Vikan


Vikan - 31.01.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 31.01.1952, Blaðsíða 10
10 VTKAN, nr. 5, 1952 /---------------- • HEIIVIILie • Matseðillinn Rúsínubollur: % kg. hveiti, 3% dl. mjólk, 60 gr. ger, 125 gr. sykur, % tesk. kardimommur, 50 gr. rúsínur, 1 tesk. hjartasalt, 120 gr. smjör. Gerið er leyst upp í saltinu, sykri og mjólk. Sykri og hveiti blandað saman. Voig mjólkin og gerið hrært út í ásamt kryddi og bræddu smjöri. Þetta er látið standa í hálfa klukkustund og því næst hnoð- að vel. tír deiginu eru búnar til litl- ar bollur og 2—3 rúsínur settar í hverja boilu. Þær eru svo látnar á smurða pönnu og látnar lyfta sér í 15 mínútur. Þá er egg borið ofan á og þær bakaðar í heitum ofni í 20 mínútur. Af mæliskringla: 750 gr hveiti, 150 gr. smjör, 125 gr, sykur, 1 tesk. kardimommur, 80 gr. ger, 100 gr. rúsínur, 100 gr. súkkat, % 1. mjólk, 2 egg. Gerið er hrært saman við eina skeið af sykri, % dl. af volgri mjólk hrært út í ásamt einni skeið af hveiti. Hveiti, helming af smjöri, sykri og kryddi er blandað saman í skál. Mjólkin er velgd og sett saman við ásamt eggjum. Deig- ið er svo hrært og slegið og ger- ið látið saman við. Látið standa í 20 minútur til lyftingar. Þá er rúsín- unum og súkkatinu hnoðað upp í það og búinn til mjór stöngull, sem er lagður á vel smurða plötu og lag- aður þannig, að hann verði eins og kringla i laginu. Egg er borið ofan á, því næst settar saxaðar möndlur og saxaðar rúsínur á eggjalagið. Kringlan er bökuð við góðan hita í % klst. Doktorskaka: 6 egg, 250 gr. sykur, 200 gr. hveiti, möndludropar, % tesk. lyftiduft. Egg og sykur er hrært í klukku- tíma, alltaf til sömu handar. Þá eru möndludroparnir látnir út í og síðast hveitið blandað lyftiduft- inu. Kakan er bökuð í vel smurðu og sykurstráðu móti í eina klukku- stund við góðan hita. Foreldrar geta átt drjúgan þátt í að hjálpa barni, sem stamar. Eftir G. C. Myers, Ph. D. Flest börn á aldrinum tveggja til þriggja ára endurtaka atkvæði eða stundum heil orð — sum stama. Fá börn stama alvarlega. Þar sem flest börn, sem stama, komast yfir það, eru aðeins fá, sem halda því áfram allt sitt líf. Hvert barn sem byrjar að stama getur í raun og veru læknazt, ef réttilega er að farið. Oftast eru það foreldrarnir, sem hafa mest áhrif á það, hvort barnið læknast eða ekki. Sérfræðingar, sem hjálpa hinu stam- andi barni hafa náð beztum árangri með því að vinna með foreldrum, kennurum og öðru fullorðnu fólk: eða börnum, sem umgangast barnið mest; og þessir sérfræðingar vinna meir og meir í þessa átt. IJvað véldur stami. Barnið byrjar oft að stama eftir að það hefur verið veikt, orðið hrætt eða orðið að þola einhverja aðra and- lega áreynslu. Það er gott að vinna að heilsu barnsins í samráði við lækn- inn. Varðveita það fyrir ótta, þreytu og áreynslu, sem gera það tauga- veiklað. Sjá svo um, að þvi sé sýnd ástúð og umönnun og að andrúms- loft heimilisins sé óþvingað og ánægjulegt. Allt hjálpar þetta til, bæði að forða barni frá þvi að stama og eins að lækna það. Þér skulið ekki verða óttaslegin, ef barnið yðar byrjar á því að stama. Heynið að fá ættingja yðar og vini til þess að láta sem ekkert sé, hvorki gera eða segja nokkuð til þess að vekja athygli barnsins á málhelti þess. Að umgangast barnið. Þvi skynsamari sem foreldrarnir eru og því meiri stjórn sem þeir hafa á sér því auðveldar veitist barn- inu að tala. Fyrir alla muni horfið ekki á munninn á þvi á meðan það stamar og sýnið ekki á yður nein merki óþolinmæði eða kvíða. Biðjið það ekki að tala hægar, hætta eða endurtaka, það sem þér segið. Látið sem þér veitið því enga athygli, að það stami. Ef það á mjög örðugt með að segja eitthvað orð og stamar mik- ið á þvi, þá getið þér auðvitað hjálp- að barninu með því að segja það kæruleysislega. Skapið þannig and- rúmsloft, að barnið finni ekki annatí en allt sé eins og það eigi að vera. Þér og faðirinn ættuð að athuga í sameiningu, þegar barnið er fjar- verandi, hvernig bezt er fyrir ykkur að umgangast það í því skyni að ná betra samstárfi við það og hjálpa þvi út úr örðugleikum án þess að það hafi þau áhrif, að barnið fyllist þvermóðsku og taki fjandsamlega afstöðu til ykkar. Hælið þvi þegar tækifæri gefst. Reynið að venja það við reglusemi. Látið það sofa á hverj- um( degi þangað til það fer að ganga í skóla. Alúðlegt viðmót. Verið álúðleg í viðmóti, eink- um með þvi að brosa við því og vera blíðar í málrómnum. Sýnið áhuga á því, sem það vill segja yð- ur, og látið það finna, að þér metið viðleitni þess. Reynið að skapa því tækifæri til þess að leika sér við önnur börn á sama reki og sjáið um, að það verði ekki þreytt eða æst að óþörfu. Reynið sjálf að vera stillt og róleg og hafið ætíð vald yfir rödd yðar. Hafið útvarpið aldrei í gangi meðan barnið er vakandi nema þegar falleg músik er í því. Lesið eitthvað fyrir það dag hvern. Væntið ekki skjótra framfara, e» sjáið þér engan árangur eftir nokkr- ar vikur, ættuð þér að leita til sér- fræðings. Tízkumynd. Dragt úr mjúku silkiblönduðu ull- arefni, svörtu að lit. Kraginn, barm- arnir og vasarnir eru bryddaðir með mjóum satinborða. Pilsið er slétt. Hatturinn er úr svörtu fílti. ÓKUNN EIGINKONA Framhald af bls. 7. það var ekki ég,“ sagði hún. „Janet skrif- aði það. Hún sagði, að þú ættir með réttu . . .“ ,,Þú komst ekki í veg fyrir þetta?“ Ég vissi . . . það ekki fyrr en á eftir,“ skrökvaði hún. „Það hefði verið hreinlegra, ef þú hefð- ir skrifað það sjálf og sett nafnið þitt undir,“ sagði hann hranalega. Hún hló. „Martin,“ sagði hún. „Vertu nú ekki kjánalegur? Skiptir það nokkru máli, hver skrifaði það, ef það er satt? Þetta er ekkert, sem Janet datt í hug.“ „Ekki það?“ sagði hann og hélt reiði sinni í skef jum. Hún hristi höfuðið. „Mér þykir þetta leitt þín vegna, en þetta er sannleikur. Þú skalt spyrja Harald, Jim Connors. Við ókum fram hjá af tilviljun . . . Auðvitað geta allir sagt þér, að hún var með hon- um. Hún kom hingað með hann þetta sama kvöld.“ „Hver var hann?“ Hann sá eftir að hafa spurt hana, um leið og hann sleppti síðasta orðinu. Hann hafði enga löngun til að ræða þetta við hana. „Ég veit það ekki. Hann kom frá Boston, held ég. Hann var ungur og mjög lagleg- ur . . .“ Hún snart handlegg hans. „Mér þykir þetta leitt, ég vil ekki særa þig, en þú hlýtur að sjá, að þetta eru mistök. Þú varst einmana, og hún var yndisleg. Þú hefur vafalaust sagt henni allt um mig, er ekki svo ?“ Hún brosti, en hann kveink- aði sér eins og undan höggi. „Mér þykir þetta leitt, Martin! Ég særi þig, af því að þú særðir mig. Þetta eru mistök hjá þér, sérðu það ekki? Bara það að sjá hana ganga niður götuna . . .“ Hann horfði á grannvaxinn líkama hennar og ofurlítið hoknar herðar, fölt, dálítið sjálfbyrgingslegt andlitið; og hann sá fyrir sér gistihúsherbergin og leiðin- legu íbúðirnar;, pakka niður og taka upp, standa í biðröð úti í hellirigningu eða steikjandi sólarhita. Af öllu þessu var Ellen ósnortin, hún hafði komizt hjá þessu öllu. „Mér finnst hún hafa fallegt göngulag,“ sagði hann. „Við skulum fara inn.“ Ellen hló þvinguðum hlátri. Þegar þau komu inn í íbúðina var klukk- an orðin tvö, og Carol sagði; „Þú hefðir að minnsta kostti átt að þurrka varalit- inn af þér.“ Hann opnaði dyrnar og kveikti ljósið. „Ég gerði það líka,“ svaraði hann. Hún hló, gekk fram hjá honum inn í stofuna, fékk sér vindling og kveikti í honum. „Ertu búinn að koma öllu í lag?“ „Já,“ sagði hann. „Það er allt í lagi.“ „Ágætt,“ sagði Carol. „Þá er bezt, að ég hverfi af leiksviðinu.“ Allt í einu fannst honum hann skilja hana svo vel, og hann langaði til að grípa um axlir hennar og hrista hana, svo að allt kæruleysið hrindi af henni. Kæruleys- ið, sem alltaf gerði henni sjálfri mein. „Hvað gerðu þau þér, Carol?“ spurði hann þurrlega. „Voru þau andstyggileg við þig?“ Hún sagði þurrlega: „Allir aðrir en foreldrar þínir hafa verið viðbjóðslegir.“ Hún yppti öxlum. „Jæja, ég ætla að pakka niður,“ sagði hún. „Janet Mc Greger skrifaði bréfið, með Framhald á bls. 14. '

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.