri neydd til þess. En þegar þú kemur heim, kyssir þú mig, eins og ég sé með smitandi sjúkdóm. Leystu nú frá skjóðunni. Hvað hafa þau skrifað þér?“ Það fór hrollur um hann. „Hvað ættu þau að hafa skrifað mér?“ spurði hann stirðlega. Síðan sagði hann reiðilega: „Fjandinn sjálfur, Carol, ég sagði þér, að þetta væri lítill bær. Ég sagði, að þú skyldir ekki taka það of hátíðlega . . .“ Hún sat hreyfingarlaus og beið. Hann rétti henni bréfið og horfði á hana taka það út úr óhreinu umslaginu og lesa það. Eiginkona yöar getur vafalaust út- skýrt fyrir yöur, hver er þessi liösforingi, sem hún umgengst svo mikiö ög virðist ayMIIMMMMMMMMMMMMMIMIMMMMMMMMMMMMMIM NIIMMMMIM'MMMMMMMIMWs, I VEIZTU -? I 1. Það olli Dr. Raymond L. Ditmars, I frægum náttúrufræðingi erfiðleikum | að uppgötva, að þær leðurblökur, sem = lifa á blóði eru ekki blóðsugur! Hvem- 1 ig ná þær sér þá í blóð ? 2. Hvað hét Voltaire réttu nafni? 3. Hver er talið mesta tónslcáld Finn- = lands ? | 4. Kristófer Kolumbus hafði þrjú skip í = för sinni, þegar hann fann Ameríku. | .» Hvað hétu þau? \ • 5. Hvað þýðir „að gulfra í sig“? . 6. Hvað eru barnatennurnar margar? En jj f fullorðinstennurnar ? ; 7. Hvaða tónskáld samdi „Rhapsody in = Blue“? | 8. Hvað þýðir „dies irae“? 9. Hvað heita kofar Eskimóa? 10. Hvað heitir stærsta eyjan í Vestur- = indíum? sjá svör á bls. 14. Mannlýsing úr íslenzku fornriti: .........hét maður, er bjó í . . . . .... Hann var vel fjáreigandi, en lítill í þegnskap, en eirinn í skaplyndi, huglaus í hjarta.“ Hver er þessi maður? Hvar stendur lýsingin? (Svar á bls. 14). jafnvel dveljast í íbúð hennar til klukkan 5 á morgnana. Svipur hennar var breyttur, þegar hún leit upp. „Ég þarf ekki að verja mig gegn nafnlausum bréfum,“ hvíslaði hún. „Nei,“ sagði hann. Hann hafði alltaf óttast það að sjá þennan svip á andliti hennar; þennan svip, sem gerði alla andlitsdrættina ljóta og auðvirðilega. Hann heyrði skrjáfa í papp- írnum, þegar hún bögglaði bréfið saman, og dimmur hlátur hennar var óhugnan- legur. „Jæja,“ spurði hún. „Hvað á svo að gera við þessu, vinur minn?“ Hann dró andann djúpt og horfði ekki í augu hennar. „Þetta er eitthvað til að koma heim til eða hitt þó heldur.“ „Koma heim til?“ Hún hló aftur. „Þú komst með það með þér, Marty.“ Papp- írskúlan datt niður í keltu hans og það- an niður á gólf. „Hver var það?“ spurði hann. „Þú þekkir hann ekki.“ „Hversvegna gerðir þú þetta?“ „Skiptir það nokkni máli.“ „Ég vildi gjarna vita það,“ sagði hann án þess að líta á hana. Þá heyrði hann, að hún fór að gráta. Hann gat ekki þol- að að horfa á hana gráta og hann gat ekki hugsað sér að snerta við henni. Hann stóð á fætur og gekk út úr her- berginu og því næst inn í svefnherbergi hennar. Það kvaldi hann að þekkja þar aftur þessa kvenlegu óreglusemi, sem allt- af einkenndi herbergin, sem hún bjó í. Hinumegin við ganginn var minna herbergi. Þar var legubekkur. Hann heyrði grát hennar úr dagstofunni. Hann fór úr jakka og buxum og lagðist á legu- bekkinn. I stríðinu lærði hermaðurinn fljótt að nota hvert tækifæri, sem gafst til að hvíla sig. Þegar hann vaknaði, var dimmt í her- berginu. Klukkima vantaði fimm mínút- ur í hálf tvö. Hann settist upp og kveikti sér í vindlingi. Dyrnar opnuðust. „Hvernig líður þér, Marty?“ „Vel,“ sagði hann. „Kveiktu.“ Hún kveikti. „Þú ætlar að fara í föt, svo að þú fáir ekki lungnabólgu." Hann sá, að hún mundi ekki hafa sofið. „Ef þú stendur upp, skal ég búa um þig,“ sagði hún. „Ég hringdi til móður þinnar, og hún sagði mér að vekja þig.“ Hann fann náttfötin sín og fór í þau. Hann horfði á hana búa upp rúm á legu- bekknum. Bak hennar var grannvaxið eins og á dreng, en mjaðmir hennar voru fallega ávalar. „Carol,“ sagði hann. Hún strauk hægt koddann og sneri sér við. „Já, Marty.“ „Hversvegna?“ spurði hann. Sársaukinn í augum hennar snart hann illa. Hún svaraði ekki. „Varstu bara . . . einmana?“ spurði hann. Hún hló allt í einu. „Vinur minn, ég hef verið einmana allt mitt líf. Pabbi og mamma dóu, þegar ég var tíu ára.“ „Voru það foreldrar mínir, sem . . .“ Hún hristi höfuðið. „Móðir þín er engill. Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.