Vikan


Vikan - 07.02.1952, Síða 1

Vikan - 07.02.1952, Síða 1
DÆTUR HIMINSINS rjúfa aldrei tryggð sína. Tjá-Ú-Njang gleymir ekki manni sínum, Tsæ-Jong, enda j)ótt hann virðist gleyma henni við auð og völd í fjarlægum landshluta. Hún elur önn fyrir foreldrum hans og þegar þau verða hungrinu að bráð, leggur hún land imdir fót til að opinbera honum villu veg- ar síns. En Tsæ-Jong varð fyrir því óláni að láta framann slá ryki í augu sér. Njú prins neyðir hann til að kvænast dóttur .sinni, Njú-Tjí prinsessu. Prinsessan er- hreinlynd. Hún á líka sína tryggð. Henni verður ljóst, að hugur Tsæ-Jongs dvelst Jöngum hjá Tjá-Ú-Njang. Þá býðst hún sjálf til að fara og sækja Tjá-Ú-Njang. En þess gerist ekki þörf, því að Tjá-U- Njang er þegar komin á vettvang. Tsæ- Jong sér villu vegar síns og iðrast. Og konurnar tvær taka saman höndum til að græða þau sár, sem orðið hafa. Þannig má segja í fáum orðum aðalefni PI-PA-KI, kínverska leikritsins, sem Leik- félag Reykjavíkur hefur sýnt undanfarið við verðugar vinsældir: það fjallar um Iiina eilífu baráttu í mannssálinni milli auðs og valdafíknar annars vegar, vizku hjartans hins vegar. Mál þess er einfalt ■og fagurt. En þó að boðskapur þess sé hjartsýnn: sé í raun og veru lofsöngur um manninn, mátt hans, drauma og ást, þá .kyndir undir bitur ádeila: Njú prins er dramblátur og sjálfselskur. Með svikum neyðir hann Tsæ-Jong til að ryfta gömul heit og kvænast dóttur sinni, Njú-Tjí prinsessu. Og framfærslufulltrúinn þver- skallast við að deila út korni, enda þótt fólk bíði dauðans og hlöðurnar séu fullar. En þrátt fyrir öll svik í heiminum mun hin hreina ást Tjá-Ú-Njang hljóta sigur að leikslokum. Yfirráð hinna ófyrirlátssömu í heiminum mun um síðir taka fenda. Leikrit þetta hefur hlotið mikið og verð- skuldað lof. Með sviðsetningu þess gerði Gimnar R. Hansen leikstjóri þann atbin'ð, sem ólíklega mun líða skjótt úr minni fólks. Því að einmitt svona leikrit geta orðið afar rík í minningunni. Einstök at- 'riði skjótast upp í huga manns árum síð- ar við starf, í raunum: þau gerast föru- nautar manns. Og ef til vill er gildi leik- rita réttast metið eftir því, hversu lengi þau verða samferða manni frá því tjaldið fellur að leikslokum. E. Erna Sigurleifsdóttir (Tjá-U-Njang), Guðbjörg Þorbjarnardóttir (Njú-Tji prinsessa). / Hjálmar H. Bárðarson tók myndina.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.